Minni menntun fyrir minni börn ? Björk Óttarsdóttir og Ingibjörg Kristleifsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er menntun allra kennara í leik-, grunn og framhaldsskóla komin á meistarastig og það tekur fimm ár í fullu námi að mennta sig til kennslu. Þetta er fagnaðarefni fyrir alla þá sem vilja gera vel við æsku landsins. Við sem höfum valið að mennta okkur til þessa ævistarfs vitum að gæði skóla er undir vel menntuðum og metnaðarfullum skólastjórnendum og kennurum komin. Lögin eru ekki sett sisvona af því að einhverjum datt í hug að spara blekið og hafa samhljóða lög fyrir menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda heldur byggja þau á vitneskju um það hvað þjónar samfélaginu best til lengri tíma litið. Vonandi þarf ekki lengur að rökstyðja hvers virði góð menntun ungra barna er. Í leikskólum eru börn í námi alla daga á mesta þroskaskeiði lífs síns. Heili mannsins þroskast hraðast og mest á fyrstu árum ævinnar. Þess vegna er mikilvægt að kennarar yngstu barnanna hafi góða menntun og geti veitt yngstu þegnunum það sem þau eiga skilið; nám sem er samþætt af umönnun og kennslu og byggist á umhyggju. Gæði leikskóla byggjast á vel menntuðu starfsfólki og leiðir af sér hamingjusamari börn, betra fjölskyldulíf, betri starfskrafta foreldra og siðvitrara og samhentara samfélag svo ekki sé meira sagt. Ísland er ekki undanskilið því að aðsókn í kennaranám er í lægð. Leikskólakennarastéttin er í sérstakri hættu þar sem framboð hefur aldrei náð eftirspurn en uppbygging leikskóla hefur verið miklu hraðari en „framleiðsla „á kennurum og meðalaldur stéttarinnar hækkar ört þar sem nýliðun nær ekki taktinum við tímann. Það er ekki langt síðan við stóðum í þeim sporum að verja það að menntun leikskólakennara væri háskólamenntun en ekki framhaldsskólamenntun eða eitthvert millistig þar á milli. Þá var líka uggur í fólki um að þeir sem útskrifuðust væru ekki tilbúnir að starfa við kennslu í leikskóla af því að þeir væru komnir með svo mikla menntun. Staðan er hinsvegar sú að það að færa menntun okkar á háskólastig breytti engu um það að leikskólakennarar vilja vinna með leikskólabörnum í leikskóla og þeir vilja bestu mögulegu menntun hverju sinni til að standa sig sem best í því mikilvæga starfi. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um menntun leikskólakennara og berjast fyrir því að auka veg og virðingu leikskólans. Sú staðreynd að það eru fáir nemar í leikskólafræðum í dag er áhyggjuefni og full ástæða til að finna leiðir til að fjölga þeim sem gera leikskólakennslu að ævistarfi sínu. Það gerum við hinsvegar ekki með því að tala þörf fyrir menntun leikskólakennara niður eða efast um að það þurfi jafn góða menntun til kennslu á öllum skólastigum. Starfskjör hafa mikil áhrif á það hvaða ævistarf við veljum. Við verðum að standa saman um það að hefja leikskólakennslu til vegs og virðingar og vinna að bættum launa- og starfskjörum leikskólakennara til að gera starfið að raunverulegum valkosti . Það er sóun á mannauði að hæfileikaríkt og kraftmikið fólk telji sig ekki hafa efni á að velja sér þetta litríka, skemmtilega og gefandi starf.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun