Ábyrgðarlaus stjórnvöld og erfðaprinsar í sjávarútveginum Vilhelm Jónsson skrifar 7. mars 2012 06:00 Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman. Eðlilegast er að innkalla fiskveiðikvótann og setja á markað með aðlögun og fyrningu, en aðeins fyrir þá sem hafa sannarlega keypt kvóta. Kerfi er ekki svona gott miðað við að þurfa að afskrifa hundruð milljarða hjá útgerðinni. Dótturfélag Skinney –þinganes fékk afskrifað 2,6 milljarða, á sama tíma var félagið rekið með ríflegum hagnaði. Hefði álver ekki risið við Reyðarfjörð væri ekki gott atvinnuástand á Eskifirði, þar sem útgerðarfélagið Eskja leigir allan bolfiskkvóta frá sér og engin fiskvinnsla hefur verið árum saman, eftir að önnur og þriðja kynslóðin tók við. Erfðaprinsarnir hans Alla ríka voru borgaðir út fyrir tæpa fjóra milljarða, væri svo eftir öðru að bankinn hefði síðan þurft að afskrifa nokkra milljarða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Fiskvinnsla er ekki lengur starfrækt hjá Eskju, eðlilegast væri að byggðarlögum sem hafa litlar sem engar aflaheimildir væri úthlutað kvótanum. Fyrirtækið hefur ekki frekar en mörg önnur útgerðarfélög keypt nema lítinn hluta af kvóta, sem þeir hafa haft til umráða og leigja síðan út. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefur nánast einn maður örlög byggðarlagsins í hendi sér, sem er búið að sýna sig í ýmsum bæjum um allt land með tilheyrandi hörmungum. Atvinnuástandið víðsvegar um landið væri ekki svona erfitt ef kvótabrask og framsal hefði ekki viðgengist árum saman, til að hámarka gróða hjá útvöldum, fyrirkomulagið er svo varið til að auka hagræðingu og arðsemi í greininni. Útgerðin er ekki betur rekin en svo að hún skuldar 600 milljarða, hefur verið og þarf að afskrifa hundruð milljarða hjá henni þar sem hún er ekki sjálfbær, vegna þess að hún er illa rekin vegna óráðsíu. Í mars 2010 sagði framkvæmdastjóri LÍÚ að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði að afskrifa sem fyrst, þar sem skuldirnar standi greininni fyrir þrifum. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum. Þessi yfirlýsing eru helst til þess fallin að gefa til kynna hversu óábyrg og galin sjávarútvegurinn hefur verið rekinn undanfarna áratugi. LÍÚ mun verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm þar sem ofsagróðahagsmunir eru í húfi, með stuðningi bankanna til að hámarka hagnaðinn þeirra. Það er kominn tími til að leiðrétta áróður LÍÚ þegar þeir þykjast hafa keypt mestallan kvóta, sem er í flestum tilfellum ekki rétt. Stjórnvöld fara ekki gegn LÍÚ og bankaelítunni, þar sem útgerðin er veðsett upp í rjáfur vegna óráðsíu. Tekist er á um að verja mikla hagsmuni útvaldra þar sem sumir fá kvóta og framselja eða leigja síðan árum saman. Stjórnvöld ætla að koma með fiskveiðafrumvarp þar sem sýndarmennsku auðlindargjald verður sett á og óveruleg aukning á strandveiðar, og væntanlega ekki hreift við framsali þar sem þau vilja eða þora ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem hefur viðgengist. Fyrirtæki í öllum greinum geta náð meiri hagkvæmni og arðsemi ef þeim liðist slíkt háttalag og einokun sem LÍÚ hefur haft. Skilanefnd Landsbankans segir aðeins til fyrir forgangskröfu Icesave upp á 674 milljarða. Fjármálaráðherra skuldar þjóðinni að upplýsa hvar hann ætlaði að taka hundruð milljarða sem vantar í (Svavars samning) sem hann vildi réttlæta, t.d. til að byggja Búðarhálsvirkjun. Stjórnvöld voru veruleikafirrt árum saman, sem sýndi sig í bankahruninu þar sem allt átti að vera í góðu lagi, menn skyldu ekki útiloka að þau séu það ennþá. Það kemur að því að almenningur áttar sig hvað stjórnvöld eru óábyrg. Meðan ríkið þarf að borga 100 milljarða vexti á ári, er ekki réttlætanlegt til að auka atvinulífið að byggja sjúkrahús, fangelsi, jarðgöng, nýja ferju og því síður halda áfram að dýpka drullupollinn á Landeyjarsandi, ásamt öðrum gæluverkefnum sem við höfum ekki efni á. Stjórnvöld eru óábyrg og því verður að linna áður en illa fer. Almenningur verður að átta sig á hvað auðlindin skiptir miklu fyrir lífskjör og afkomu um ókomin ár, þar sem við getum ekki lengur lifað á lánum og verðum að gera meiri verðmæti úr auðlindum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laganna er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Ríkisstjórnin er að fremja hryðjuverk gegn þjóðinni ef hún hunsar lög og reglur, og ber að leiðrétta þetta svínarí sem hefur viðgengist árum saman. Eðlilegast er að innkalla fiskveiðikvótann og setja á markað með aðlögun og fyrningu, en aðeins fyrir þá sem hafa sannarlega keypt kvóta. Kerfi er ekki svona gott miðað við að þurfa að afskrifa hundruð milljarða hjá útgerðinni. Dótturfélag Skinney –þinganes fékk afskrifað 2,6 milljarða, á sama tíma var félagið rekið með ríflegum hagnaði. Hefði álver ekki risið við Reyðarfjörð væri ekki gott atvinnuástand á Eskifirði, þar sem útgerðarfélagið Eskja leigir allan bolfiskkvóta frá sér og engin fiskvinnsla hefur verið árum saman, eftir að önnur og þriðja kynslóðin tók við. Erfðaprinsarnir hans Alla ríka voru borgaðir út fyrir tæpa fjóra milljarða, væri svo eftir öðru að bankinn hefði síðan þurft að afskrifa nokkra milljarða vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Fiskvinnsla er ekki lengur starfrækt hjá Eskju, eðlilegast væri að byggðarlögum sem hafa litlar sem engar aflaheimildir væri úthlutað kvótanum. Fyrirtækið hefur ekki frekar en mörg önnur útgerðarfélög keypt nema lítinn hluta af kvóta, sem þeir hafa haft til umráða og leigja síðan út. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefur nánast einn maður örlög byggðarlagsins í hendi sér, sem er búið að sýna sig í ýmsum bæjum um allt land með tilheyrandi hörmungum. Atvinnuástandið víðsvegar um landið væri ekki svona erfitt ef kvótabrask og framsal hefði ekki viðgengist árum saman, til að hámarka gróða hjá útvöldum, fyrirkomulagið er svo varið til að auka hagræðingu og arðsemi í greininni. Útgerðin er ekki betur rekin en svo að hún skuldar 600 milljarða, hefur verið og þarf að afskrifa hundruð milljarða hjá henni þar sem hún er ekki sjálfbær, vegna þess að hún er illa rekin vegna óráðsíu. Í mars 2010 sagði framkvæmdastjóri LÍÚ að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geti ekki starfað eðlilega eða ráðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu. Taldi framkvæmdastjórinn eðlilegt að 20 prósent allra skulda verði að afskrifa sem fyrst, þar sem skuldirnar standi greininni fyrir þrifum. Sérstaklega eigi það við um útgerðir sem fjárfest hafa í óskyldum atvinnugreinum. Þessi yfirlýsing eru helst til þess fallin að gefa til kynna hversu óábyrg og galin sjávarútvegurinn hefur verið rekinn undanfarna áratugi. LÍÚ mun verja þetta fyrirkomulag með kjafti og klóm þar sem ofsagróðahagsmunir eru í húfi, með stuðningi bankanna til að hámarka hagnaðinn þeirra. Það er kominn tími til að leiðrétta áróður LÍÚ þegar þeir þykjast hafa keypt mestallan kvóta, sem er í flestum tilfellum ekki rétt. Stjórnvöld fara ekki gegn LÍÚ og bankaelítunni, þar sem útgerðin er veðsett upp í rjáfur vegna óráðsíu. Tekist er á um að verja mikla hagsmuni útvaldra þar sem sumir fá kvóta og framselja eða leigja síðan árum saman. Stjórnvöld ætla að koma með fiskveiðafrumvarp þar sem sýndarmennsku auðlindargjald verður sett á og óveruleg aukning á strandveiðar, og væntanlega ekki hreift við framsali þar sem þau vilja eða þora ekki að leiðrétta þjófnaðinn sem hefur viðgengist. Fyrirtæki í öllum greinum geta náð meiri hagkvæmni og arðsemi ef þeim liðist slíkt háttalag og einokun sem LÍÚ hefur haft. Skilanefnd Landsbankans segir aðeins til fyrir forgangskröfu Icesave upp á 674 milljarða. Fjármálaráðherra skuldar þjóðinni að upplýsa hvar hann ætlaði að taka hundruð milljarða sem vantar í (Svavars samning) sem hann vildi réttlæta, t.d. til að byggja Búðarhálsvirkjun. Stjórnvöld voru veruleikafirrt árum saman, sem sýndi sig í bankahruninu þar sem allt átti að vera í góðu lagi, menn skyldu ekki útiloka að þau séu það ennþá. Það kemur að því að almenningur áttar sig hvað stjórnvöld eru óábyrg. Meðan ríkið þarf að borga 100 milljarða vexti á ári, er ekki réttlætanlegt til að auka atvinulífið að byggja sjúkrahús, fangelsi, jarðgöng, nýja ferju og því síður halda áfram að dýpka drullupollinn á Landeyjarsandi, ásamt öðrum gæluverkefnum sem við höfum ekki efni á. Stjórnvöld eru óábyrg og því verður að linna áður en illa fer. Almenningur verður að átta sig á hvað auðlindin skiptir miklu fyrir lífskjör og afkomu um ókomin ár, þar sem við getum ekki lengur lifað á lánum og verðum að gera meiri verðmæti úr auðlindum okkar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar