Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar 6. mars 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun