Framtíðarnýting orkuauðlinda á Íslandi Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar 6. mars 2012 06:00 Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur til afgreiðslu Orkustefna fyrir Ísland en slík stefnumótun og eftirfylgni með henni getur ráðið miklu um lífskjör á Íslandi í framtíðinni. Fleiri mikilvæg mál bíða. Fyrirhugað er að leggja fram þingsályktun um rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða á yfirstandandi þingi, með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði, en unnið hefur verið að áætluninni síðan árið 1999. Ef um þessi tvö mikilvægu mál næst samstaða verður komin stefnumarkandi ákvörðun sem snertir alla þjóðina og hefur afgerandi áhrif á þjóðarhag. Það má því segja að við stöndum á krossgötum. Nauðsynlegt er að átta sig á hvert leiðin liggur og ná sátt um hvert skal haldið. Ljóst er að sú tíð er liðin að ráðist verði í framkvæmdir við stórvirkjun til sölu á orku til eins kaupanda. Í Orkustefnunni kemur fram að í dag er verið að nýta um 18 Twh/a en því til viðbótar getur áætluð orkugeta í vatnsafli og jarðvarma verið 12-16 Twh/a skv. niðurstöðum rammaáætlunar. Flestir geta verið sammála um að æskilegt sé að fá fjölbreyttari hóp orkukaupenda um leið og þeim er fjölgað. En hverjir eru þessir væntanlegu orkukaupendur og hvaða atvinnutækifæri munu þeir skapa? Verða þeir jafnvel á meginlandi Evrópu og orkan seld um sæstreng ? Þrátt fyrir að yfir 80% af frumorkuþörf Íslendinga komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum eru 20% þess sem við notum jarðefnaeldsneyti.Í dag er það dýr orkugjafi og allar líkur á að hann verði það áfram á komandi árum og áratugum. Innflutningur þess er kostnaðarsamur og þar að auki eru áhrif á umhverfi tengd jarðefnaeldsneyti neikvæð. Það þarf því að leita leiða til að lækka þetta hlutfall enn frekar og þá með því að innleiða endurnýjanlega orkugjafa í samgöngur til sjós og lands. Nú þegar gerum við slíkt með góðum árangri. Með því að nýta heitt vatn til upphitunar á húsum sparast um 80 milljarðar króna á ári hérlendis miðað við ef innflutt jarðefnaeldsneyti væri notað til húshitunar. Verkfræðingar hafa í meira en 100 ár tengst orkuuppbyggingu hér á landi s.s. hitaveitum, rafveitum og orkuvinnslu. Á aðalfundi Verkfræðingafélags Íslands árið 2011 voru samþykktar endurskoðaðar siðareglur. Þar er áréttað að verkfræðingar eru meðvitaðir um áhrif verka sinna á samfélag, umhverfi og náttúru. Felur það m.a. í sér að verkfræðingar taka virkan þátt í upplýstri opinberri umræðu um samfélagsleg málefni þegar hún beinist að fagsviði starfsins. Það er því á ábyrgð félagsins að skapa vettvang þar sem rætt verði um framtíðarnýtingu orkuauðlinda landsins á faglegum grundvelli og með sjálfbærni að leiðarljósi en þannig er verið að tryggja efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega hagsmuni komandi kynslóða. Það þarf að horfa til framtíðar og svara spurningum eins og hversu hratt á að nýta auðlindirnar og hversu mikið? Hvaða notkun á orkunni er eftirsóknarverð og hver eru áhrif þess á samfélagið? Með því að leitast við að svara þessum spurningum eflum við samræðu sem nauðsynleg er að fari fram og komum á framfæri fleiri sjónarhornum. Framan af 20. öldinni þurftu íslenskir verkfræðingar að sækja menntun sína til útlanda. Fyrstu verkfræðingarnir komu heim með menntun sem þeir náðu að aðlaga og nýta við mjög svo erfiðar aðstæður. Með tilkomu verkfræðináms við Háskóla Íslands árið 1940, og síðar við Háskólann í Reykjavík, hafa möguleikar til náms í verkfræði aukist til muna. Þessi þróun hefur m.a. stuðlað að því að verkfræðingar hafa getað sinnt æ stærri og flóknari verkefnum til góðs fyrir almannaheill. Ekki þarf lengur að styðjast við þekkingu erlendra verkfræðinga en það er ekki lengra síðan en við hönnun Búrfellsvirkjunar, á sjöunda áratug síðustu aldar, að leita þurfti út fyrir landsteinana eftir nauðsynlegri verkfræðiþekkingu. Sú verkfræðilega þekking og kunnátta sem hefur orðið til í landinu á sl. áratugum hefur orðið til þess að ekki hefur orðið meiriháttar atvinnuleysi í faginu nú eftir hrun. Verkfræðifyrirtækin hafa getað selt þjónustu sína, og tekið að sér verkefni erlendis, í samkeppni við erlenda aðila. Segja má að sem þjóð höfum við náð verkfræðilegu sjálfstæði en öflug verkfræði og tæknimenntun eru forsenda þess að tæknivædd þekkingarfyrirtæki geti fæðst, vaxið og dafnað í landinu. Það er því mikilvægt að við ræðum það hvernig auðlindir landsins eru og verði nýttar til áframhaldandi uppbyggingar íslensks samfélags og tækniþekkingar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun