Hallelúja femínistar Ólafur Ingibergsson skrifar 6. mars 2012 00:01 Í hartnær viku, þegar þetta er skrifað, hefur Hildi Lilliendahl tekist að gera femínisma að helsta umfjöllunarefninu í samfélaginu. Allir eru að ræða myndaalbúm þessarar konu hverrar nafn enginn kann almennilega að stafa. Þetta hljóta að vera stórmerkileg tímamót í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Ég held að femínismi og jafnréttismál hafi sjaldan eða aldrei náð slíkum hæðum í almennri umræðu. Þessu ber að fagna. Framtak Hildar er lofsvert og sá baráttuhugur sem alþjóð hefur orðið vitni að síðustu vikuna, og við sem þekkjum Hildi hefum séð síðustu árin, er ótrúlegur. Hildur er barnsmóðir mín og ein besta vinkona til fjöldamarga ára og ég veit (og vonandi allir núna) eftir að hafa fylgst með henni að barátta fyrir femínískri hugmyndafræði hefur oft og tíðum mætt ólýsanlegu hatri, heift og viðbjóði. Þetta hefur orðið til þess að konur og menn veigra sér við að berjast fyrir hugsjónum sínum því það hlýtur að vera slítandi, sama hversu góðum málstað barist er fyrir, að mæta slíkum sora endalaust. Það þarf virkilegt hugrekki og sterk bein til að taka þennan slag. Við sem aðhyllumst femínisma stöndum í stórri þakkarskuld við Hildi og aðrar konur sem á undan henni hafa farið og vaðið skít karlaveldisins. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki Hildar. Að ég hefði staðið fyrr upp og raunverulega lagt mín lóð á vogarskálarnar í baráttunni í stað þess að láta nægja að steyta hnefann og hrópa hallelúja í hópi öruggu umhverfi innan um aðra femínista. En betra seint en aldrei og núna er einmitt komið að okkur hinum, þessum mikla fjölda hallelúja fólks sem aðhyllist femínisma en hefur hingað til steytt hnefann þögult út í horni til að styggja ekki karlana - þessa sem hata konur. Við þurfum að fylgja í kjölfar Hildar - bæði konur og karlar - og vera óhrædd við að bjóða öflunum byrginn sem kalla okkur tussur, hórur og fasista. Ótrúlegur fjöldi fólks hefur skriðið út úr skeljunum sínum, eins og ég, undanfarna daga og varið sínar hugsjónir á opinberum vettvangi. Við megum ekki láta þennan slagkraft sem myndast hefur deyja út um leið og fjölmiðlar hætta að sýna myndaalbúminu hennar Hildar áhuga eða Sveinn Andri þreytist á að finna að fötunum hennar eða klippingunni. Við getum ekki ætlast til þess af Hildi Lilliendahl eða öðrum konum sem látið hafa að sér kveða í jafnréttisbaráttunni að þær heyi alla bardaga fyrir okkur. Það er nefnilega hvorki gott fyrir þær né málstaðinn. Þó auðvelt (og jafnvel freistandi) sé að gera einhverskonar píslarvott úr Hildi núna meðan þessi bardagi er í hámarki þurfum við að muna að málstaðurinn þarf ekki á píslarvottum að halda. Málstaðurinn þarf fyrst og fremst á fleiri röddum að halda. Hildur og aðrar baráttukonur (og menn - þeir eru líka fjölmargir) eru frábærar fyrirmyndir en þó þær virðist stundum óþreytandi eru þær nú bara mannlegar og þurfa á því að halda að við tökum okkur stöðu við hlið þeirra. Ekki bara vera hallelújahópur þegar Hildur eða aðrar baráttukonur hefja upp raustina. Verum baráttukonur sjálf. Við þurfum að vakna, og vekja aðra til vitundar, um að kynbundið ofbeldi er enn svo stór hluti af samfélaginu að orðræða eins og sú sem birtist í almbúminu hennar Hildar hefur viðgengist nokkuð athugasemdalaust hingað til. Það er líka mikilvægt að setja albúmið í stærra samhengi og átta sig á því að þessi orðræða sem þar birtist er bara eitt sjúkdómseinkenni þessa samfélagsmeins sem kynbundið ofbeldi er. Vandamálið er ekki bara nokkur ógeðsleg eða óheppileg ummæli á Facebook-veggjum, blogg- eða fréttasíðum, heldur undirliggjandi rótgróin samfélagsleg viðhorf til kvenna og kvennfrelsis. Hildur hefur vakið athygli á sjúkdómnum og tekist að virkja ótrúlegan fjölda jafnréttissinna í umræðuna sem áður voru þöglir áhorfendur. Þær raddir mega ekki þagna aftur því sjúkdómsmeðferðin er komin í fullan gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Í hartnær viku, þegar þetta er skrifað, hefur Hildi Lilliendahl tekist að gera femínisma að helsta umfjöllunarefninu í samfélaginu. Allir eru að ræða myndaalbúm þessarar konu hverrar nafn enginn kann almennilega að stafa. Þetta hljóta að vera stórmerkileg tímamót í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Ég held að femínismi og jafnréttismál hafi sjaldan eða aldrei náð slíkum hæðum í almennri umræðu. Þessu ber að fagna. Framtak Hildar er lofsvert og sá baráttuhugur sem alþjóð hefur orðið vitni að síðustu vikuna, og við sem þekkjum Hildi hefum séð síðustu árin, er ótrúlegur. Hildur er barnsmóðir mín og ein besta vinkona til fjöldamarga ára og ég veit (og vonandi allir núna) eftir að hafa fylgst með henni að barátta fyrir femínískri hugmyndafræði hefur oft og tíðum mætt ólýsanlegu hatri, heift og viðbjóði. Þetta hefur orðið til þess að konur og menn veigra sér við að berjast fyrir hugsjónum sínum því það hlýtur að vera slítandi, sama hversu góðum málstað barist er fyrir, að mæta slíkum sora endalaust. Það þarf virkilegt hugrekki og sterk bein til að taka þennan slag. Við sem aðhyllumst femínisma stöndum í stórri þakkarskuld við Hildi og aðrar konur sem á undan henni hafa farið og vaðið skít karlaveldisins. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki Hildar. Að ég hefði staðið fyrr upp og raunverulega lagt mín lóð á vogarskálarnar í baráttunni í stað þess að láta nægja að steyta hnefann og hrópa hallelúja í hópi öruggu umhverfi innan um aðra femínista. En betra seint en aldrei og núna er einmitt komið að okkur hinum, þessum mikla fjölda hallelúja fólks sem aðhyllist femínisma en hefur hingað til steytt hnefann þögult út í horni til að styggja ekki karlana - þessa sem hata konur. Við þurfum að fylgja í kjölfar Hildar - bæði konur og karlar - og vera óhrædd við að bjóða öflunum byrginn sem kalla okkur tussur, hórur og fasista. Ótrúlegur fjöldi fólks hefur skriðið út úr skeljunum sínum, eins og ég, undanfarna daga og varið sínar hugsjónir á opinberum vettvangi. Við megum ekki láta þennan slagkraft sem myndast hefur deyja út um leið og fjölmiðlar hætta að sýna myndaalbúminu hennar Hildar áhuga eða Sveinn Andri þreytist á að finna að fötunum hennar eða klippingunni. Við getum ekki ætlast til þess af Hildi Lilliendahl eða öðrum konum sem látið hafa að sér kveða í jafnréttisbaráttunni að þær heyi alla bardaga fyrir okkur. Það er nefnilega hvorki gott fyrir þær né málstaðinn. Þó auðvelt (og jafnvel freistandi) sé að gera einhverskonar píslarvott úr Hildi núna meðan þessi bardagi er í hámarki þurfum við að muna að málstaðurinn þarf ekki á píslarvottum að halda. Málstaðurinn þarf fyrst og fremst á fleiri röddum að halda. Hildur og aðrar baráttukonur (og menn - þeir eru líka fjölmargir) eru frábærar fyrirmyndir en þó þær virðist stundum óþreytandi eru þær nú bara mannlegar og þurfa á því að halda að við tökum okkur stöðu við hlið þeirra. Ekki bara vera hallelújahópur þegar Hildur eða aðrar baráttukonur hefja upp raustina. Verum baráttukonur sjálf. Við þurfum að vakna, og vekja aðra til vitundar, um að kynbundið ofbeldi er enn svo stór hluti af samfélaginu að orðræða eins og sú sem birtist í almbúminu hennar Hildar hefur viðgengist nokkuð athugasemdalaust hingað til. Það er líka mikilvægt að setja albúmið í stærra samhengi og átta sig á því að þessi orðræða sem þar birtist er bara eitt sjúkdómseinkenni þessa samfélagsmeins sem kynbundið ofbeldi er. Vandamálið er ekki bara nokkur ógeðsleg eða óheppileg ummæli á Facebook-veggjum, blogg- eða fréttasíðum, heldur undirliggjandi rótgróin samfélagsleg viðhorf til kvenna og kvennfrelsis. Hildur hefur vakið athygli á sjúkdómnum og tekist að virkja ótrúlegan fjölda jafnréttissinna í umræðuna sem áður voru þöglir áhorfendur. Þær raddir mega ekki þagna aftur því sjúkdómsmeðferðin er komin í fullan gang.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun