Hvernig getur "Liberal Democrats" bætt fjármálaumhverfið á Íslandi Guðmundur G. Kristinsson skrifar 6. mars 2012 15:35 Ísland er komið á blað mannkynssögunnar með eitt stærsta fjármálahrun í heimi sem er gjaldþrot Kaupþings upp á 20 milljarða dollara eða 2.600 milljarða íslenskra króna, en þetta er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi frá árinu 1920. Gjaldþrot Glitnis var litlu minna eða upp á 18,7 milljarða dollara. Hvernig getur litla Ísland með um þrjú hundruð þúsund íbúa orðið það stórt í fjármálum heimsins að komast á þennan lista með tvö af stærstu gjaldþrotum í um 90 ár. Almenningur á Íslandi situr síðan uppi með að borga þetta og það mun taka margar kynslóðir að greiða það niður. Hvar voru okkar ráðamenn þegar þetta gerðist og hvers vegna vernduðu þeir okkur ekki fyrir þessu? Það þarf uppstokkun í stjórnmálalegu umhverfi á Íslandi til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur og ekki er síður nauðsynlegt að klippa í framtíðinni á meðvirkni okkar stjórnmála- og embættismanna með framtíðar útrásarvíkingum Íslands. Okkar stjórnmála- og embættismenn bera mesta ábyrgð af öllum vegna aðgæslu- og aðhaldsleysis í fjármálalegu umhverfi hér á landi og í sumum tilfellum fyrir einskæra heimsku. Þessir aðilar völdu þá leið að leyfa ótakmarkaðan vöxt bankanna með nánast fulla ríkisábyrgð á bak við sig. Nýtt stjórnmálaafl undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi getur skipt sköpum í að breyta þessu og tryggja almenning á Íslandi gegn því að svona komi fyrir aftur. Með slíku stjórnmálafli væri hægt að koma spilltum stjórnmála- og fjármálaklíkunum frá borðinu í íslenskum stjórnmálum. Með því fengist:Afskipti ríkisins af fjármálastarfsemi og atvinnulífi yrði eins lítil og mögulegt er.Traust og einföld lagaumgjörð sett um fjármálamarkaði og henni fylgt eftir af mikilli festu.Aðhald á ríkisrekstur og áhersla á að hafa skatta og þjónustugjöld í lágmarki.Trygging fyrir því að hafa afgang á viðskiptum við útlönd í framtíðinni.Ríkisvaldið sjái atvinnulífi og heimilum landsins fyrir tryggu efnahagsumhverfi.Lagður grunnur að árlegum jöfnuði í ríkisrekstri og viðskiptajöfnuði. Með aðild að ESB og samvinnu við Seðlabanka Evrópu - og síðar með upptöku evru - verður tryggt að vextir lækka á Íslandi og með auknum stöðugleika eykst aðgangur að erlendu lánsfé. Verði samningurinn um ESB samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu mun fara í gang ferli sem tekur 3 til 6 ár að uppfylla Maastricht skilyrðin. Þá fáum við inngöngu í Myntbandalag Evrópu og þar með að taka upp evru. Það er ekki valkostur að halda áfram með Íslensku krónuna í þrjú ár í viðbót, hvað þá sex ár. Ísland þarf að stefna að inngöngu í ESB og taka upp evru. Ástæður þess að eru eftirfarandi:Til að leysa gjaldeyriskreppuna og tryggja sem fyrst jafnvægi í gjaldeyris- og fjármálum landsins.Ef þjóðin hafnar aðild að ESB verður að vera til "Plan B" að taka einhliða upp evru sem framtíðargjaldmiðil hvort sem við verðum í ESB eða með óbreyttan EES samning.Samhliða einhliða upptöku evru verði tilkynnt að unnið verði að því á komandi árum að uppfylla Maastricht skilyrðin og þau verði kjarninn í fjármálastefnu landsins. Maastricht skilyrðin:Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu.Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu.Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF. Setja þarf lög um fjármálastofnanir sem kveða m.a. á um eftirfarandi:Bönkum verði bannað að eiga beint í öðrum fyrirtækjum.Einstaklingum eða fyrirtækjum sem eiga meira en 1% hlutafjár í banka verði bannað að eiga í öðrum fyrirtækum.Fjármálastofnunum verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Stefni í meiri hagnað ber þeim að lækka vexti eða þjónustugjöld. Þetta er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að bankar geti féflett almenning og fyrirtæki.Tekin verði upp ákvæði sem meðal annars er að finna í dönskum bankalögum sem banna stjórnendum fjármálastofnanna að eiga í hlutafélögum í samkeppnisrekstri á almennum markaði. Hversu margir stjórnmálaflokkar á Íslandi setja fram stefnu sem tryggir íslendingum nauðsynlegt aðhald í fjármálalegu umhverfi sem leggur grunn að framtíðarsamfélagi með alvöru lífskjaratryggingu fyrir hin almenna borgara. Þetta er framkvæmanlegt undir formerkjum„Liberal Democrats" eða lýðfrelsi sem byggir á því að innleiða nýja hugsun í stjórnmálum á Íslandi til að tryggja hagsmuni almennings, en ekki hagsmuni klíkuhópanna sem hafa haldið almenningi á Íslandi í gíslingu í hundruði ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Ísland er komið á blað mannkynssögunnar með eitt stærsta fjármálahrun í heimi sem er gjaldþrot Kaupþings upp á 20 milljarða dollara eða 2.600 milljarða íslenskra króna, en þetta er þriðja stærsta gjaldþrot í heimi frá árinu 1920. Gjaldþrot Glitnis var litlu minna eða upp á 18,7 milljarða dollara. Hvernig getur litla Ísland með um þrjú hundruð þúsund íbúa orðið það stórt í fjármálum heimsins að komast á þennan lista með tvö af stærstu gjaldþrotum í um 90 ár. Almenningur á Íslandi situr síðan uppi með að borga þetta og það mun taka margar kynslóðir að greiða það niður. Hvar voru okkar ráðamenn þegar þetta gerðist og hvers vegna vernduðu þeir okkur ekki fyrir þessu? Það þarf uppstokkun í stjórnmálalegu umhverfi á Íslandi til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur og ekki er síður nauðsynlegt að klippa í framtíðinni á meðvirkni okkar stjórnmála- og embættismanna með framtíðar útrásarvíkingum Íslands. Okkar stjórnmála- og embættismenn bera mesta ábyrgð af öllum vegna aðgæslu- og aðhaldsleysis í fjármálalegu umhverfi hér á landi og í sumum tilfellum fyrir einskæra heimsku. Þessir aðilar völdu þá leið að leyfa ótakmarkaðan vöxt bankanna með nánast fulla ríkisábyrgð á bak við sig. Nýtt stjórnmálaafl undir formerkjum „Liberal Democrats" eða lýðfrelsi getur skipt sköpum í að breyta þessu og tryggja almenning á Íslandi gegn því að svona komi fyrir aftur. Með slíku stjórnmálafli væri hægt að koma spilltum stjórnmála- og fjármálaklíkunum frá borðinu í íslenskum stjórnmálum. Með því fengist:Afskipti ríkisins af fjármálastarfsemi og atvinnulífi yrði eins lítil og mögulegt er.Traust og einföld lagaumgjörð sett um fjármálamarkaði og henni fylgt eftir af mikilli festu.Aðhald á ríkisrekstur og áhersla á að hafa skatta og þjónustugjöld í lágmarki.Trygging fyrir því að hafa afgang á viðskiptum við útlönd í framtíðinni.Ríkisvaldið sjái atvinnulífi og heimilum landsins fyrir tryggu efnahagsumhverfi.Lagður grunnur að árlegum jöfnuði í ríkisrekstri og viðskiptajöfnuði. Með aðild að ESB og samvinnu við Seðlabanka Evrópu - og síðar með upptöku evru - verður tryggt að vextir lækka á Íslandi og með auknum stöðugleika eykst aðgangur að erlendu lánsfé. Verði samningurinn um ESB samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu mun fara í gang ferli sem tekur 3 til 6 ár að uppfylla Maastricht skilyrðin. Þá fáum við inngöngu í Myntbandalag Evrópu og þar með að taka upp evru. Það er ekki valkostur að halda áfram með Íslensku krónuna í þrjú ár í viðbót, hvað þá sex ár. Ísland þarf að stefna að inngöngu í ESB og taka upp evru. Ástæður þess að eru eftirfarandi:Til að leysa gjaldeyriskreppuna og tryggja sem fyrst jafnvægi í gjaldeyris- og fjármálum landsins.Ef þjóðin hafnar aðild að ESB verður að vera til "Plan B" að taka einhliða upp evru sem framtíðargjaldmiðil hvort sem við verðum í ESB eða með óbreyttan EES samning.Samhliða einhliða upptöku evru verði tilkynnt að unnið verði að því á komandi árum að uppfylla Maastricht skilyrðin og þau verði kjarninn í fjármálastefnu landsins. Maastricht skilyrðin:Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu.Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu.Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF. Setja þarf lög um fjármálastofnanir sem kveða m.a. á um eftirfarandi:Bönkum verði bannað að eiga beint í öðrum fyrirtækjum.Einstaklingum eða fyrirtækjum sem eiga meira en 1% hlutafjár í banka verði bannað að eiga í öðrum fyrirtækum.Fjármálastofnunum verði bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Stefni í meiri hagnað ber þeim að lækka vexti eða þjónustugjöld. Þetta er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að bankar geti féflett almenning og fyrirtæki.Tekin verði upp ákvæði sem meðal annars er að finna í dönskum bankalögum sem banna stjórnendum fjármálastofnanna að eiga í hlutafélögum í samkeppnisrekstri á almennum markaði. Hversu margir stjórnmálaflokkar á Íslandi setja fram stefnu sem tryggir íslendingum nauðsynlegt aðhald í fjármálalegu umhverfi sem leggur grunn að framtíðarsamfélagi með alvöru lífskjaratryggingu fyrir hin almenna borgara. Þetta er framkvæmanlegt undir formerkjum„Liberal Democrats" eða lýðfrelsi sem byggir á því að innleiða nýja hugsun í stjórnmálum á Íslandi til að tryggja hagsmuni almennings, en ekki hagsmuni klíkuhópanna sem hafa haldið almenningi á Íslandi í gíslingu í hundruði ára.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun