Mannorð mitt var hreint fram að þessu Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Hugleiðing Bjargar Magnúsdóttur, Ein nakin og annarri nauðgað, sem birtist í Fréttablaðinu 28. feb. í tilefni af frétt þess efnis að 16 ára stúlka hefði orðið fyrir hópnauðgun í miðbæ Reykjavíkur að næturþeli minnir okkur enn og aftur á mátt fordómanna og hve mikilvægt er að halda ekki lífinu í þeim heldur uppræta þá. Björg lýsir þeim hugsunum sem flugu gegnum huga hennar er hún heyrði fréttina en þær sneru fyrst og fremst að hegðun og ástandi stúlkunnar. Er lofsvert af henni að gera þær að umfjöllunarefni. Hvað er það sem gerir það að verkum að þolendur kynferðisofbeldis, sérstaklega ungar konur sem verða fyrir því að vera nauðgað „úti á lífinu“, eru oft og tíðum svo harkalega dæmdar? Af hverju skella sumir skuldinni á fórnarlambið og kenna því um að stúlkan hafi verið of drukkin, of dópuð, ein á ferð, allt of seint á ferð, í allt of stuttu pilsi, í netasokkabuxum, sokkabuxnalaus, of mikið máluð, í of flegnum bol, of daðurgjörn o.s.frv. Með öðrum orðum að hún hafi í raun boðið hættunni heim. Vissulega getur fólk fundið sig í aðstæðum sem eru hættulegri en aðrar, en það réttlætir aldrei að hópur karla ógni ungri og hjálparlausri stúlku á almannafæri og brjóti svívirðilega gegn henni. „Af hverju kallaði hún ekki á hjálp? Það hlýtur að hafa verið fullt af fólki í miðbænum?“ spurði einhver í kjölfar fréttarinnar. Sé það rétt að hún hafi ekki kallað á hjálp getur ástæðan verið að hún hafi lamast af hræðslu eða gert sér grein fyrir í þessum skelfilegu aðstæðum að hún átti við ofurefli að etja. Í þessu ljósi tók hún þá skynsamlegu ákvörðun að gera allt sem hún gæti til að takmarka tjónið og ögra ekki þessum hópi manna með hrópum vitandi ekkert um hvort þeir myndu þagga niður í henni með ofbeldi eða hreinlega ganga af henni dauðri. Árið 2011 leituðu 117 konur og einn karlmaður til Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Þá leituðu 246 konur á móti 32 karlmönnum til Stígamóta árið 2011. Þessar tölur sýna að fjöldi kvenna verður fyrir kynferðisbroti á ári hverju og eru nauðganir þar í stórum hluta. Jafnframt er það þekkt staðreynd að þessar opinberu tölur endurspegla ekki raunveruleikann þar sem miklu fleiri konur verða fyrir kynferðisbrotum árlega en tölur yfir mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum gefa til kynna. En af hverju kæra konur ekki kynferðisbrot? Ástæðan er ekki síst skömmin. Meðal annars skömmin yfir að „hafa gerst sekur um það“ sem almenningur fordæmir. Að hafa verið of ölvuð, of mikið máluð, í of stuttu pilsi o.s.frv. Sú var tíðin og ekki er svo ýkja langt síðan að rannsökuð var sérstaklega „kynhegðun“ kvenna sem hafði verið nauðgað. Konur og stúlkur, sem kærðu menn fyrir nauðgun, máttu þola að reknar væru úr þeim garnirnar hjá lögreglu og fyrir dómi, eins og þær væru sjálfar sakborningar, og þær spurðar nákvæmlega út í kynlíf sitt, eins og það skipti máli um alvarleika verknaðarins hvort þolandinn hefði verið búin að missa meydóminn eða hefði sofið hjá og meira að segja sofið hjá fleiri en einum einstaklingi. Kynhegðun gerandans var aftur á móti ekki til rannsóknar, nema hann hefði áður verið kærður eða dæmdur fyrir kynferðisbrot. Sem betur fer hefur margt áunnist í þessum málaflokki síðan spurningar um kynhegðun kvennanna voru í brennidepli. Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á fót, sérstök deild innan lögreglunnar fer með rannsókn þessara mála, þau fá flýtimeðferð í kerfinu, löggjafinn hefur rýmkað nauðgunarhugtakið og dómar hafa þyngst svo eitthvað sé nefnt. Yfirskrift þessa pistils er sóttur í frásögn konu sem hafði verið nauðgað og tók þátt í rannsókn á þolendum nauðgunar. Hið dapurlega við þessi orð er að fórnarlambið sjálft, sem hafði ekkert til saka unnið, skyldi láta þessi orð falla, en ekki brotamaðurinn. Skömmin og sektarkenndin sem þolendur nauðgunar upplifa á sér ekki síst rætur í umhverfinu og þeim fordómum sem þar þrífast. Skömmin hefur mörg andlit eins og það að hafa ekki verið rétt klæddur eða hafa ekki brugðist rétt við. Kynferðismök án samþykkis er nauðgun. Nauðgun er ofbeldisverknaður sem varðar fangelsisrefsingu. Þá skulum við ekki gleyma því að hópnauðgunin sem var fréttaefni í lok febrúar er ekki hin dæmigerða nauðgun. Hún var framin af mönnum sem fórnarlambið þekkti ekki. Hin dæmigerða nauðgun er þegar einhver sem þolandinn þekkir, eins og maki, kærasti, vinur eða kunningi, þröngvar fram vilja sínum til kynferðismaka með líkamlegu ofbeldi eða hótun. Tengsl við ofbeldismanninn draga ekki úr alvöru glæpsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hugleiðing Bjargar Magnúsdóttur, Ein nakin og annarri nauðgað, sem birtist í Fréttablaðinu 28. feb. í tilefni af frétt þess efnis að 16 ára stúlka hefði orðið fyrir hópnauðgun í miðbæ Reykjavíkur að næturþeli minnir okkur enn og aftur á mátt fordómanna og hve mikilvægt er að halda ekki lífinu í þeim heldur uppræta þá. Björg lýsir þeim hugsunum sem flugu gegnum huga hennar er hún heyrði fréttina en þær sneru fyrst og fremst að hegðun og ástandi stúlkunnar. Er lofsvert af henni að gera þær að umfjöllunarefni. Hvað er það sem gerir það að verkum að þolendur kynferðisofbeldis, sérstaklega ungar konur sem verða fyrir því að vera nauðgað „úti á lífinu“, eru oft og tíðum svo harkalega dæmdar? Af hverju skella sumir skuldinni á fórnarlambið og kenna því um að stúlkan hafi verið of drukkin, of dópuð, ein á ferð, allt of seint á ferð, í allt of stuttu pilsi, í netasokkabuxum, sokkabuxnalaus, of mikið máluð, í of flegnum bol, of daðurgjörn o.s.frv. Með öðrum orðum að hún hafi í raun boðið hættunni heim. Vissulega getur fólk fundið sig í aðstæðum sem eru hættulegri en aðrar, en það réttlætir aldrei að hópur karla ógni ungri og hjálparlausri stúlku á almannafæri og brjóti svívirðilega gegn henni. „Af hverju kallaði hún ekki á hjálp? Það hlýtur að hafa verið fullt af fólki í miðbænum?“ spurði einhver í kjölfar fréttarinnar. Sé það rétt að hún hafi ekki kallað á hjálp getur ástæðan verið að hún hafi lamast af hræðslu eða gert sér grein fyrir í þessum skelfilegu aðstæðum að hún átti við ofurefli að etja. Í þessu ljósi tók hún þá skynsamlegu ákvörðun að gera allt sem hún gæti til að takmarka tjónið og ögra ekki þessum hópi manna með hrópum vitandi ekkert um hvort þeir myndu þagga niður í henni með ofbeldi eða hreinlega ganga af henni dauðri. Árið 2011 leituðu 117 konur og einn karlmaður til Neyðarmóttöku vegna nauðgunar. Þá leituðu 246 konur á móti 32 karlmönnum til Stígamóta árið 2011. Þessar tölur sýna að fjöldi kvenna verður fyrir kynferðisbroti á ári hverju og eru nauðganir þar í stórum hluta. Jafnframt er það þekkt staðreynd að þessar opinberu tölur endurspegla ekki raunveruleikann þar sem miklu fleiri konur verða fyrir kynferðisbrotum árlega en tölur yfir mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum gefa til kynna. En af hverju kæra konur ekki kynferðisbrot? Ástæðan er ekki síst skömmin. Meðal annars skömmin yfir að „hafa gerst sekur um það“ sem almenningur fordæmir. Að hafa verið of ölvuð, of mikið máluð, í of stuttu pilsi o.s.frv. Sú var tíðin og ekki er svo ýkja langt síðan að rannsökuð var sérstaklega „kynhegðun“ kvenna sem hafði verið nauðgað. Konur og stúlkur, sem kærðu menn fyrir nauðgun, máttu þola að reknar væru úr þeim garnirnar hjá lögreglu og fyrir dómi, eins og þær væru sjálfar sakborningar, og þær spurðar nákvæmlega út í kynlíf sitt, eins og það skipti máli um alvarleika verknaðarins hvort þolandinn hefði verið búin að missa meydóminn eða hefði sofið hjá og meira að segja sofið hjá fleiri en einum einstaklingi. Kynhegðun gerandans var aftur á móti ekki til rannsóknar, nema hann hefði áður verið kærður eða dæmdur fyrir kynferðisbrot. Sem betur fer hefur margt áunnist í þessum málaflokki síðan spurningar um kynhegðun kvennanna voru í brennidepli. Neyðarmóttöku vegna nauðgunar var komið á fót, sérstök deild innan lögreglunnar fer með rannsókn þessara mála, þau fá flýtimeðferð í kerfinu, löggjafinn hefur rýmkað nauðgunarhugtakið og dómar hafa þyngst svo eitthvað sé nefnt. Yfirskrift þessa pistils er sóttur í frásögn konu sem hafði verið nauðgað og tók þátt í rannsókn á þolendum nauðgunar. Hið dapurlega við þessi orð er að fórnarlambið sjálft, sem hafði ekkert til saka unnið, skyldi láta þessi orð falla, en ekki brotamaðurinn. Skömmin og sektarkenndin sem þolendur nauðgunar upplifa á sér ekki síst rætur í umhverfinu og þeim fordómum sem þar þrífast. Skömmin hefur mörg andlit eins og það að hafa ekki verið rétt klæddur eða hafa ekki brugðist rétt við. Kynferðismök án samþykkis er nauðgun. Nauðgun er ofbeldisverknaður sem varðar fangelsisrefsingu. Þá skulum við ekki gleyma því að hópnauðgunin sem var fréttaefni í lok febrúar er ekki hin dæmigerða nauðgun. Hún var framin af mönnum sem fórnarlambið þekkti ekki. Hin dæmigerða nauðgun er þegar einhver sem þolandinn þekkir, eins og maki, kærasti, vinur eða kunningi, þröngvar fram vilja sínum til kynferðismaka með líkamlegu ofbeldi eða hótun. Tengsl við ofbeldismanninn draga ekki úr alvöru glæpsins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun