Lýðræði, ábyrgð og sanngirni Eva Heiða Önnudóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda. Umræða af þessu tagi var áberandi fyrir skömmu varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hér tel ég að verið sé að rugla þrennu saman; 1) ábyrgð, 2) að hafa hlotið atkvæði þeirra sem töldu flokkinn vera hæfastan til að leysa úr pólitískum verkefnum og 3) sanngirni. Ábyrgð getur ekki verið annað en að standa skil gerða sinna eftir að gjörningur hefur átt sér stað; jafnvel þó að flokkur hafi hlotið kosningu þeirra sem töldu hann vera best til þess fallinn að takast á við framtíðarverkefni á vettvangi stjórnmála. Það að kjósendur hafi „kosið þetta yfir sig“ er ekki óútfylltur tékki til flokka fyrir þeirra gjörningum eftir kosningar. Í því felst ekki að kjósendur beri ábyrgð á gerðum kjörinna stjórnvalda. Í næstu kosningum, og jafnvel fyrr, þurfa kjörnir fulltrúar að standa skil gerða sinna – og sannfæra kjósendur um að þeir séu hæfasti flokkurinn til að takast á við framtíðarverkefni. Umræðan um ákæruna á hendur Geir H. Haarde snýst um ábyrgð. Hún snýst ekki um að kjósendur geti sjálfum sér um kennt þar sem þeir kusu flokk Geirs H. Haarde. Það sem flækir umræðuna enn frekar er að umræðan snýst líka um sanngirni og að Ísland er kunningjasamfélag. Undirliggjandi er spurningin um hvaða sanngirni felist í því að draga hann einan til saka? Í hinu íslenska kunningjasamfélagi getur verið erfitt að greina í umræðunni hvenær er verið að tala um persónu Geirs H. Haarde og hvenær er talað um stjórnmálamanninn Geir H. Haarde. Ákæran er á hendur honum sem stjórnmálamanni, en það er persónan sem mun taka afleiðingum af niðurstöðum dóms, hvort sem hann verður fundinn saklaus eða ekki. Hér er ekki verið að leggja dóm á sekt eða sakleysi Geirs H. Haarde; það mun Landsdómur væntanlega skera úr um. Þessi stutti pistill er eingöngu innlegg í þarfa umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna. Auðveldlega má færa rök fyrir því að betur má gera ef duga skal í íslenskum stjórnmálum, en um leið verður að gæta sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda. Umræða af þessu tagi var áberandi fyrir skömmu varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hér tel ég að verið sé að rugla þrennu saman; 1) ábyrgð, 2) að hafa hlotið atkvæði þeirra sem töldu flokkinn vera hæfastan til að leysa úr pólitískum verkefnum og 3) sanngirni. Ábyrgð getur ekki verið annað en að standa skil gerða sinna eftir að gjörningur hefur átt sér stað; jafnvel þó að flokkur hafi hlotið kosningu þeirra sem töldu hann vera best til þess fallinn að takast á við framtíðarverkefni á vettvangi stjórnmála. Það að kjósendur hafi „kosið þetta yfir sig“ er ekki óútfylltur tékki til flokka fyrir þeirra gjörningum eftir kosningar. Í því felst ekki að kjósendur beri ábyrgð á gerðum kjörinna stjórnvalda. Í næstu kosningum, og jafnvel fyrr, þurfa kjörnir fulltrúar að standa skil gerða sinna – og sannfæra kjósendur um að þeir séu hæfasti flokkurinn til að takast á við framtíðarverkefni. Umræðan um ákæruna á hendur Geir H. Haarde snýst um ábyrgð. Hún snýst ekki um að kjósendur geti sjálfum sér um kennt þar sem þeir kusu flokk Geirs H. Haarde. Það sem flækir umræðuna enn frekar er að umræðan snýst líka um sanngirni og að Ísland er kunningjasamfélag. Undirliggjandi er spurningin um hvaða sanngirni felist í því að draga hann einan til saka? Í hinu íslenska kunningjasamfélagi getur verið erfitt að greina í umræðunni hvenær er verið að tala um persónu Geirs H. Haarde og hvenær er talað um stjórnmálamanninn Geir H. Haarde. Ákæran er á hendur honum sem stjórnmálamanni, en það er persónan sem mun taka afleiðingum af niðurstöðum dóms, hvort sem hann verður fundinn saklaus eða ekki. Hér er ekki verið að leggja dóm á sekt eða sakleysi Geirs H. Haarde; það mun Landsdómur væntanlega skera úr um. Þessi stutti pistill er eingöngu innlegg í þarfa umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna. Auðveldlega má færa rök fyrir því að betur má gera ef duga skal í íslenskum stjórnmálum, en um leið verður að gæta sanngirni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar