Lýðræði, ábyrgð og sanngirni Eva Heiða Önnudóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda. Umræða af þessu tagi var áberandi fyrir skömmu varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hér tel ég að verið sé að rugla þrennu saman; 1) ábyrgð, 2) að hafa hlotið atkvæði þeirra sem töldu flokkinn vera hæfastan til að leysa úr pólitískum verkefnum og 3) sanngirni. Ábyrgð getur ekki verið annað en að standa skil gerða sinna eftir að gjörningur hefur átt sér stað; jafnvel þó að flokkur hafi hlotið kosningu þeirra sem töldu hann vera best til þess fallinn að takast á við framtíðarverkefni á vettvangi stjórnmála. Það að kjósendur hafi „kosið þetta yfir sig“ er ekki óútfylltur tékki til flokka fyrir þeirra gjörningum eftir kosningar. Í því felst ekki að kjósendur beri ábyrgð á gerðum kjörinna stjórnvalda. Í næstu kosningum, og jafnvel fyrr, þurfa kjörnir fulltrúar að standa skil gerða sinna – og sannfæra kjósendur um að þeir séu hæfasti flokkurinn til að takast á við framtíðarverkefni. Umræðan um ákæruna á hendur Geir H. Haarde snýst um ábyrgð. Hún snýst ekki um að kjósendur geti sjálfum sér um kennt þar sem þeir kusu flokk Geirs H. Haarde. Það sem flækir umræðuna enn frekar er að umræðan snýst líka um sanngirni og að Ísland er kunningjasamfélag. Undirliggjandi er spurningin um hvaða sanngirni felist í því að draga hann einan til saka? Í hinu íslenska kunningjasamfélagi getur verið erfitt að greina í umræðunni hvenær er verið að tala um persónu Geirs H. Haarde og hvenær er talað um stjórnmálamanninn Geir H. Haarde. Ákæran er á hendur honum sem stjórnmálamanni, en það er persónan sem mun taka afleiðingum af niðurstöðum dóms, hvort sem hann verður fundinn saklaus eða ekki. Hér er ekki verið að leggja dóm á sekt eða sakleysi Geirs H. Haarde; það mun Landsdómur væntanlega skera úr um. Þessi stutti pistill er eingöngu innlegg í þarfa umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna. Auðveldlega má færa rök fyrir því að betur má gera ef duga skal í íslenskum stjórnmálum, en um leið verður að gæta sanngirni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Því hefur verið fleygt fram í opinberri umræðu að kjósendur geti sjálfum sér um kennt um það sem illa fer á vettvangi stjórnmála, þar sem þeir kusu „þetta“ yfir sig. Jafnvel eru þessi rök notuð fyrir því að ekki skuli draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, þar sem þeir starfa í umboði sinna kjósenda. Umræða af þessu tagi var áberandi fyrir skömmu varðandi ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hér tel ég að verið sé að rugla þrennu saman; 1) ábyrgð, 2) að hafa hlotið atkvæði þeirra sem töldu flokkinn vera hæfastan til að leysa úr pólitískum verkefnum og 3) sanngirni. Ábyrgð getur ekki verið annað en að standa skil gerða sinna eftir að gjörningur hefur átt sér stað; jafnvel þó að flokkur hafi hlotið kosningu þeirra sem töldu hann vera best til þess fallinn að takast á við framtíðarverkefni á vettvangi stjórnmála. Það að kjósendur hafi „kosið þetta yfir sig“ er ekki óútfylltur tékki til flokka fyrir þeirra gjörningum eftir kosningar. Í því felst ekki að kjósendur beri ábyrgð á gerðum kjörinna stjórnvalda. Í næstu kosningum, og jafnvel fyrr, þurfa kjörnir fulltrúar að standa skil gerða sinna – og sannfæra kjósendur um að þeir séu hæfasti flokkurinn til að takast á við framtíðarverkefni. Umræðan um ákæruna á hendur Geir H. Haarde snýst um ábyrgð. Hún snýst ekki um að kjósendur geti sjálfum sér um kennt þar sem þeir kusu flokk Geirs H. Haarde. Það sem flækir umræðuna enn frekar er að umræðan snýst líka um sanngirni og að Ísland er kunningjasamfélag. Undirliggjandi er spurningin um hvaða sanngirni felist í því að draga hann einan til saka? Í hinu íslenska kunningjasamfélagi getur verið erfitt að greina í umræðunni hvenær er verið að tala um persónu Geirs H. Haarde og hvenær er talað um stjórnmálamanninn Geir H. Haarde. Ákæran er á hendur honum sem stjórnmálamanni, en það er persónan sem mun taka afleiðingum af niðurstöðum dóms, hvort sem hann verður fundinn saklaus eða ekki. Hér er ekki verið að leggja dóm á sekt eða sakleysi Geirs H. Haarde; það mun Landsdómur væntanlega skera úr um. Þessi stutti pistill er eingöngu innlegg í þarfa umræðu um ábyrgð stjórnmálamanna. Auðveldlega má færa rök fyrir því að betur má gera ef duga skal í íslenskum stjórnmálum, en um leið verður að gæta sanngirni.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun