Launamunur kynjanna er mannréttindabrot Védís Guðjónsdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun