Fleiri fréttir

„Andans eigin dóttir“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Hannes Hafstein er 150 ára um þessar mundir. Og eins og öll skáld á öllum tímum á hann við okkur brýn erindi. Við sáum hann í Kiljunni um daginn svífa niður tröppur með þessu settlega göngulagi sem samherjar dýrkuðu en andstæðingar hötuðu. Margir dýrkuðu hann, sumir hötuðu hann og ýmsir hötuðu að dýrka hann.

Samkomulag um harðari aga

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Niðurstaða leiðtogafundar Evrópusambandsins fyrir helgina varð að mörgu leyti önnur en sú sem menn höfðu spáð eða vonazt til.

Að gefnu tilefni

Halldór Jörgensson skrifar

Mér er bæði ljúft og skylt að leiðrétta misskilning sem gætir í grein Bjarna Ákasonar framkvæmdastjóra Epli.is, sem birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 8. desember síðastliðinn.

"Þetta ríður okkur að fullu“ aðferðin

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Það virðast engin takmörk fyrir því hversu langt sérfræðingar geta leitt okkur á tæknisviðinu. Með hugvitið að vopni hafa menn fundið upp tæki sem gera fótalausum kleift að hlaupa á við mestu spretthlaupara, fólki sem er lamað fyrir neðan mitti kleift að ganga um gólf og síðan senda þeir vélmenni til Mars.

Hagar

Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar

Það er gaman að fylgjast með mínu gamla félagi Högum. Hlutafjárútboðið kláraðist núna í vikunni og niðurstaðan er sú að það var fimmföld eftirspurn eftir því sem selt var. Allir helstu lífeyrissjóðir landsins tóku þátt. Vá!

Segjum upp 157 læknum!

Teitur Guðmundsson skrifar

Nýverið var birt skýrsla Boston Consulting Group og úttekt þeirra á heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga sem er aðgengileg á vef Velferðarráðuneytisins. Þar koma fram ýmsar gagnlegar upplýsingar og er vert að hrósa þeim fyrir sín störf sem fóru fram á tiltölulega stuttum tíma en gefa engu að síður ágæta mynd af aðstæðum, vandamálum og tækifærum varðandi heilbrigðisþjónustu þvert yfir landið.

Ísland og ESB

Magnús Halldórsson skrifar

"Nú er að duga eða drepast fyrir Evrópusambandið“ sagði Stephanie Flanders, ritstjóri efnahagsmála hjá breska ríkisútvarpinu BBC, í pistli í vikunni. Ástæðan var leiðtogafundurinn sem fór fram í Brussell á fimmtudag og í gær.

Með kveðju til Barcelona

Oddný Sturludóttir skrifar

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins.

Mannréttindaskrifstofa Íslands og skuggaskýrslur

Margrét Steinarsdóttir skrifar

Í dag, 10. desember, er alþjóðlegi mannréttindadagurinn en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þennan dag árið 1948. Því er ekki úr vegi að fjalla lítillega um þau verkefni sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur með höndum. Mannréttindaskrifstofan er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. Skrifstofan veitir einnig umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum (skuggaskýrslum) til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna (Sþ) og Evrópuráðsins. Skrifstofan kemur einnig fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi, ásamt því að annast útgáfu rita um mannréttindamál, sinna lögfræðiráðgjöf við innflytjendur o.fl.

Hugleiðingar vegna skrifa þjóðgarðsvarðar

Það þarf sennilega lítið til að gleðja mig hugsaði ég þegar ég sat með kaffibollann og ostabrauðið laugardagsmorguninn 29. október síðastliðinn og las grein í Fréttablaðinu eftir Snorra Baldursson þjóðgarðsvörð. Skondinn var hann á köflum þannig að ég náði jafnvel að flissa.

Fimmti flokkurinn

Davíð Þór Jónsson skrifar

Mörgum er uppsigað við hinn svokallaða fjórflokk. En staðreyndin er sú að við búum ekki við fjögurra flokka kerfi, heldur fimm. Fimmti flokkurinn skiptir reglulega um nafn og sjálfsmynd en hann er alltaf athvarf þeirra sem vilja vera partur af kerfinu en finna sig ekki í hinum hólfunum. Fimmti flokkurinn, hvort sem hann heitir Borgaraflokkurinn,

Þögnin um fógetaafmælið

Á mánudag í næstu viku verða liðin þrjú hundruð ár frá fæðingu Skúla Magnússonar landfógeta. Það eru tímamót sem vert hefði verið að minnast á myndarlegan hátt. Hann var einn af stærstu áhrifavöldum í íslenskri sögu og ef til vill sá sem best hefur unnið að efnahagslegri endurreisn samfélagsins.

Ætlum við að hafa eitthvað að segja?

Lára Óskarsdóttir skrifar

Að líta í eigin barm er oft erfiðara en að gagnrýna aðra. Það er hugsanlega ástæða þess að mörg okkar velja að sitja heima frekar en að láta til okkar taka í hinum ýmsu málum, s.s. stjórnmálum. Við kjósendur teljum málefnin eiga það til að fara miður vel í höndum hinna „útvöldu“, sem við teljum oft á tíðum ekki í takt við þjóðfélagið og væntingar okkar hinna.

Ótvíræður árangur

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Ánægjulegt er að nú sér senn fyrir endann á gríðarlega erfiðum árum í rekstri ríkissjóðs Íslands. Á sama tíma berast okkur fréttir um baráttu ríkisstjórna í fjölmörgum ríkjum heimsins fyrir því að koma erfiðum og í senn mikilvægum aðgerðum á sviði ríkisfjármála í framkvæmd. Þessar ríkisstjórnir eru nú margar hverjar í svipaðri stöðu og núverandi ríkisstjórn var í þegar hún tók við í byrjun febrúar 2009 þó mér sé til efs að nánast nokkrar þeirra hafa þurft að glíma við viðlíka aðstæður og komu upp hér á landi.

Lærð ritgerð um dýrbíta

Guðmundur S. Brynjólfsson skrifar

Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur.

Ofbeldi karla: 106 – 4 (2009)

Tryggvi Hallgrímsson skrifar

Kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, eins og annað ofbeldi, er að mestu framið af körlum. Talið er að um 95% alls ofbeldis í heiminum sé framið af karlmönnum. Hagstofa Íslands segir okkur að árið 2009 afplánuðu 110 einstaklingar á Íslandi refsingu vegna manndrápa, kynferðis- og ofbeldisbrota. Af þeim voru 106 karlar og 4 konur. Tölfræði og staðreyndir tala sínu máli og sýna ólíka stöðu karla og kvenna.

Meiri breytingar

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannréttindadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir því að líf án ofbeldis eru mannréttindi. Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi.

Ábyrgðarlaust að auglýsa neyslulán

Viktor A. Guðlaugsson skrifar

Ég veit ekki hvort það eru stundargrið að neysluauglýsingum banka og fjármálafyrirtækja virðist hafa linnt síðust daga. Mér finnst það hinsvegar grafalvarlegt mál ef þær beinast að fólki sem hefur lítið á milli handanna og þarf að fjármagna sinn heimilisrekstur með lánsfé. Að auglýsa neyslulán til kaupa á allt að 10 ára gömlum bílum eða öðrum verðlausum varningi er að mínu mati bæði ábyrgðarlaust og siðferðislega rangt. Auðvitað veltir maður fyrir sér þeirri þversögn stjórnvalda hvernig saman fari að hvetja til einkaneyslu sem auka á hagvöxt á sama tíma og fólk er skattpínt, vextir sparifjáreigenda neikvæðir og útlánavextir háir.

Afgangsfötin umbreytast í hjálpargögn í Sómalíu

Þórir Guðmundsson skrifar

Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almennings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilislausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést skýrar hvernig fatnaður sem almenningur gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á vettvangi hamfara og örbirgðar.

Já-málið

Andri Árnason skrifar

Á Íslandi er bara eitt fyrirtæki sem veitir upplýsingar um símanúmer einstaklinga. Það selur þjónustu sína fyrir meira en þúsund milljónir á ári og enginn getur veitt því samkeppni á þessu sviði. Árið 2009 var hagnaður þess fyrir skatta 281 milljón – 28% af veltu eða 48% arðsemi eigin fjár, samkvæmt upplýsingum frá Frjálsri verslun. Það ár voru fá fyrirtæki á Íslandi sem græddu meira. Þjónustan er dýr enda er það þekkt stef hjá fyrirtækjum með einokunarstöðu á markaði. Þessi aðili er Já Upplýsingaveitur og hér á eftir er sagan af baráttu Miðlunar fyrir að fá að veita ódýrari þjónustu í samkeppni við Já.

Miskunn, vorkunn og verslun

Pawel Bartoszek skrifar

Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta.

Íslenskt eitur: Já takk!

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram réttlæti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okursíðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu.

Stéttaskipting

Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi á undanförnum árum er nokkurs konar vítahringur. Fyrst var lánað takmarkalaust til allra sem vildu og blásin upp fordæmalaus fasteignabóla. Síðan hrundi efnahagslífið, fasteignaverð féll, öll lán hækkuðu og margir sátu fastir með neikvæða eiginfjárstöðu í íbúðum sínum eða voru keyrðir í gegnum alls kyns afskriftarleiðir. Í kjölfarið fengu lánastofnanir á þriðja þúsund fasteignir í fangið sem þær þora ekki að setja á markað. Vegna þess að þá lækkar fasteignaverð. Og þá þarf að taka annan snúning í afskriftum á þeim sem þegar er búið að afskrifa hjá. Þetta ástand hefur blásið upp nýja bólu, en nú á leigumarkaði.

Mikið er gaman að lifa

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Sex ára drengur sat í kirkju á sunnudag. Söngvar aðventunnar og jólaundirbúnings seytluðu inn í vitund hans. Og minnið brást honum ekki, textarnir frá því í fyrra komu úr sálargeymslunni og hann söng með. Barnakórarnir heilluðu líka alla í kirkjunni. Augu drengsins ljómuðu þegar hann sneri sér að mömmu sinni og sagði með barnslegri einlægni: "Mikið er gaman að lifa.“

Gleðin að gefa á degi rauða nefsins

Svanhildur Konráðsdóttir skrifar

Vísdómsorðin sælla er að gefa en þiggja fela í sér falleg og ósvikin sannindi. Að deila með öðrum er gleðilegt og jafnvel bráðskemmtilegt! Þetta er kjarninn í degi rauða nefsins sem fagnað verður á morgun, föstudag. Yfirskrift dagsins er viðeigandi: Skemmtun sem skiptir máli.

Haga hetjur sér karlmannlega?

Inga Dóra Pétursdóttir skrifar

Stórhuga baráttufólk fagnaði á ráðstefnu í Mexíkó árið 1975. Ástæðan var sú að leiðtogar heimsins féllust á kröfur um að vinna markvisst að því að auka jafnrétti kynjanna. Til þess að sýna viljann í verki var komið á fót sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna; UNIFEM, sem átti að vinna að þessu markmiði. Þau voru stórhuga og bjartsýn. UNIFEM voru gefin tíu ár til þess að eyða kynbundnu misrétti. Árið 1985 var markmiðinu þó ekki náð.

Að vera up to date er okkar innsta þrá

Bjarni Ákason skrifar

Tölvukaup opinberra aðila hafa í tvígang með stuttu millibili ratað í fjölmiðla. Í bæði skiptin var um að ræða kaup opinberra aðila á spjaldtölvum sem eru helsta nýjungin sem fram hefur komið í tölvuheimum undanfarin misseri.

Lélegir brandarar

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa einbeitt sér sérstaklega að því að hræra í leikskólakerfi borgarinnar frá því þau tóku við stjórn í fyrra. Enginn málaflokkur á að vera undanskilinn hagræðingu, en reynslan hefur sýnt að hagræðing fylgir fáum aðgerðum meirihlutans. Þeim, sem þekkja til leikskólastarfs í borginni, ofbýður hvað stefnuleysið er algjört.

Málsvörn banntrúarmanns

Egill Óskarsson skrifar

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á.

Orkunotkun bygginga

Jón Sigurðsson skrifar

Gjöfular endurnýjanlegar auðlindir og vistvæn orka, ásamt lágu kolefnisspori (CO2) vegna orkunotkunar bygginga er sérstaða okkar. Raforkuverð er lágt á Íslandi í dag miðað við nágrannalöndin, en allt bendir til að það muni hækka á næstu árum. Því er spurning hver sé efnahagslegur ábati fyrir Íslendinga að leggja í fjárfestingar við að spara orku og eru hagræðingarmöguleikar í orkumálum alltaf fullnýttir?

„Stúlkurnar á Bjargi“ í áfalli vegna „fréttar“ í DV

Í blaðinu DV 26.-27. október er eitthvað sem á að heita frétt. Á forsíðu blaðsins er stór fyrirsögn: „Stúlkur á Bjargi í vændi.“ Á blaðsíðu tíu er fyrirsögnin útskýrð: Að sögn einnar viststúlku fengu stelpurnar á Bjargi að fara út hálftíma á dag. „Það var skúr þarna á bak við og þar reyktum við. Þangað komu reglulega tveir bílar með flottum körlum sem tóku með sér tvær stelpur í hvert skipti.“ Þessi viststúlka lýsir því svona. Áfram heldur frásögn þessarar „heimildarkonu“ blaðsins: „Ég hjálpaði þeim yfir girðinguna svo þær kæmust í bílana. Þetta var eini frjálsi tíminn og kerlingunum datt ekki í hug að þær færu yfir girðinguna. Ég var svo ung og gerði mér enga grein fyrir hvað væri í gangi, þótt þær kæmu til baka með fullt af peningum. Þetta voru virtir menn í samfélaginu,“ segir hún og bætir við að hún eigi kannski eftir að nefna þá á nafn síðar.

Viðsjárverð virkjun

Orri Vigfússon skrifar

Í nýlegri blaðagrein hefur forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, greint frá því að hugmynd þeirra Landsvirkjunarmanna sé að kaupa upp netalagnir og hlunnindi nokkurra bænda við Þjórsá og telur hann sig síðan getað ráðskast með og gjörbreytt öllu vistkerfi Þjórsár. Þetta fullyrði ég að stríði gegn gildandi lögum, reglum og almennu siðferði.

Er ekki kominn tími til að menn útskýri stöðuna?

Hannes Friðriksson skrifar

Fjárhagsáætlun hvers árs er góður mælikvarði á mat þeirra sem hana gera um hvað er mögulegt og hvað ekki. Meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ hefur nú lagt fram fjárhagsáætlun sína fyrir árið 2012. Hún er í senn uppgjör þeirra við níu ára valdatímabil sitt um leið og hún er sýn þeirra á þá framtíð sem þeir hafa byggt upp íbúum Reykjanesbæjar til handa.

Taktu þátt á Betri Reykjavík

Gunnar Grímsson og Viðar Bjarnason skrifar

Fyrir rúmum mánuði opnaði lýðræðisvefurinn Betri Reykjavík í nýrri útgáfu og hefur náð töluverðum vinsældum. Þessi vefsíða býður fólki upp á að koma sínum málum á framfæri til Reykjavíkurborgar með nýstárlegum hætti.

„Segðu frá“

Sigrún Sigurðardóttir skrifar

Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum.

Aukin gæði í kennslu og rannsóknum háskóla

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Þau ánægjulegu tíðindi bárust á sama tíma og haldið var upp á 100 ára afmæli Háskóla Íslands að hann væri á nýjum lista Times yfir 300 bestu háskóla í heimi.

„Ránstannlæknir“ játar…

Gunnar Rósarsson skrifar

…að hann harmar að foreldrar örvænti ef óvænt þarf að sinna tannlækningum barna. …að hann harmar marklausan fréttaflutning um tannlækningar. …að hann undrast tregðu yfirvalda til að greiða fyrir tannlækningar. …að hann er undrandi á að tannlækningar barna á spítala skuli ekki vera greiddar af skattfé hér eins og á hinum Norðurlöndunum.

Bent á lögfestingu Barnasáttmála

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Mikil vakning hefur átt sér stað á þeim árum sem liðin eru frá því að hugtakið einelti var skilgreint. Fyrir þann tíma var einelti allt of viðurkennt. Vissulega var það ekki liðið athugasemdalaust hvar og hvenær sem er en of oft horfði fólk, börn og fullorðnir, upp á einelti með þegjandi samþykki; einelti barna gegn öðrum börnum, kennara gegn nemendum, vinnufélaga gegn samstarfsmönnum og áfram mætti telja.

Verslað eins og fífl

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Verslunarferðir Íslendinga til útlanda eru farnar að valda hérlendum verslunarrekendum höfuðverk. Þetta heyrði ég í fréttunum um daginn en þar kom fram að milli fjögur og fimm þúsund manns hafi meðal annars bókað ferðir til Boston nú fyrir jólin. Ég veit ekkert hvort allir ætli sér eingöngu að versla, en hef þó grun um að flestir kíki í búðir. Allavega er talið að íslenskir kaupmenn verði af milljónum.

Allir vinna – áfram

Daníel Árnason skrifar

Eitt af því jákvæðasta sem komið hefur frá sitjandi ríkisstjórn og skattayfirvöldum gagnvart almenningi er tvímælalaust átaksverkefnið Allir vinna. Það hefur m.a. falist í því að íbúðareigendur sem ráðist hafa í viðhalds- eða byggingarframkvæmdir á húsum sínum eða íbúðum á síðustu tveimur árum hafa notið 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu. Einnig hafa sömu eigendur átt rétt á umtalsverðri lækkun á skattstofni sínum að ákveðnu marki.

"Ég er hjá Strawberries"

Fríða Rós Valdimarsdóttir skrifar

Síðasta sumar var ég á ferð með strætó. Í vagninum voru um tíu manns og fyrir framan mig sat ellefu ára strákur. Þegar við keyrðum fram hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og beygðum inn á Lækjargötu hringdi sími stráksins. Strákurinn svaraði og sagði svo hátt og snjallt, með hálfgerðum sakleysissvip: "Ég er hjá Strawberries.“ Ég vissi ekki hvort ég ætti að byrja að gráta eða hlæja.

Sjá næstu 50 greinar