Mannréttindaskrifstofa Íslands og skuggaskýrslur Margrét Steinarsdóttir skrifar 10. desember 2011 06:00 Í dag, 10. desember, er alþjóðlegi mannréttindadagurinn en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þennan dag árið 1948. Því er ekki úr vegi að fjalla lítillega um þau verkefni sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur með höndum. Mannréttindaskrifstofan er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. Skrifstofan veitir einnig umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum (skuggaskýrslum) til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna (Sþ) og Evrópuráðsins. Skrifstofan kemur einnig fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi, ásamt því að annast útgáfu rita um mannréttindamál, sinna lögfræðiráðgjöf við innflytjendur o.fl. Eins og sjá má eru verkefni Mannréttindaskrifstofunnar afar fjölbreytt og verður ekki gerð grein fyrir þeim svo vel sé í stuttri blaðagrein. Því verður hér aðeins fjallað um einn þátt starfseminnar, þ.e. gerð svokallaðra skuggaskýrslna. Á árinu sem er að líða var Ísland tekið fyrir af Barnaréttarnefnd Sþ og UPR (Universal Periodic Review) sem er nýtt eftirlitskerfi á vegum Sþ. Í því felst að aðildarríki Sþ skoða stöðu mannréttindamála hvert hjá öðru, hrósa því sem jákvætt er, benda á hvað betur má fara og gera tillögur um úrbætur. Enn fremur sótti ECRI nefndin (nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum) Ísland heim. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um skýrslur Mannréttindaskrifstofunnar til þessara eftirlitsaðila. Barnaréttarnefnd Sþ.Mannréttindaskrifstofa Íslands, Barnaheill - Save the Children á Íslandi og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi skiluðu skuggaskýrslu til Barnaréttarnefndar Sþ. Þar var m.a. bent á að talsvert skorti á að skoðunum barna væri gefið vægi á öllum sviðum er snerta þeirra mál, s.s. í skólum, fyrir dómstólum, á heimilum og hjá stjórnsýslustofnunum. Enn fremur var lýst áhyggjum af niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum, stöðu verst settra barnafjölskyldna, börnum með sérþarfir, ungum afbrotamönnum sem vistaðir eru með fullorðnum, brottfalli innflytjendabarna úr skóla og börnum sem verða vitni að ofbeldi eða þurfa að þola ofbeldi, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi. Í athugasemdum sínum tók Barnaréttarnefndin mið af skuggaskýrslunni, ásamt skýrslum umboðsmanns barna og ríkisins. Hvatti nefndin m.a. ríkið til að hafa meginregluna um hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og leitast við að tryggja samþættingu reglunnar á viðeigandi hátt og beita henni stöðugt í öllum laga-, stjórnsýslu- og dómsaðgerðum, sem og í stefnum, áætlunum og verkefnum er varða börn og hafa áhrif á þau. Í tilefni af úttekt Barnaréttarnefndar Sþ og niðurstöðum hennar, hvöttu áðurnefndir höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld m.a. til þess endurnýja aðgerðaáætlun til þess að styrkja stöðu barna og ungmenna og að taka fullt tillit til athugasemda Barnaréttarnefndarinnar við endurnýjun hennar. Stjórnvöld voru einnig hvött til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum núgildandi aðgerðaáætlunar sem enn hafa ekki komið til framkvæmda. UPRMannréttindaskrifstofan skilaði skuggaskýrslu til UPR í eigin nafni og fyrir hönd nokkurra annarra samtaka. Þar var m.a. vikið að ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt, svo og samningum sem hafa ekki verið undirritaðir. Í skýrslunni kom einnig fram að enn skorti á jafnrétti kynjanna, sem m.a. birtist í kynbundnum launamun, fáum konum í stjórnunarstöðum og ekki síst kynbundnu ofbeldi. Var bent á lága tíðni ákæra og sakfellinga í kynferðisbrotamálum gegn konum og börnum. Þá var fjallað um stöðu trú- og lífskoðunarfélaga gagnvart ríkistrúnni. Enn fremur var áhersla lögð á að stjórnvöld þyrftu að marka sér mannréttindastefnu og að setja þyrfti heildstæða almenna löggjöf um bann við mismunun. Þá var fjallað um ástand fangelsismála, skort á rými og vistun ungra fanga og gæsluvarðhaldsfanga með öðrum föngum og bent á niðurskurð hjá lífeyrissjóðum, að ellilífeyrir nægi ekki til framfærslu. Jafnframt var í skýrslunni bent á hátt hlutfall kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar Kvennaathvarfs. Þá var vikið að félagslegum réttindum og fátækt, sérstaklega á meðal barnafjölskyldna, réttindum barna, fatlaðra, innflytjenda o.fl. ECRIMannréttindaskrifstofa Íslands skilaði, ásamt Fjölmenningarsetri, skuggaskýrslu til ECRI nefndarinnar. Þar var m.a. bent á að Ísland hefði ekki fullgilt 12. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, um bann við mismunun. Þá var fjallað um skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar, s.s. íslenskupróf, sem reynst geta afar erfið einstaklingum sem tala tungumál sem eru mjög ólík íslensku. Einnig var bent á skort á forvörnum gegn rasisma og fjallað um aðgang innflytjenda að menntun, þjónustu og atvinnu. Í samantekt þessari hefur verið leitast við að gefa innsýn í skýrslugerð Mannréttindaskrifstofu Íslands til alþjóðlegra eftirlitsstofnana á sviði mannréttinda. Hér er langt í frá um tæmandi talningu á efni framangreindra skýrslna að ræða, en vonandi má ráða tilganginn með gerð skýrslnanna af þeim dæmum sem nefnd eru, þ.e. að veita stjórnvöldum aðhald og knýja á um umbætur þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland tekið fyrir af nefnd sem starfar samkvæmt samningi Sþ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og enn fremur af nefnd sem starfar samkvæmt alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Mannréttindaskrifstofan hefur þegar skilað skuggaskýrslu til hinnar fyrrnefndu og skýrslan til hinnar síðarnefndu er í smíðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. desember, er alþjóðlegi mannréttindadagurinn en Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þennan dag árið 1948. Því er ekki úr vegi að fjalla lítillega um þau verkefni sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur með höndum. Mannréttindaskrifstofan er óháð stofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. Skrifstofan veitir einnig umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum (skuggaskýrslum) til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna (Sþ) og Evrópuráðsins. Skrifstofan kemur einnig fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi, ásamt því að annast útgáfu rita um mannréttindamál, sinna lögfræðiráðgjöf við innflytjendur o.fl. Eins og sjá má eru verkefni Mannréttindaskrifstofunnar afar fjölbreytt og verður ekki gerð grein fyrir þeim svo vel sé í stuttri blaðagrein. Því verður hér aðeins fjallað um einn þátt starfseminnar, þ.e. gerð svokallaðra skuggaskýrslna. Á árinu sem er að líða var Ísland tekið fyrir af Barnaréttarnefnd Sþ og UPR (Universal Periodic Review) sem er nýtt eftirlitskerfi á vegum Sþ. Í því felst að aðildarríki Sþ skoða stöðu mannréttindamála hvert hjá öðru, hrósa því sem jákvætt er, benda á hvað betur má fara og gera tillögur um úrbætur. Enn fremur sótti ECRI nefndin (nefnd Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum) Ísland heim. Hér á eftir verður stuttlega fjallað um skýrslur Mannréttindaskrifstofunnar til þessara eftirlitsaðila. Barnaréttarnefnd Sþ.Mannréttindaskrifstofa Íslands, Barnaheill - Save the Children á Íslandi og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna - UNICEF á Íslandi skiluðu skuggaskýrslu til Barnaréttarnefndar Sþ. Þar var m.a. bent á að talsvert skorti á að skoðunum barna væri gefið vægi á öllum sviðum er snerta þeirra mál, s.s. í skólum, fyrir dómstólum, á heimilum og hjá stjórnsýslustofnunum. Enn fremur var lýst áhyggjum af niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum, stöðu verst settra barnafjölskyldna, börnum með sérþarfir, ungum afbrotamönnum sem vistaðir eru með fullorðnum, brottfalli innflytjendabarna úr skóla og börnum sem verða vitni að ofbeldi eða þurfa að þola ofbeldi, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi. Í athugasemdum sínum tók Barnaréttarnefndin mið af skuggaskýrslunni, ásamt skýrslum umboðsmanns barna og ríkisins. Hvatti nefndin m.a. ríkið til að hafa meginregluna um hagsmuni barnsins ávallt að leiðarljósi og leitast við að tryggja samþættingu reglunnar á viðeigandi hátt og beita henni stöðugt í öllum laga-, stjórnsýslu- og dómsaðgerðum, sem og í stefnum, áætlunum og verkefnum er varða börn og hafa áhrif á þau. Í tilefni af úttekt Barnaréttarnefndar Sþ og niðurstöðum hennar, hvöttu áðurnefndir höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld m.a. til þess endurnýja aðgerðaáætlun til þess að styrkja stöðu barna og ungmenna og að taka fullt tillit til athugasemda Barnaréttarnefndarinnar við endurnýjun hennar. Stjórnvöld voru einnig hvött til að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum núgildandi aðgerðaáætlunar sem enn hafa ekki komið til framkvæmda. UPRMannréttindaskrifstofan skilaði skuggaskýrslu til UPR í eigin nafni og fyrir hönd nokkurra annarra samtaka. Þar var m.a. vikið að ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirritað en ekki fullgilt, svo og samningum sem hafa ekki verið undirritaðir. Í skýrslunni kom einnig fram að enn skorti á jafnrétti kynjanna, sem m.a. birtist í kynbundnum launamun, fáum konum í stjórnunarstöðum og ekki síst kynbundnu ofbeldi. Var bent á lága tíðni ákæra og sakfellinga í kynferðisbrotamálum gegn konum og börnum. Þá var fjallað um stöðu trú- og lífskoðunarfélaga gagnvart ríkistrúnni. Enn fremur var áhersla lögð á að stjórnvöld þyrftu að marka sér mannréttindastefnu og að setja þyrfti heildstæða almenna löggjöf um bann við mismunun. Þá var fjallað um ástand fangelsismála, skort á rými og vistun ungra fanga og gæsluvarðhaldsfanga með öðrum föngum og bent á niðurskurð hjá lífeyrissjóðum, að ellilífeyrir nægi ekki til framfærslu. Jafnframt var í skýrslunni bent á hátt hlutfall kvenna af erlendum uppruna sem leita aðstoðar Kvennaathvarfs. Þá var vikið að félagslegum réttindum og fátækt, sérstaklega á meðal barnafjölskyldna, réttindum barna, fatlaðra, innflytjenda o.fl. ECRIMannréttindaskrifstofa Íslands skilaði, ásamt Fjölmenningarsetri, skuggaskýrslu til ECRI nefndarinnar. Þar var m.a. bent á að Ísland hefði ekki fullgilt 12. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, um bann við mismunun. Þá var fjallað um skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar, s.s. íslenskupróf, sem reynst geta afar erfið einstaklingum sem tala tungumál sem eru mjög ólík íslensku. Einnig var bent á skort á forvörnum gegn rasisma og fjallað um aðgang innflytjenda að menntun, þjónustu og atvinnu. Í samantekt þessari hefur verið leitast við að gefa innsýn í skýrslugerð Mannréttindaskrifstofu Íslands til alþjóðlegra eftirlitsstofnana á sviði mannréttinda. Hér er langt í frá um tæmandi talningu á efni framangreindra skýrslna að ræða, en vonandi má ráða tilganginn með gerð skýrslnanna af þeim dæmum sem nefnd eru, þ.e. að veita stjórnvöldum aðhald og knýja á um umbætur þar sem þeirra er þörf. Á næsta ári verður Ísland tekið fyrir af nefnd sem starfar samkvæmt samningi Sþ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og enn fremur af nefnd sem starfar samkvæmt alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Mannréttindaskrifstofan hefur þegar skilað skuggaskýrslu til hinnar fyrrnefndu og skýrslan til hinnar síðarnefndu er í smíðum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun