Með kveðju til Barcelona Oddný Sturludóttir skrifar 10. desember 2011 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Það er skýr pólitískur munur á stefnu flokkanna í leikskólamálum. Núverandi meirihluti hefur hagrætt verulega lítið í leikskólum borgarinnar síðan hann tók við vorið 2010 og vill kappkosta að tryggja börnum á öðru aldursári leikskóladvöl með síauknum framlögum til leikskólanna. Í formannstíð Þorbjargar Helgu í leikskólaráði var hagrætt verulega mikið á leikskólasviði, eða um rúm 12% á tveimur árum. Síðan nýr meirihluti tók við hefur hagræðingin verið rúmlega 2%. Einnig er rangt sem kemur fram í greininni, að fjármagn til fæðis leikskólabarna sé að lækka. Hið rétta er að það verður 18% hærra á næsta ári en kemur fram í greininni, eins er aukið fjármagn til leikskólanna vegna afleysinga, starfsþróunar og samstarfsverkefna og fleiri þátta. Ólíkar og ódýrar lausnir Þorbjargar HelguEftir kosningar hefur Þorbjörg Helga aðallega haldið uppi gagnrýni á þá stefnu okkar að tryggja stórum árgöngum leikskólapláss. Heldur hefði hún viljað að borgin legði áherslu á „ólíkar og ódýrar lausnir“ svo gripið sé niður í ársgamlar bókanir. Þar segir orðrétt: „Að lokum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það vera ranga nálgun, nú þegar að fjölgun yngstu barna er gríðarlega mikil, að afnema þjónustutryggingu, sem þann kost að styðja foreldra í að finna sér sjálf úrræði fyrir yngstu börnin. Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að umræðu skorti, áþreifanlega, bæði í menntaráði og við foreldra og kennara um ólíkar og ódýrari lausnir við að leysa aukna kröfu um miklu meiri þörf á þjónustu við yngstu börnin.“ Og í umræðum í borgarstjórn var þessum orðum fleygt: „Það er vonandi að borgin geti mætt öllum börnum sem þurfa leikskólapláss haustið 2011 en fullyrða má að þessar ákvarðanir, að þetta sé trygging á leikskólapláss, sé bæði dýrasta leiðin sem hægt er að fara til að þjónusta þessi börn og sú erfiðasta.“ Dýrt og erfitt, já. En gerlegt.Svo mörg voru þau orð. Gefumst upp við fjölgun leikskólaplássa og borgum frekar foreldrum 20.000 króna heimgreiðslu á mánuði svo þeir geti reddað sér sjálfir. Til allrar hamingju fyrir reykvíska foreldra komst Sjálfstæðisflokkur ekki í meirihluta vorið 2010. Við höfum nú tryggt leikskólapláss fyrir stærstu árganga sem fæðst hafa í Reykjavík, það var flókið og kostnaðarsamt og ekkert verkefni hefur fengið jafnmikla athygli hjá okkur í borgarstjórn á árinu. En það er okkar stefna í leikskólamálum og það var þess virði. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks er hins vegar sú að börn geti rétt eins hafið leikskólagöngu á þriðja aldursári og foreldrar geti brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu með 20.000 króna heimgreiðslu. Það er líka stefna okkar að reyna eins og kostur er að hagræða í miðlægri stjórnsýslu, með endurskipulagningu í yfirstjórn, betri nýtingu húsnæðis og stjórnkerfisbreytingum. Þorbjörg Helga gerir lítið úr þeirri hagræðingu sem náðst hefur með þessu móti og það er sérkennilegt. Vissulega erum við að hagræða minna en hún sjálf gerði, en það er líka okkar stefna að verja skólastarf eins og kostur er. Við erum nú að uppskera eins og sáð var til, við höfum skapað fjárhagslegt svigrúm með sameiningum og betri nýtingu húsnæðis sem er nauðsynlegt til að halda úti góðu og metnaðarfullu skólastarfi – og fjölga leikskólaplássum verulega. Skarpar línurSjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu mjög skýra, lækkun skatta. Gott og vel. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef ekki á að fara þá leið að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli borgarbúa með fullnýtingu útsvars þá verður að grípa til meiri niðurskurðar og meiri gjaldskrárhækkana. Enda hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir margoft sagt að það sé miklu, miklu meira hægt að sækja með niðurskurði inn í borgarkerfið. Aldrei hefur hún reyndar sagt nákvæmlega hvar þá miklu sjóði er að finna sem hægt er að skera niður, en sannfærð er hún um tilvist þeirra. Okkar pólitíkÞað er jákvætt að hafa skarpar línur milli stjórnmálaflokka í borgarmálum. Leikskólamál eru rammpólitískt viðfangsefni. Þau snúast um að mæta raunverulegum þörfum fjölskyldna og barna og að hafa kjark til að forgangsraða í þágu þeirra. Og það er okkar pólitík. Ef Þorbjörg Helga þarf einhverjar frekari skýringar á forgangsröðun okkar sem erum við stjórnvölinn í Reykjavík er henni velkomið að hringja í mig frá Barcelona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um leikskólamál frá Barcelona, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar sakar hún borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík um stefnuleysi í leikskólamálum. En hún gleymir að minnast á sína eigin stefnu. Ég mun því rifja hana upp ásamt því að fara yfir stefnu Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Það er skýr pólitískur munur á stefnu flokkanna í leikskólamálum. Núverandi meirihluti hefur hagrætt verulega lítið í leikskólum borgarinnar síðan hann tók við vorið 2010 og vill kappkosta að tryggja börnum á öðru aldursári leikskóladvöl með síauknum framlögum til leikskólanna. Í formannstíð Þorbjargar Helgu í leikskólaráði var hagrætt verulega mikið á leikskólasviði, eða um rúm 12% á tveimur árum. Síðan nýr meirihluti tók við hefur hagræðingin verið rúmlega 2%. Einnig er rangt sem kemur fram í greininni, að fjármagn til fæðis leikskólabarna sé að lækka. Hið rétta er að það verður 18% hærra á næsta ári en kemur fram í greininni, eins er aukið fjármagn til leikskólanna vegna afleysinga, starfsþróunar og samstarfsverkefna og fleiri þátta. Ólíkar og ódýrar lausnir Þorbjargar HelguEftir kosningar hefur Þorbjörg Helga aðallega haldið uppi gagnrýni á þá stefnu okkar að tryggja stórum árgöngum leikskólapláss. Heldur hefði hún viljað að borgin legði áherslu á „ólíkar og ódýrar lausnir“ svo gripið sé niður í ársgamlar bókanir. Þar segir orðrétt: „Að lokum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það vera ranga nálgun, nú þegar að fjölgun yngstu barna er gríðarlega mikil, að afnema þjónustutryggingu, sem þann kost að styðja foreldra í að finna sér sjálf úrræði fyrir yngstu börnin. Að auki telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að umræðu skorti, áþreifanlega, bæði í menntaráði og við foreldra og kennara um ólíkar og ódýrari lausnir við að leysa aukna kröfu um miklu meiri þörf á þjónustu við yngstu börnin.“ Og í umræðum í borgarstjórn var þessum orðum fleygt: „Það er vonandi að borgin geti mætt öllum börnum sem þurfa leikskólapláss haustið 2011 en fullyrða má að þessar ákvarðanir, að þetta sé trygging á leikskólapláss, sé bæði dýrasta leiðin sem hægt er að fara til að þjónusta þessi börn og sú erfiðasta.“ Dýrt og erfitt, já. En gerlegt.Svo mörg voru þau orð. Gefumst upp við fjölgun leikskólaplássa og borgum frekar foreldrum 20.000 króna heimgreiðslu á mánuði svo þeir geti reddað sér sjálfir. Til allrar hamingju fyrir reykvíska foreldra komst Sjálfstæðisflokkur ekki í meirihluta vorið 2010. Við höfum nú tryggt leikskólapláss fyrir stærstu árganga sem fæðst hafa í Reykjavík, það var flókið og kostnaðarsamt og ekkert verkefni hefur fengið jafnmikla athygli hjá okkur í borgarstjórn á árinu. En það er okkar stefna í leikskólamálum og það var þess virði. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks er hins vegar sú að börn geti rétt eins hafið leikskólagöngu á þriðja aldursári og foreldrar geti brúað bilið milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu með 20.000 króna heimgreiðslu. Það er líka stefna okkar að reyna eins og kostur er að hagræða í miðlægri stjórnsýslu, með endurskipulagningu í yfirstjórn, betri nýtingu húsnæðis og stjórnkerfisbreytingum. Þorbjörg Helga gerir lítið úr þeirri hagræðingu sem náðst hefur með þessu móti og það er sérkennilegt. Vissulega erum við að hagræða minna en hún sjálf gerði, en það er líka okkar stefna að verja skólastarf eins og kostur er. Við erum nú að uppskera eins og sáð var til, við höfum skapað fjárhagslegt svigrúm með sameiningum og betri nýtingu húsnæðis sem er nauðsynlegt til að halda úti góðu og metnaðarfullu skólastarfi – og fjölga leikskólaplássum verulega. Skarpar línurSjálfstæðisflokkurinn hefur eina stefnu mjög skýra, lækkun skatta. Gott og vel. En það verður ekki bæði sleppt og haldið. Ef ekki á að fara þá leið að dreifa byrðunum á sanngjarnan hátt milli borgarbúa með fullnýtingu útsvars þá verður að grípa til meiri niðurskurðar og meiri gjaldskrárhækkana. Enda hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir margoft sagt að það sé miklu, miklu meira hægt að sækja með niðurskurði inn í borgarkerfið. Aldrei hefur hún reyndar sagt nákvæmlega hvar þá miklu sjóði er að finna sem hægt er að skera niður, en sannfærð er hún um tilvist þeirra. Okkar pólitíkÞað er jákvætt að hafa skarpar línur milli stjórnmálaflokka í borgarmálum. Leikskólamál eru rammpólitískt viðfangsefni. Þau snúast um að mæta raunverulegum þörfum fjölskyldna og barna og að hafa kjark til að forgangsraða í þágu þeirra. Og það er okkar pólitík. Ef Þorbjörg Helga þarf einhverjar frekari skýringar á forgangsröðun okkar sem erum við stjórnvölinn í Reykjavík er henni velkomið að hringja í mig frá Barcelona.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar