Gleðin að gefa á degi rauða nefsins Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 8. desember 2011 06:00 Vísdómsorðin sælla er að gefa en þiggja fela í sér falleg og ósvikin sannindi. Að deila með öðrum er gleðilegt og jafnvel bráðskemmtilegt! Þetta er kjarninn í degi rauða nefsins sem fagnað verður á morgun, föstudag. Yfirskrift dagsins er viðeigandi: Skemmtun sem skiptir máli. Aðalmarkmið dags rauða nefsins er að hvetja Íslendinga til að ganga til liðs við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og gerast heimsforeldrar. Að vera foreldri er líklega eitt gleðilegasta og mest gefandi hlutverk sem okkur auðnast að leika í lífinu. Því fylgir einnig mikil ábyrgð; að elska og vernda barn sem er varnarlaust, að leiðbeina og hafa áhrif til góðs; veita stuðning í blíðu og stríðu á vegferðinni um veröld sem stundum er viðsjárverð. Heimsforeldrar hafa þessu sama hlutverki að gegna – en á heimsvísu. Með mánaðarlegum stuðningi sínum vinna mörg þúsund heimsforeldrar á Íslandi að því í samstarfi við UNICEF að næra, vernda og styðja milljónir varnarlausra barna víða um heiminn. Frá heimili þínu á Íslandi hefur þú tækifæri til að gefa; taka virkan þátt í að hjálpa milljónum barna sem búa við fátækt, stríð og heilsuleysi. Slík gjöf er mikill gleðigjafi, bæði þeim sem þiggur og þeim sem gefur. Fjölmargt listafólk hefur þegar lagt UNICEF lið og unnið í sjálfboðavinnu við að búa til skemmti- og söfnunarþátt sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð 2 annað kvöld. Meðan á dagskránni stendur gefst öllum kostur á að ganga til liðs við þá fjölmörgu Íslendinga sem þegar hafa gerst heimsforeldrar. Íslendingar hafa sem þjóð sýnt að við eigum til mikla gjafmildi og erum reiðubúin að leggja góðu málefni lið þegar eftir því er kallað. Við vonum innilega að sem flestir svari þessu brýna kalli annað kvöld, á degi rauða nefsins, um leið og við njótum einstakrar dagskrár – skemmtunar sem skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vísdómsorðin sælla er að gefa en þiggja fela í sér falleg og ósvikin sannindi. Að deila með öðrum er gleðilegt og jafnvel bráðskemmtilegt! Þetta er kjarninn í degi rauða nefsins sem fagnað verður á morgun, föstudag. Yfirskrift dagsins er viðeigandi: Skemmtun sem skiptir máli. Aðalmarkmið dags rauða nefsins er að hvetja Íslendinga til að ganga til liðs við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og gerast heimsforeldrar. Að vera foreldri er líklega eitt gleðilegasta og mest gefandi hlutverk sem okkur auðnast að leika í lífinu. Því fylgir einnig mikil ábyrgð; að elska og vernda barn sem er varnarlaust, að leiðbeina og hafa áhrif til góðs; veita stuðning í blíðu og stríðu á vegferðinni um veröld sem stundum er viðsjárverð. Heimsforeldrar hafa þessu sama hlutverki að gegna – en á heimsvísu. Með mánaðarlegum stuðningi sínum vinna mörg þúsund heimsforeldrar á Íslandi að því í samstarfi við UNICEF að næra, vernda og styðja milljónir varnarlausra barna víða um heiminn. Frá heimili þínu á Íslandi hefur þú tækifæri til að gefa; taka virkan þátt í að hjálpa milljónum barna sem búa við fátækt, stríð og heilsuleysi. Slík gjöf er mikill gleðigjafi, bæði þeim sem þiggur og þeim sem gefur. Fjölmargt listafólk hefur þegar lagt UNICEF lið og unnið í sjálfboðavinnu við að búa til skemmti- og söfnunarþátt sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð 2 annað kvöld. Meðan á dagskránni stendur gefst öllum kostur á að ganga til liðs við þá fjölmörgu Íslendinga sem þegar hafa gerst heimsforeldrar. Íslendingar hafa sem þjóð sýnt að við eigum til mikla gjafmildi og erum reiðubúin að leggja góðu málefni lið þegar eftir því er kallað. Við vonum innilega að sem flestir svari þessu brýna kalli annað kvöld, á degi rauða nefsins, um leið og við njótum einstakrar dagskrár – skemmtunar sem skiptir máli.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun