Orkunotkun bygginga Jón Sigurðsson skrifar 8. desember 2011 06:00 Gjöfular endurnýjanlegar auðlindir og vistvæn orka, ásamt lágu kolefnisspori (CO2) vegna orkunotkunar bygginga er sérstaða okkar. Raforkuverð er lágt á Íslandi í dag miðað við nágrannalöndin, en allt bendir til að það muni hækka á næstu árum. Því er spurning hver sé efnahagslegur ábati fyrir Íslendinga að leggja í fjárfestingar við að spara orku og eru hagræðingarmöguleikar í orkumálum alltaf fullnýttir? Í heildstæðri orkustefnu fyrir Ísland er markmið sett fram um að raforkuverð færist nær því sem þekkist á meginlandsmörkuðum Evrópu og einnig er spáð að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum, svo eftir einhverju verður að slægjast. Jarðvarminn er einnig okkar sérstaða og er ódýr í samanburði við kyndingarkostnað Evrópuríkja, þar sem notuð eru t.d. kol, gas og kjarnorka sem er bæði óvistvæn orka og veldur útblæstri gróðurhúsalofttegunda (CO2). Lög, reglur og staðlar varðandi orkunotkunLjóst er að okkur vantar reglur, staðla og viðmið hvað varðar orkunotkun og nýtingu. Í gildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 er gerð krafa um U-gildi (W/m²K) og varmaeinangrun, en það er mat sérfræðinga að kröfur byggingarreglugerðar í dag eru þegar of strangar fyrir Reykjavíkursvæðið (endurborgunartími of langur) og er það að bera í bakkafullan lækinn að auka við þessa kröfu. Það vantar rannsóknir og samræmingu auk þess er þekkingarskortur á arðsömum aðgerðum. Eitt af markmiðum nýrra mannvirkjalaga nr. 160/2010 er; „að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga“ og í yfirlýstum markmiðum Alþingis við endurskoðun byggingareglugerðar 2011 segir: „Markmiðið er framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun.“ En því miður er ekki farið eftir þessum markmiðum og er aukin krafa um einangrun bygginga þ.e. U-gildi (W/m²K) eina aðgerðin til vistvænna framfara og bættrar orkunýtingar, þó svo að hagkvæmisútreikningar sýna að það sé ekki að skila tilætluðum árangri. Iðnaðarráðuneytið hefur nú til skoðunar nýja tilskipun Evrópusambandsins um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU), en væntanlega munu íslensk stjórnvöld sækja um undanþágu frá því regluverki þrátt fyrir að núverandi og nýsamþykkt lög (Lög um mannvirki nr. 160/2010) er varða skipulag og mannvirki, geri auknar kröfur í átt til sjálfbærrar þróunar. Þar vega þungt ákveðin hagnaðarrök þar sem auknar aðgerðir í átt til orkusparnaðar eru ekki talin góð fjárfesting eins og staðan er í dag. Það eru litlar tengingar milli tilskipunar Evrópusambandsins (Directive 2010/31/EU) við nýja og endurskoðaða byggingarreglugerð, þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbæra þróun og góða orkunýtingu við rekstur bygginga. Í stuttu máli sagt þá er iðnaðarráðuneytið sem er umsagnaraðili tilskipunar Evrópusambandsins um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU) ekki í takt við sérfræðinga umhverfisráðuneytisins sem vinna við smíði nýrrar byggingarreglugerðar. Eins og áður kemur fram þá eru það vafasamar tillögur umhverfisráðuneytisins um enn meiri einangrun bygginga, sem telst þó óarðsöm aðgerð og mun hækka byggingarkostnað og auka enn frekari álögur á byggingar- og framkvæmdaaðila á Íslandi. Vistvæn og bætt hönnun, skoðun á líftímakostnaði(LCC)Á síðustu árum eru tæknimenn og fjárfestar farnir að gefa meiri gaum að heildarmyndinni í framkvæmdum og mannvirkjagerð með hönnunarstjórnun og skoðun á líftímakostnaði (LCC). Framkvæmda- og rekstraraðilar og eigendur fasteigna eru farnir að átta sig á því að eitt er að byggja og annað er að reka mannvirkið til fjölda ára. Að vanda undirbúninginn í skipulagi, hönnun og framkvæmd skilar sér í minna viðhaldi og lægri rekstrarkostnaði allan líftímann. Vistvæn hönnun varðandi orku gengur út á m.a. að setja viðmið um hámarksorkunotkun byggingarinnar, leggja áherslu á notendastýringu og gera ráð fyrir mælum og/eða hússtjórnarkerfum til að fylgjast með orkunotkun. Markmiðin með vistvænni hönnun er ekki aðeins að hvetja til hagkvæmari reksturs mannvirkja allan líftímann heldur einnig heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur og að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma. Myndin sem fylgir sýnir myndrænt hvernig hærri upphaflegur fjárfestingarkostnaður skilar sér í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði og förgun í lok líftímans þ.e. „frá vöggu til grafar“. Niðurstaða hagkvæmisútreikninga sýna að vistvæn framleiðsla skilar sér í lægri heildarlíftímakostnaði heldur en hefðbundin framleiðsla. Það þarf því að nota viðurkennda aðferðarfræði til að finna út hvernig það kemur út fyrir íslenska framleiðslu og mannvirki að innleiða þessar vistvænu áherslur og áhrif þeirra á orkunotkun með greiningu á heildarlíftímakostnaði. Þó svo að við búum við ódýra orku miðað við nágrannaþjóðir okkar þá er full ástæða til að fara vel með. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að ala með sér vistvænar áherslur, sjálfbæra þróun og stuðla að góðri orkunýtingu, enda eru orkuauðlindir okkar ekki óþrjótandi og rétt að hugsa til komandi kynslóða. Allt þarf þó að vera innan viðunandi skynsemis- og arðsemismarka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Gjöfular endurnýjanlegar auðlindir og vistvæn orka, ásamt lágu kolefnisspori (CO2) vegna orkunotkunar bygginga er sérstaða okkar. Raforkuverð er lágt á Íslandi í dag miðað við nágrannalöndin, en allt bendir til að það muni hækka á næstu árum. Því er spurning hver sé efnahagslegur ábati fyrir Íslendinga að leggja í fjárfestingar við að spara orku og eru hagræðingarmöguleikar í orkumálum alltaf fullnýttir? Í heildstæðri orkustefnu fyrir Ísland er markmið sett fram um að raforkuverð færist nær því sem þekkist á meginlandsmörkuðum Evrópu og einnig er spáð að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum, svo eftir einhverju verður að slægjast. Jarðvarminn er einnig okkar sérstaða og er ódýr í samanburði við kyndingarkostnað Evrópuríkja, þar sem notuð eru t.d. kol, gas og kjarnorka sem er bæði óvistvæn orka og veldur útblæstri gróðurhúsalofttegunda (CO2). Lög, reglur og staðlar varðandi orkunotkunLjóst er að okkur vantar reglur, staðla og viðmið hvað varðar orkunotkun og nýtingu. Í gildandi byggingarreglugerð nr. 441/1998 er gerð krafa um U-gildi (W/m²K) og varmaeinangrun, en það er mat sérfræðinga að kröfur byggingarreglugerðar í dag eru þegar of strangar fyrir Reykjavíkursvæðið (endurborgunartími of langur) og er það að bera í bakkafullan lækinn að auka við þessa kröfu. Það vantar rannsóknir og samræmingu auk þess er þekkingarskortur á arðsömum aðgerðum. Eitt af markmiðum nýrra mannvirkjalaga nr. 160/2010 er; „að stuðla að góðri orkunýtingu við rekstur bygginga“ og í yfirlýstum markmiðum Alþingis við endurskoðun byggingareglugerðar 2011 segir: „Markmiðið er framsæknasta byggingarreglugerð á Norðurlöndum hvað varðar sjálfbæra þróun.“ En því miður er ekki farið eftir þessum markmiðum og er aukin krafa um einangrun bygginga þ.e. U-gildi (W/m²K) eina aðgerðin til vistvænna framfara og bættrar orkunýtingar, þó svo að hagkvæmisútreikningar sýna að það sé ekki að skila tilætluðum árangri. Iðnaðarráðuneytið hefur nú til skoðunar nýja tilskipun Evrópusambandsins um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU), en væntanlega munu íslensk stjórnvöld sækja um undanþágu frá því regluverki þrátt fyrir að núverandi og nýsamþykkt lög (Lög um mannvirki nr. 160/2010) er varða skipulag og mannvirki, geri auknar kröfur í átt til sjálfbærrar þróunar. Þar vega þungt ákveðin hagnaðarrök þar sem auknar aðgerðir í átt til orkusparnaðar eru ekki talin góð fjárfesting eins og staðan er í dag. Það eru litlar tengingar milli tilskipunar Evrópusambandsins (Directive 2010/31/EU) við nýja og endurskoðaða byggingarreglugerð, þrátt fyrir fögur fyrirheit um sjálfbæra þróun og góða orkunýtingu við rekstur bygginga. Í stuttu máli sagt þá er iðnaðarráðuneytið sem er umsagnaraðili tilskipunar Evrópusambandsins um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU) ekki í takt við sérfræðinga umhverfisráðuneytisins sem vinna við smíði nýrrar byggingarreglugerðar. Eins og áður kemur fram þá eru það vafasamar tillögur umhverfisráðuneytisins um enn meiri einangrun bygginga, sem telst þó óarðsöm aðgerð og mun hækka byggingarkostnað og auka enn frekari álögur á byggingar- og framkvæmdaaðila á Íslandi. Vistvæn og bætt hönnun, skoðun á líftímakostnaði(LCC)Á síðustu árum eru tæknimenn og fjárfestar farnir að gefa meiri gaum að heildarmyndinni í framkvæmdum og mannvirkjagerð með hönnunarstjórnun og skoðun á líftímakostnaði (LCC). Framkvæmda- og rekstraraðilar og eigendur fasteigna eru farnir að átta sig á því að eitt er að byggja og annað er að reka mannvirkið til fjölda ára. Að vanda undirbúninginn í skipulagi, hönnun og framkvæmd skilar sér í minna viðhaldi og lægri rekstrarkostnaði allan líftímann. Vistvæn hönnun varðandi orku gengur út á m.a. að setja viðmið um hámarksorkunotkun byggingarinnar, leggja áherslu á notendastýringu og gera ráð fyrir mælum og/eða hússtjórnarkerfum til að fylgjast með orkunotkun. Markmiðin með vistvænni hönnun er ekki aðeins að hvetja til hagkvæmari reksturs mannvirkja allan líftímann heldur einnig heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur og að hvetja til betri umhverfisstjórnunar á verktíma. Myndin sem fylgir sýnir myndrænt hvernig hærri upphaflegur fjárfestingarkostnaður skilar sér í lægri viðhalds- og rekstrarkostnaði og förgun í lok líftímans þ.e. „frá vöggu til grafar“. Niðurstaða hagkvæmisútreikninga sýna að vistvæn framleiðsla skilar sér í lægri heildarlíftímakostnaði heldur en hefðbundin framleiðsla. Það þarf því að nota viðurkennda aðferðarfræði til að finna út hvernig það kemur út fyrir íslenska framleiðslu og mannvirki að innleiða þessar vistvænu áherslur og áhrif þeirra á orkunotkun með greiningu á heildarlíftímakostnaði. Þó svo að við búum við ódýra orku miðað við nágrannaþjóðir okkar þá er full ástæða til að fara vel með. Það er þjóðfélagslega hagkvæmt að ala með sér vistvænar áherslur, sjálfbæra þróun og stuðla að góðri orkunýtingu, enda eru orkuauðlindir okkar ekki óþrjótandi og rétt að hugsa til komandi kynslóða. Allt þarf þó að vera innan viðunandi skynsemis- og arðsemismarka.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar