Haga hetjur sér karlmannlega? Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 8. desember 2011 06:00 Stórhuga baráttufólk fagnaði á ráðstefnu í Mexíkó árið 1975. Ástæðan var sú að leiðtogar heimsins féllust á kröfur um að vinna markvisst að því að auka jafnrétti kynjanna. Til þess að sýna viljann í verki var komið á fót sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna; UNIFEM, sem átti að vinna að þessu markmiði. Þau voru stórhuga og bjartsýn. UNIFEM voru gefin tíu ár til þess að eyða kynbundnu misrétti. Árið 1985 var markmiðinu þó ekki náð. Þrjátíu og fimm árum síðar var aftur fagnað. Ástæðan var sú að ráðamenn heimsins urðu við kröfum baráttufólks um allan heim um að setja á fót fjárhagslega sterka stofnun innan SÞ sem hefði það hlutverk að uppræta kynjamismunun um heim allan; UN Women. Krafan kom þó ekki til af því að ekkert hefði áunnist með starfi UNIFEM. Reyndar er árangur UNIFEM nánast ótrúlegur. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Sameinuðu þjóðirnar settu aðeins eitt prósent af heildarfjármagni sínu í að leiðrétta árhundraða mismunun kynjanna. Eitt prósent. En peningar eru ekki allt, þó að þeir skipti máli. Í gegnum tíðina hafa ótal margar hetjur hætt lífi sínu í baráttu fyrir því sem við lítum á í dag sem sjálfsögð mannréttindi. Öll vitum við hvaða áhrif Susan B. Anthony, Rosa Parks, Aung San Suu Kyi og Wangari Maathai hafa haft. Færri þekkja sögu Mirabel-systranna frá Dóminíska lýðveldinu. Systurnar fjórar voru fremstar í fylkingu í baráttu gegn einræðisherranum Rafaelo Trujillo sem stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjá áratugi. Þrátt fyrir pyntingar og fangelsisvist héldu systurnar baráttunni ótrauðar áfram þar til Minerva, Patricia og Antonia voru myrtar á hrottafullan hátt þann 25. nóvember 1960. Belgica systir þeirra lifði árásina af og heldur minningu þeirra systra á lofti. Árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er haldið alþjóðlega á dánardegi systranna. Þær eru mun fleiri kvenhetjurnar sem við fáum sjaldnast fregnir af. Dr. Hawa Abdi stóð keik fyrir framan ógnandi uppreisnarmenn á griðastað fyrir konur og börn sem hún starfrækir í heimalandi sínu Sómalíu, sem talið er eitt hættulegasta land í heimi. Uppreisnarmennirnir hörfuðu. Stuttu áður var Aisha Ibrahim, 13 ára samlandi hennar, grýtt til bana. Aftakan var hegning fyrir að hafa verið nauðgað af þremur mönnum. Chhaen býr í Kambódíu og á fjögur börn. Hún er afmynduð í andliti og á líkama eftir að svili hennar kastaði á hana sýru. Ástæðan? Hún hótaði að kæra hann til lögreglu fyrir að hafa selt sína eigin dóttur. Í dag berst Chhaen ásamt öðrum fórnarlömbum sýruárása fyrir þyngri refsingum fyrir slíka glæpi. Annað dæmi: Í Brasilíu er nú hart tekið á heimilisofbeldi fyrir tilstilli 20 ára baráttu Maríu de Penha. Fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi í áraraðir og hún er lömuð fyrir neðan mitti eftir skotárás hans. María barðist við dómskerfið í tuttugu ár til að fá hann dæmdan. Það tókst, þótt hann hafi einungis fengið tveggja ára dóm. En vegna óbilandi baráttu Maríu geta konur sem verða fyrir ofbeldi eiginmanns nú leitað réttar síns í Brasilíu. Ofangreindar konur eru allar hetjur. Á íslensku er orðið hetja kvenkyns og það er kynlega öfugsnúið að samkvæmt orðabók er hetja skilgreind sem „kappi, hraustmenni“. Merking þess að „bera sig hetjulega“ er sögð sú að haga sér „karlmannlega“. Rosa Parks, Aung San Suu Kyi, Minerva-systurnar, dr. Hawa Abdi, Aisha Ibrahim, Chhaen og Maria de Penha eru allar hetjur sem hafa barist gegn kúgun og ofbeldi karla. Þær eru hetjur – en ekki í merkingunni að þær beri sig karlmannlega eða að þær séu kappar. Þessar konur, ásamt þeim hundruð þúsunda kvenna sem hætta lífi sínu í baráttu fyrir réttindum sínum á hverjum degi eru (án nokkurs kynlegs öfugsnúnings) sannar hetjur, konur afreksdáða. Ef þú hefur stundum velt fyrir þér hvernig þú getir lagt þitt af mörkum til að skapa réttlátari heim þá er nú tækifæri til að koma þeim hugleiðingum í framkvæmd. Með því að hlusta á reynslusögur kvenna, miðla þeim áfram, fara í kröfugöngur og skrifa greinar getum við þrýst á stjórnvöld og vakið athygli á því að við líðum ekki lengur að málefni kvenna séu sett neðst á forgangslista þeirra. Ríkisstjórnir heimsins hafa stofnað UN Women og ljáð okkur með því tækifæri til að láta til okkar taka. Nýtum þetta tækifæri! Starfsfólk UN Women, grasrótarsamtök, kvennahreyfingar, friðarhreyfingar og mannréttindasamtök eru sem fyrr vopnuð kjarki, hugsjón og ástríðu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Stórhuga baráttufólk fagnaði á ráðstefnu í Mexíkó árið 1975. Ástæðan var sú að leiðtogar heimsins féllust á kröfur um að vinna markvisst að því að auka jafnrétti kynjanna. Til þess að sýna viljann í verki var komið á fót sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna; UNIFEM, sem átti að vinna að þessu markmiði. Þau voru stórhuga og bjartsýn. UNIFEM voru gefin tíu ár til þess að eyða kynbundnu misrétti. Árið 1985 var markmiðinu þó ekki náð. Þrjátíu og fimm árum síðar var aftur fagnað. Ástæðan var sú að ráðamenn heimsins urðu við kröfum baráttufólks um allan heim um að setja á fót fjárhagslega sterka stofnun innan SÞ sem hefði það hlutverk að uppræta kynjamismunun um heim allan; UN Women. Krafan kom þó ekki til af því að ekkert hefði áunnist með starfi UNIFEM. Reyndar er árangur UNIFEM nánast ótrúlegur. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Sameinuðu þjóðirnar settu aðeins eitt prósent af heildarfjármagni sínu í að leiðrétta árhundraða mismunun kynjanna. Eitt prósent. En peningar eru ekki allt, þó að þeir skipti máli. Í gegnum tíðina hafa ótal margar hetjur hætt lífi sínu í baráttu fyrir því sem við lítum á í dag sem sjálfsögð mannréttindi. Öll vitum við hvaða áhrif Susan B. Anthony, Rosa Parks, Aung San Suu Kyi og Wangari Maathai hafa haft. Færri þekkja sögu Mirabel-systranna frá Dóminíska lýðveldinu. Systurnar fjórar voru fremstar í fylkingu í baráttu gegn einræðisherranum Rafaelo Trujillo sem stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjá áratugi. Þrátt fyrir pyntingar og fangelsisvist héldu systurnar baráttunni ótrauðar áfram þar til Minerva, Patricia og Antonia voru myrtar á hrottafullan hátt þann 25. nóvember 1960. Belgica systir þeirra lifði árásina af og heldur minningu þeirra systra á lofti. Árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er haldið alþjóðlega á dánardegi systranna. Þær eru mun fleiri kvenhetjurnar sem við fáum sjaldnast fregnir af. Dr. Hawa Abdi stóð keik fyrir framan ógnandi uppreisnarmenn á griðastað fyrir konur og börn sem hún starfrækir í heimalandi sínu Sómalíu, sem talið er eitt hættulegasta land í heimi. Uppreisnarmennirnir hörfuðu. Stuttu áður var Aisha Ibrahim, 13 ára samlandi hennar, grýtt til bana. Aftakan var hegning fyrir að hafa verið nauðgað af þremur mönnum. Chhaen býr í Kambódíu og á fjögur börn. Hún er afmynduð í andliti og á líkama eftir að svili hennar kastaði á hana sýru. Ástæðan? Hún hótaði að kæra hann til lögreglu fyrir að hafa selt sína eigin dóttur. Í dag berst Chhaen ásamt öðrum fórnarlömbum sýruárása fyrir þyngri refsingum fyrir slíka glæpi. Annað dæmi: Í Brasilíu er nú hart tekið á heimilisofbeldi fyrir tilstilli 20 ára baráttu Maríu de Penha. Fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi í áraraðir og hún er lömuð fyrir neðan mitti eftir skotárás hans. María barðist við dómskerfið í tuttugu ár til að fá hann dæmdan. Það tókst, þótt hann hafi einungis fengið tveggja ára dóm. En vegna óbilandi baráttu Maríu geta konur sem verða fyrir ofbeldi eiginmanns nú leitað réttar síns í Brasilíu. Ofangreindar konur eru allar hetjur. Á íslensku er orðið hetja kvenkyns og það er kynlega öfugsnúið að samkvæmt orðabók er hetja skilgreind sem „kappi, hraustmenni“. Merking þess að „bera sig hetjulega“ er sögð sú að haga sér „karlmannlega“. Rosa Parks, Aung San Suu Kyi, Minerva-systurnar, dr. Hawa Abdi, Aisha Ibrahim, Chhaen og Maria de Penha eru allar hetjur sem hafa barist gegn kúgun og ofbeldi karla. Þær eru hetjur – en ekki í merkingunni að þær beri sig karlmannlega eða að þær séu kappar. Þessar konur, ásamt þeim hundruð þúsunda kvenna sem hætta lífi sínu í baráttu fyrir réttindum sínum á hverjum degi eru (án nokkurs kynlegs öfugsnúnings) sannar hetjur, konur afreksdáða. Ef þú hefur stundum velt fyrir þér hvernig þú getir lagt þitt af mörkum til að skapa réttlátari heim þá er nú tækifæri til að koma þeim hugleiðingum í framkvæmd. Með því að hlusta á reynslusögur kvenna, miðla þeim áfram, fara í kröfugöngur og skrifa greinar getum við þrýst á stjórnvöld og vakið athygli á því að við líðum ekki lengur að málefni kvenna séu sett neðst á forgangslista þeirra. Ríkisstjórnir heimsins hafa stofnað UN Women og ljáð okkur með því tækifæri til að láta til okkar taka. Nýtum þetta tækifæri! Starfsfólk UN Women, grasrótarsamtök, kvennahreyfingar, friðarhreyfingar og mannréttindasamtök eru sem fyrr vopnuð kjarki, hugsjón og ástríðu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar. Hvað með þig?
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun