Haga hetjur sér karlmannlega? Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 8. desember 2011 06:00 Stórhuga baráttufólk fagnaði á ráðstefnu í Mexíkó árið 1975. Ástæðan var sú að leiðtogar heimsins féllust á kröfur um að vinna markvisst að því að auka jafnrétti kynjanna. Til þess að sýna viljann í verki var komið á fót sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna; UNIFEM, sem átti að vinna að þessu markmiði. Þau voru stórhuga og bjartsýn. UNIFEM voru gefin tíu ár til þess að eyða kynbundnu misrétti. Árið 1985 var markmiðinu þó ekki náð. Þrjátíu og fimm árum síðar var aftur fagnað. Ástæðan var sú að ráðamenn heimsins urðu við kröfum baráttufólks um allan heim um að setja á fót fjárhagslega sterka stofnun innan SÞ sem hefði það hlutverk að uppræta kynjamismunun um heim allan; UN Women. Krafan kom þó ekki til af því að ekkert hefði áunnist með starfi UNIFEM. Reyndar er árangur UNIFEM nánast ótrúlegur. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Sameinuðu þjóðirnar settu aðeins eitt prósent af heildarfjármagni sínu í að leiðrétta árhundraða mismunun kynjanna. Eitt prósent. En peningar eru ekki allt, þó að þeir skipti máli. Í gegnum tíðina hafa ótal margar hetjur hætt lífi sínu í baráttu fyrir því sem við lítum á í dag sem sjálfsögð mannréttindi. Öll vitum við hvaða áhrif Susan B. Anthony, Rosa Parks, Aung San Suu Kyi og Wangari Maathai hafa haft. Færri þekkja sögu Mirabel-systranna frá Dóminíska lýðveldinu. Systurnar fjórar voru fremstar í fylkingu í baráttu gegn einræðisherranum Rafaelo Trujillo sem stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjá áratugi. Þrátt fyrir pyntingar og fangelsisvist héldu systurnar baráttunni ótrauðar áfram þar til Minerva, Patricia og Antonia voru myrtar á hrottafullan hátt þann 25. nóvember 1960. Belgica systir þeirra lifði árásina af og heldur minningu þeirra systra á lofti. Árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er haldið alþjóðlega á dánardegi systranna. Þær eru mun fleiri kvenhetjurnar sem við fáum sjaldnast fregnir af. Dr. Hawa Abdi stóð keik fyrir framan ógnandi uppreisnarmenn á griðastað fyrir konur og börn sem hún starfrækir í heimalandi sínu Sómalíu, sem talið er eitt hættulegasta land í heimi. Uppreisnarmennirnir hörfuðu. Stuttu áður var Aisha Ibrahim, 13 ára samlandi hennar, grýtt til bana. Aftakan var hegning fyrir að hafa verið nauðgað af þremur mönnum. Chhaen býr í Kambódíu og á fjögur börn. Hún er afmynduð í andliti og á líkama eftir að svili hennar kastaði á hana sýru. Ástæðan? Hún hótaði að kæra hann til lögreglu fyrir að hafa selt sína eigin dóttur. Í dag berst Chhaen ásamt öðrum fórnarlömbum sýruárása fyrir þyngri refsingum fyrir slíka glæpi. Annað dæmi: Í Brasilíu er nú hart tekið á heimilisofbeldi fyrir tilstilli 20 ára baráttu Maríu de Penha. Fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi í áraraðir og hún er lömuð fyrir neðan mitti eftir skotárás hans. María barðist við dómskerfið í tuttugu ár til að fá hann dæmdan. Það tókst, þótt hann hafi einungis fengið tveggja ára dóm. En vegna óbilandi baráttu Maríu geta konur sem verða fyrir ofbeldi eiginmanns nú leitað réttar síns í Brasilíu. Ofangreindar konur eru allar hetjur. Á íslensku er orðið hetja kvenkyns og það er kynlega öfugsnúið að samkvæmt orðabók er hetja skilgreind sem „kappi, hraustmenni“. Merking þess að „bera sig hetjulega“ er sögð sú að haga sér „karlmannlega“. Rosa Parks, Aung San Suu Kyi, Minerva-systurnar, dr. Hawa Abdi, Aisha Ibrahim, Chhaen og Maria de Penha eru allar hetjur sem hafa barist gegn kúgun og ofbeldi karla. Þær eru hetjur – en ekki í merkingunni að þær beri sig karlmannlega eða að þær séu kappar. Þessar konur, ásamt þeim hundruð þúsunda kvenna sem hætta lífi sínu í baráttu fyrir réttindum sínum á hverjum degi eru (án nokkurs kynlegs öfugsnúnings) sannar hetjur, konur afreksdáða. Ef þú hefur stundum velt fyrir þér hvernig þú getir lagt þitt af mörkum til að skapa réttlátari heim þá er nú tækifæri til að koma þeim hugleiðingum í framkvæmd. Með því að hlusta á reynslusögur kvenna, miðla þeim áfram, fara í kröfugöngur og skrifa greinar getum við þrýst á stjórnvöld og vakið athygli á því að við líðum ekki lengur að málefni kvenna séu sett neðst á forgangslista þeirra. Ríkisstjórnir heimsins hafa stofnað UN Women og ljáð okkur með því tækifæri til að láta til okkar taka. Nýtum þetta tækifæri! Starfsfólk UN Women, grasrótarsamtök, kvennahreyfingar, friðarhreyfingar og mannréttindasamtök eru sem fyrr vopnuð kjarki, hugsjón og ástríðu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar. Hvað með þig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Stórhuga baráttufólk fagnaði á ráðstefnu í Mexíkó árið 1975. Ástæðan var sú að leiðtogar heimsins féllust á kröfur um að vinna markvisst að því að auka jafnrétti kynjanna. Til þess að sýna viljann í verki var komið á fót sérstofnun innan Sameinuðu þjóðanna; UNIFEM, sem átti að vinna að þessu markmiði. Þau voru stórhuga og bjartsýn. UNIFEM voru gefin tíu ár til þess að eyða kynbundnu misrétti. Árið 1985 var markmiðinu þó ekki náð. Þrjátíu og fimm árum síðar var aftur fagnað. Ástæðan var sú að ráðamenn heimsins urðu við kröfum baráttufólks um allan heim um að setja á fót fjárhagslega sterka stofnun innan SÞ sem hefði það hlutverk að uppræta kynjamismunun um heim allan; UN Women. Krafan kom þó ekki til af því að ekkert hefði áunnist með starfi UNIFEM. Reyndar er árangur UNIFEM nánast ótrúlegur. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Sameinuðu þjóðirnar settu aðeins eitt prósent af heildarfjármagni sínu í að leiðrétta árhundraða mismunun kynjanna. Eitt prósent. En peningar eru ekki allt, þó að þeir skipti máli. Í gegnum tíðina hafa ótal margar hetjur hætt lífi sínu í baráttu fyrir því sem við lítum á í dag sem sjálfsögð mannréttindi. Öll vitum við hvaða áhrif Susan B. Anthony, Rosa Parks, Aung San Suu Kyi og Wangari Maathai hafa haft. Færri þekkja sögu Mirabel-systranna frá Dóminíska lýðveldinu. Systurnar fjórar voru fremstar í fylkingu í baráttu gegn einræðisherranum Rafaelo Trujillo sem stjórnaði landinu með harðri hendi í þrjá áratugi. Þrátt fyrir pyntingar og fangelsisvist héldu systurnar baráttunni ótrauðar áfram þar til Minerva, Patricia og Antonia voru myrtar á hrottafullan hátt þann 25. nóvember 1960. Belgica systir þeirra lifði árásina af og heldur minningu þeirra systra á lofti. Árlegt sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er haldið alþjóðlega á dánardegi systranna. Þær eru mun fleiri kvenhetjurnar sem við fáum sjaldnast fregnir af. Dr. Hawa Abdi stóð keik fyrir framan ógnandi uppreisnarmenn á griðastað fyrir konur og börn sem hún starfrækir í heimalandi sínu Sómalíu, sem talið er eitt hættulegasta land í heimi. Uppreisnarmennirnir hörfuðu. Stuttu áður var Aisha Ibrahim, 13 ára samlandi hennar, grýtt til bana. Aftakan var hegning fyrir að hafa verið nauðgað af þremur mönnum. Chhaen býr í Kambódíu og á fjögur börn. Hún er afmynduð í andliti og á líkama eftir að svili hennar kastaði á hana sýru. Ástæðan? Hún hótaði að kæra hann til lögreglu fyrir að hafa selt sína eigin dóttur. Í dag berst Chhaen ásamt öðrum fórnarlömbum sýruárása fyrir þyngri refsingum fyrir slíka glæpi. Annað dæmi: Í Brasilíu er nú hart tekið á heimilisofbeldi fyrir tilstilli 20 ára baráttu Maríu de Penha. Fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana ofbeldi í áraraðir og hún er lömuð fyrir neðan mitti eftir skotárás hans. María barðist við dómskerfið í tuttugu ár til að fá hann dæmdan. Það tókst, þótt hann hafi einungis fengið tveggja ára dóm. En vegna óbilandi baráttu Maríu geta konur sem verða fyrir ofbeldi eiginmanns nú leitað réttar síns í Brasilíu. Ofangreindar konur eru allar hetjur. Á íslensku er orðið hetja kvenkyns og það er kynlega öfugsnúið að samkvæmt orðabók er hetja skilgreind sem „kappi, hraustmenni“. Merking þess að „bera sig hetjulega“ er sögð sú að haga sér „karlmannlega“. Rosa Parks, Aung San Suu Kyi, Minerva-systurnar, dr. Hawa Abdi, Aisha Ibrahim, Chhaen og Maria de Penha eru allar hetjur sem hafa barist gegn kúgun og ofbeldi karla. Þær eru hetjur – en ekki í merkingunni að þær beri sig karlmannlega eða að þær séu kappar. Þessar konur, ásamt þeim hundruð þúsunda kvenna sem hætta lífi sínu í baráttu fyrir réttindum sínum á hverjum degi eru (án nokkurs kynlegs öfugsnúnings) sannar hetjur, konur afreksdáða. Ef þú hefur stundum velt fyrir þér hvernig þú getir lagt þitt af mörkum til að skapa réttlátari heim þá er nú tækifæri til að koma þeim hugleiðingum í framkvæmd. Með því að hlusta á reynslusögur kvenna, miðla þeim áfram, fara í kröfugöngur og skrifa greinar getum við þrýst á stjórnvöld og vakið athygli á því að við líðum ekki lengur að málefni kvenna séu sett neðst á forgangslista þeirra. Ríkisstjórnir heimsins hafa stofnað UN Women og ljáð okkur með því tækifæri til að láta til okkar taka. Nýtum þetta tækifæri! Starfsfólk UN Women, grasrótarsamtök, kvennahreyfingar, friðarhreyfingar og mannréttindasamtök eru sem fyrr vopnuð kjarki, hugsjón og ástríðu til að leggja sitt af mörkum til baráttunnar. Hvað með þig?
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun