"Ég er hjá Strawberries" Fríða Rós Valdimarsdóttir skrifar 7. desember 2011 06:00 Síðasta sumar var ég á ferð með strætó. Í vagninum voru um tíu manns og fyrir framan mig sat ellefu ára strákur. Þegar við keyrðum fram hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og beygðum inn á Lækjargötu hringdi sími stráksins. Strákurinn svaraði og sagði svo hátt og snjallt, með hálfgerðum sakleysissvip: „Ég er hjá Strawberries." Ég vissi ekki hvort ég ætti að byrja að gráta eða hlæja. Það fer svo sem ekki fram hjá neinum framhliðin á strippstaðnum Strawberries. Stórt jarðaber sleikt af risatungu fyllir glugga staðarins. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík stara beint á þetta þegar þeir ganga út úr skólanum sínum. Og þessi ellefu ára nefndi ekki Lækjargötu, Lækjartorg, miðbæinn, MR eða tjörnina þegar hann þurfti að staðsetja sig í miðborginni. Nei, það virtist vera eðlilegast fyrir ellefu ára strákinn að staðsetja sig út frá strippstað. Árið 2010 voru sett lög sem banna veitingastöðum að hagnast á nekt starfsmanna sinna. Bannið er ekki sett út í bláinn, heldur byggist á margra ára rannsóknum og reynslu af starfsemi slíkra staða. Reynsla hérlendis og erlendis bendir til þess að strippstaðir stuðli ekki aðeins að hvers kyns misnotkun á bágri stöðu fólks heldur séu þeir einnig gróðrarstía mansals. Alþjóðleg barátta gegn verslun með fólk hefur átt sér stað um áratuga skeið. Árið 2000 urðu nokkur þáttaskil þegar samþykkt var ítarleg bókun við samning Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að berjast gegn mansali með sérstakri áherslu á konur og börn, en konur og börn eru yfirgnæfandi meirihluti þolenda mansals í heiminum. Bókunin, sem gengur undir nafninu Palermóbókunin, er talin marka stórt spor vegna þess hve gagnleg hún hefur reynst sem verkfæri til að uppræta mannréttindabrot. Á síðasta ári féll í fyrsta skipti hér á landi dómur í mansalsmáli og var það mál hrottalegt í alla staði. Þó er óvarlegt að miða mansal eingöngu við svo þrönga birtingarmynd. Það þarf ekki hlekki eða aðrar sýnilegar líkamlegar hömlur til að halda þolanda í heljargreipum og ánauð mansals. Þolendur mansals eru oftast frjálsir ferða sinna í daglegu lífi þó að einhverjum sé haldið einangruðum. Aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins sem kynnt var í mars 2009 skilgreinir mansal sem að „útvega fólk, flytja það eða færa til, halda því eða taka við því í því skyni að notfæra sér það og það er gert með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung". Fólk er flutt mansali til að anna eftirspurn eftir þjónustu eða þörfum, án þess að tekið sé tillit til mannréttinda viðkomandi. Til að hámarka ágóða þeirra sem stunda mansal er öllum brögðum beitt. Mansal er ekki útlenskt vandamál heldur fyrirfinnst það einnig hér á Íslandi. Ein skýrsla hefur verið unnin um umfang mansals hér á landi, „Líka á Íslandi: rannsókn á eðli og umfangi mansals" og hægt er að lesa hana í heild sinni á heimasíðu Rauða kross Íslands. Síðan Alþingi setti strippstaðabannið hefur Ísland ítrekað fengið hrós í erlendum fjölmiðlum vegna þess hugrekkis sem stjórnvöld sýndu með að ganga skrefi lengra en önnur lönd í baráttunni við mansal. Nú eru jafnvel teikn á lofti um að önnur ríki muni feta í okkar fótspor og farið er að tala um „íslensku leiðina". Margt bendir þó til að lögreglu takist ekki sem skyldi að vinna gegn strippstöðum. Ef löggæslan væri að sinna slíkri skyldu sinni myndi barn ekki þurfa að styðjast við jarðarberjastaðinn sem kennileiti í miðborg Reykjavíkur. Ég vona að næst þegar þessi strákur lendir í sömu aðstæðum að hann muni frekar horfa fram fyrir sig og segjast vera alveg að koma að Lækjartorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Saman erum við STERK gegn vændi Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. 26. nóvember 2011 09:15 Heimilisfriður Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. 30. nóvember 2011 06:00 Sniðugar nauðganir Fyrir mörgum árum var ég skiptinemi við háskóla í Madríd þar sem ég bjó í tæpt ár. Eitt sinn var mér boðið á kynningarkvöld á skemmtistað í miðborginni þar sem ætlunin var að skiptinemarnir hittust og kynntust betur. Allir fengu afhenta stóra límmiða með nafni og heimalandi til að líma á bringuna. Við drukkum og ræddum heimsmálin, dönsuðum og skemmtum okkur þangað til fleira fólk tók að fylla skemmtistaðinn. Hópurinn minn hafði tvístrast en ákveðið að hittast á bar neðar í götunni. Ég ákvað að bregða mér fyrst á salernið. Það var upptekið. Á meðan ég beið á ganginum fóru framhjá mér þrír menn í hóp. Sá fremsti þeirra gjóaði á mig augunum þegar hann gekk hjá, staðnæmdist og sneri aftur til mín. 28. nóvember 2011 09:00 Um „sanna“ karlmennsku Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. 27. nóvember 2011 09:00 Varúð! – ég elska þig Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. 6. desember 2011 06:00 „Æ, hann er bara skotinn í þér“ Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. 1. desember 2011 06:00 „Segðu frá“ Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. 7. desember 2011 06:00 Er húsfriður ein mannarættur? Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar var ég á ferð með strætó. Í vagninum voru um tíu manns og fyrir framan mig sat ellefu ára strákur. Þegar við keyrðum fram hjá Ráðhúsi Reykjavíkur og beygðum inn á Lækjargötu hringdi sími stráksins. Strákurinn svaraði og sagði svo hátt og snjallt, með hálfgerðum sakleysissvip: „Ég er hjá Strawberries." Ég vissi ekki hvort ég ætti að byrja að gráta eða hlæja. Það fer svo sem ekki fram hjá neinum framhliðin á strippstaðnum Strawberries. Stórt jarðaber sleikt af risatungu fyllir glugga staðarins. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík stara beint á þetta þegar þeir ganga út úr skólanum sínum. Og þessi ellefu ára nefndi ekki Lækjargötu, Lækjartorg, miðbæinn, MR eða tjörnina þegar hann þurfti að staðsetja sig í miðborginni. Nei, það virtist vera eðlilegast fyrir ellefu ára strákinn að staðsetja sig út frá strippstað. Árið 2010 voru sett lög sem banna veitingastöðum að hagnast á nekt starfsmanna sinna. Bannið er ekki sett út í bláinn, heldur byggist á margra ára rannsóknum og reynslu af starfsemi slíkra staða. Reynsla hérlendis og erlendis bendir til þess að strippstaðir stuðli ekki aðeins að hvers kyns misnotkun á bágri stöðu fólks heldur séu þeir einnig gróðrarstía mansals. Alþjóðleg barátta gegn verslun með fólk hefur átt sér stað um áratuga skeið. Árið 2000 urðu nokkur þáttaskil þegar samþykkt var ítarleg bókun við samning Sameinuðu þjóðanna með það að markmiði að berjast gegn mansali með sérstakri áherslu á konur og börn, en konur og börn eru yfirgnæfandi meirihluti þolenda mansals í heiminum. Bókunin, sem gengur undir nafninu Palermóbókunin, er talin marka stórt spor vegna þess hve gagnleg hún hefur reynst sem verkfæri til að uppræta mannréttindabrot. Á síðasta ári féll í fyrsta skipti hér á landi dómur í mansalsmáli og var það mál hrottalegt í alla staði. Þó er óvarlegt að miða mansal eingöngu við svo þrönga birtingarmynd. Það þarf ekki hlekki eða aðrar sýnilegar líkamlegar hömlur til að halda þolanda í heljargreipum og ánauð mansals. Þolendur mansals eru oftast frjálsir ferða sinna í daglegu lífi þó að einhverjum sé haldið einangruðum. Aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins sem kynnt var í mars 2009 skilgreinir mansal sem að „útvega fólk, flytja það eða færa til, halda því eða taka við því í því skyni að notfæra sér það og það er gert með hótunum, valdbeitingu eða annars konar nauðung". Fólk er flutt mansali til að anna eftirspurn eftir þjónustu eða þörfum, án þess að tekið sé tillit til mannréttinda viðkomandi. Til að hámarka ágóða þeirra sem stunda mansal er öllum brögðum beitt. Mansal er ekki útlenskt vandamál heldur fyrirfinnst það einnig hér á Íslandi. Ein skýrsla hefur verið unnin um umfang mansals hér á landi, „Líka á Íslandi: rannsókn á eðli og umfangi mansals" og hægt er að lesa hana í heild sinni á heimasíðu Rauða kross Íslands. Síðan Alþingi setti strippstaðabannið hefur Ísland ítrekað fengið hrós í erlendum fjölmiðlum vegna þess hugrekkis sem stjórnvöld sýndu með að ganga skrefi lengra en önnur lönd í baráttunni við mansal. Nú eru jafnvel teikn á lofti um að önnur ríki muni feta í okkar fótspor og farið er að tala um „íslensku leiðina". Margt bendir þó til að lögreglu takist ekki sem skyldi að vinna gegn strippstöðum. Ef löggæslan væri að sinna slíkri skyldu sinni myndi barn ekki þurfa að styðjast við jarðarberjastaðinn sem kennileiti í miðborg Reykjavíkur. Ég vona að næst þegar þessi strákur lendir í sömu aðstæðum að hann muni frekar horfa fram fyrir sig og segjast vera alveg að koma að Lækjartorgi.
Saman erum við STERK gegn vændi Þrátt fyrir að langflestir karlmenn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tímann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönnuðu vændiskaup 1999. 26. nóvember 2011 09:15
Heimilisfriður Heimili á að vera griðastaður barna, staður þar sem þau finna til öryggis, líður vel og njóta uppbyggilegra samvista við sína nánustu. Stærstur hluti barna á Íslandi býr við þær aðstæður en ætla má að a.m.k. tvö þúsund börn hér á landi njóti ekki þessara sjálfsögðu mannréttinda. Það eru börnin sem eru vitni að ofbeldi innan veggja heimilis, oftast af hálfu föður eða stjúpa gegn móður. 30. nóvember 2011 06:00
Sniðugar nauðganir Fyrir mörgum árum var ég skiptinemi við háskóla í Madríd þar sem ég bjó í tæpt ár. Eitt sinn var mér boðið á kynningarkvöld á skemmtistað í miðborginni þar sem ætlunin var að skiptinemarnir hittust og kynntust betur. Allir fengu afhenta stóra límmiða með nafni og heimalandi til að líma á bringuna. Við drukkum og ræddum heimsmálin, dönsuðum og skemmtum okkur þangað til fleira fólk tók að fylla skemmtistaðinn. Hópurinn minn hafði tvístrast en ákveðið að hittast á bar neðar í götunni. Ég ákvað að bregða mér fyrst á salernið. Það var upptekið. Á meðan ég beið á ganginum fóru framhjá mér þrír menn í hóp. Sá fremsti þeirra gjóaði á mig augunum þegar hann gekk hjá, staðnæmdist og sneri aftur til mín. 28. nóvember 2011 09:00
Um „sanna“ karlmennsku Í byrjun árs fór ég í ræktina, nokkrum kílóum of þungur, með ipodinn stútfullan af fyrirlestrum frá ýmsum þeim frumkvöðlum sem vefsíðan TED (www.ted.com) hefur upp á að bjóða, ákveðinn í að læra eitthvað. Auk þess að læra það að líkamsræktarstöðvar landsins eru troðfullar í janúar hlustaði ég á einn magnaðasta fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann heyrt og öðlaðist í framhaldinu dýrmæta vitneskju. Ég hef hlustað á hann reglulega síðan, hugsað mikið um og kynnt mér boðskapinn og minnst á hann í spjalli við mann og annan. 27. nóvember 2011 09:00
Varúð! – ég elska þig Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. 6. desember 2011 06:00
„Æ, hann er bara skotinn í þér“ Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. 1. desember 2011 06:00
„Segðu frá“ Heilsufar okkar og heilsufarsleg vandamál geta sagt mikla sögu, sögu um það sem við höfum upplifað á lífsleiðinni og það sem markað hefur spor í tilfinningar okkar og heilsufar. Rekja má marga sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál til fyrri sálrænna áfalla eða erfiðleika í lífinu, áfalla eins og ofbeldis. Þessi saga okkar getur verið sérstaklega mikilvæg ef erfið lífsreynsla er bæld niður í mörg ár, jafnvel margra áratugi, ekki sagt frá og ekki unnið úr þeim tilfinningum sem geymdar eru innra. Þá tekur líkaminn að sér að „segja frá“ með því að þróa alls konar einkenni út frá sársaukafullu reynslunni og bældu minningunum. 7. desember 2011 06:00
Er húsfriður ein mannarættur? Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. 25. nóvember 2011 06:00
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun