Afgangsfötin umbreytast í hjálpargögn í Sómalíu Þórir Guðmundsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almennings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilislausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést skýrar hvernig fatnaður sem almenningur gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á vettvangi hamfara og örbirgðar. Eitthvað af fatnaði fer beint í hjálparstarfið – hér heima og á sléttum Hvíta-Rússlands – og annað verður að peningum með sölu til útlanda eða í fataverslunum Rauða krossins. Í þetta sinn voru peningarnir notaðir til að hjálpa flóttafólki í Sómalíu. Fadma Abdullah lætur sig þó litlu varða hvaðan gott kemur. „Við hjónin erum með fimm börn og við höfum sofið úti í sjö sólarhringa,“ segir hún við mig þar sem ég fylgist með dreifingu hjálpargagnanna í eyðimörkinni utan við borgina Hargeysa. Fadma heldur fast utan um pakkana sem sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans voru að rétta henni. Stopular rigningardembur eru farnar að koma og þá hefur þessi stóra fjölskylda ekkert skjól. Fyrr en nú. Meðal hjálpargagna frá Rauða krossi Íslands eru tveir stórir og þykkir plastdúkar, 4x6 metra, sem munu gefa þeim þak yfir höfuðið. Þau fá líka potta og pönnur, hreinlætisvörur, teppi og fötur. Hjálparstarf Rauða kross Íslands í Sómalíu er tvíþætt. Á meðan fatasöfnun félagsins fjármagnar aðstoð við um 20 þúsund flóttamenn hafa framlög almennings verið notuð til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör, sem er gefið alvarlega vannærðum börnum í sunnanverðri Sómalíu. Okkur telst til að fyrir aðstoðina frá Íslandi hafi tekist að hjúkra allt að 30 þúsund börnum til heilbrigðis. Samtals eru þetta því 50 þúsund mannslíf sem Íslendingar hafa snert. Af öryggisástæðum kemst ég ekki til sunnanverðrar Sómalíu til að fylgjast með dreifingu hnetusmjörsins. En starfið fer samt fram og reyndar er Rauði krossinn ein af fáum hjálparstofnunum sem skæruliðar leyfa að athafna sig. Nýhafnar rigningar bera með sér von um betri tíð. Dýr hirðingjanna braggast furðufljótt og bændur nota tækifærið til að sá. Hjálparstarfinu er hvergi nærri lokið en útlitið er aðeins bjartara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almennings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilislausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést skýrar hvernig fatnaður sem almenningur gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á vettvangi hamfara og örbirgðar. Eitthvað af fatnaði fer beint í hjálparstarfið – hér heima og á sléttum Hvíta-Rússlands – og annað verður að peningum með sölu til útlanda eða í fataverslunum Rauða krossins. Í þetta sinn voru peningarnir notaðir til að hjálpa flóttafólki í Sómalíu. Fadma Abdullah lætur sig þó litlu varða hvaðan gott kemur. „Við hjónin erum með fimm börn og við höfum sofið úti í sjö sólarhringa,“ segir hún við mig þar sem ég fylgist með dreifingu hjálpargagnanna í eyðimörkinni utan við borgina Hargeysa. Fadma heldur fast utan um pakkana sem sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans voru að rétta henni. Stopular rigningardembur eru farnar að koma og þá hefur þessi stóra fjölskylda ekkert skjól. Fyrr en nú. Meðal hjálpargagna frá Rauða krossi Íslands eru tveir stórir og þykkir plastdúkar, 4x6 metra, sem munu gefa þeim þak yfir höfuðið. Þau fá líka potta og pönnur, hreinlætisvörur, teppi og fötur. Hjálparstarf Rauða kross Íslands í Sómalíu er tvíþætt. Á meðan fatasöfnun félagsins fjármagnar aðstoð við um 20 þúsund flóttamenn hafa framlög almennings verið notuð til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör, sem er gefið alvarlega vannærðum börnum í sunnanverðri Sómalíu. Okkur telst til að fyrir aðstoðina frá Íslandi hafi tekist að hjúkra allt að 30 þúsund börnum til heilbrigðis. Samtals eru þetta því 50 þúsund mannslíf sem Íslendingar hafa snert. Af öryggisástæðum kemst ég ekki til sunnanverðrar Sómalíu til að fylgjast með dreifingu hnetusmjörsins. En starfið fer samt fram og reyndar er Rauði krossinn ein af fáum hjálparstofnunum sem skæruliðar leyfa að athafna sig. Nýhafnar rigningar bera með sér von um betri tíð. Dýr hirðingjanna braggast furðufljótt og bændur nota tækifærið til að sá. Hjálparstarfinu er hvergi nærri lokið en útlitið er aðeins bjartara en áður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun