Afgangsfötin umbreytast í hjálpargögn í Sómalíu Þórir Guðmundsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almennings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilislausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést skýrar hvernig fatnaður sem almenningur gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á vettvangi hamfara og örbirgðar. Eitthvað af fatnaði fer beint í hjálparstarfið – hér heima og á sléttum Hvíta-Rússlands – og annað verður að peningum með sölu til útlanda eða í fataverslunum Rauða krossins. Í þetta sinn voru peningarnir notaðir til að hjálpa flóttafólki í Sómalíu. Fadma Abdullah lætur sig þó litlu varða hvaðan gott kemur. „Við hjónin erum með fimm börn og við höfum sofið úti í sjö sólarhringa,“ segir hún við mig þar sem ég fylgist með dreifingu hjálpargagnanna í eyðimörkinni utan við borgina Hargeysa. Fadma heldur fast utan um pakkana sem sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans voru að rétta henni. Stopular rigningardembur eru farnar að koma og þá hefur þessi stóra fjölskylda ekkert skjól. Fyrr en nú. Meðal hjálpargagna frá Rauða krossi Íslands eru tveir stórir og þykkir plastdúkar, 4x6 metra, sem munu gefa þeim þak yfir höfuðið. Þau fá líka potta og pönnur, hreinlætisvörur, teppi og fötur. Hjálparstarf Rauða kross Íslands í Sómalíu er tvíþætt. Á meðan fatasöfnun félagsins fjármagnar aðstoð við um 20 þúsund flóttamenn hafa framlög almennings verið notuð til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör, sem er gefið alvarlega vannærðum börnum í sunnanverðri Sómalíu. Okkur telst til að fyrir aðstoðina frá Íslandi hafi tekist að hjúkra allt að 30 þúsund börnum til heilbrigðis. Samtals eru þetta því 50 þúsund mannslíf sem Íslendingar hafa snert. Af öryggisástæðum kemst ég ekki til sunnanverðrar Sómalíu til að fylgjast með dreifingu hnetusmjörsins. En starfið fer samt fram og reyndar er Rauði krossinn ein af fáum hjálparstofnunum sem skæruliðar leyfa að athafna sig. Nýhafnar rigningar bera með sér von um betri tíð. Dýr hirðingjanna braggast furðufljótt og bændur nota tækifærið til að sá. Hjálparstarfinu er hvergi nærri lokið en útlitið er aðeins bjartara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í hrjóstrugum hæðum í norðaustanverðri Afríku umbreytast afgangsföt almennings á Íslandi í hjálpargögn fyrir heimilislausa sómalska flóttamenn. Hvergi sést skýrar hvernig fatnaður sem almenningur gefur Rauða krossinum veitir lífsbjörg á vettvangi hamfara og örbirgðar. Eitthvað af fatnaði fer beint í hjálparstarfið – hér heima og á sléttum Hvíta-Rússlands – og annað verður að peningum með sölu til útlanda eða í fataverslunum Rauða krossins. Í þetta sinn voru peningarnir notaðir til að hjálpa flóttafólki í Sómalíu. Fadma Abdullah lætur sig þó litlu varða hvaðan gott kemur. „Við hjónin erum með fimm börn og við höfum sofið úti í sjö sólarhringa,“ segir hún við mig þar sem ég fylgist með dreifingu hjálpargagnanna í eyðimörkinni utan við borgina Hargeysa. Fadma heldur fast utan um pakkana sem sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans voru að rétta henni. Stopular rigningardembur eru farnar að koma og þá hefur þessi stóra fjölskylda ekkert skjól. Fyrr en nú. Meðal hjálpargagna frá Rauða krossi Íslands eru tveir stórir og þykkir plastdúkar, 4x6 metra, sem munu gefa þeim þak yfir höfuðið. Þau fá líka potta og pönnur, hreinlætisvörur, teppi og fötur. Hjálparstarf Rauða kross Íslands í Sómalíu er tvíþætt. Á meðan fatasöfnun félagsins fjármagnar aðstoð við um 20 þúsund flóttamenn hafa framlög almennings verið notuð til að kaupa bætiefnaríkt hnetusmjör, sem er gefið alvarlega vannærðum börnum í sunnanverðri Sómalíu. Okkur telst til að fyrir aðstoðina frá Íslandi hafi tekist að hjúkra allt að 30 þúsund börnum til heilbrigðis. Samtals eru þetta því 50 þúsund mannslíf sem Íslendingar hafa snert. Af öryggisástæðum kemst ég ekki til sunnanverðrar Sómalíu til að fylgjast með dreifingu hnetusmjörsins. En starfið fer samt fram og reyndar er Rauði krossinn ein af fáum hjálparstofnunum sem skæruliðar leyfa að athafna sig. Nýhafnar rigningar bera með sér von um betri tíð. Dýr hirðingjanna braggast furðufljótt og bændur nota tækifærið til að sá. Hjálparstarfinu er hvergi nærri lokið en útlitið er aðeins bjartara en áður.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun