Málsvörn banntrúarmanns Egill Óskarsson skrifar 8. desember 2011 06:00 Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á. Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar. Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess. Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“ Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum. „Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna. Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á. Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar. Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess. Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“ Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum. „Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna. Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar