
Málsvörn banntrúarmanns
Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar.
Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess.
Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“
Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum.
„Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna.
Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti.
Skoðun

Amman og stuðningsfjölskyldan
Bergvin Oddsson skrifar

Hvernig fylgist ég með hlutabréfamarkaðnum?
Baldur Thorlacius skrifar

Hvalveiðiþversögnin
Micah Garen skrifar

Viltu elska mig?
Anna Gunndís Guðmundsdóttir,Húgó skrifar

Verum vel læs á fjármálaumhverfið
Sólveig Hjaltadóttir,Þórey S. Þórðardóttir skrifar

Nætursilfrið
Ingólfur Sverrisson skrifar

Nám snýst um breytingar
Arnar Óskarsson skrifar

Er skóli með menntuðum kennurum draumsýn?
Mjöll Matthíasdóttir skrifar

Þegiðu og ég skal hætta að hata þig!
Arna Magnea Danks skrifar

Kverkatak
Gylfi Þór Gíslason skrifar

Jákvæðu áhrifin af komu flóttamanna
Ingólfur Shahin skrifar

Lögfesting samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Krónan, eða innganga í ESB og evran?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Um túlkun Mannréttindastjóra Reykjavíkur á kynrænu sjálfræði
Eva Hauksdóttir skrifar

Geðráð eflir notendur geðþjónustunnar
Willum Þór Þórsson skrifar

Er mannekla lögmál?
Árný Ingvarsdóttir skrifar

Klingjandi málmur og hvellandi bjalla
Árný Björg Blandon skrifar

Tvíeðli ferðamennskunnar: Ferðalag heimsku og uppljómunar?
Guðmundur Björnsson skrifar

Árið 2016 þegar hatrinu var gefin rödd
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Power Nap eykur starfsgetu og lífsgæði - og verndar bæði hjartað og heilann
Jón Þór Ólafsson skrifar

Hinn grimmi húsbóndi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Þá er það #kennaravikan
Magnús Þór Jónsson skrifar

Óperudylgjur úr bergmálshelli og hálfkveðnar vísur
Pétur J. Eiríksson skrifar

Samkeppni – fyrir lýðræðið
Oddný Harðardóttir skrifar

Jóni Steinari svarað
Sævar Þór Jónsson skrifar

Ofbeldi á vinnustöðum
Jón Snorrason skrifar

Kísildalir norðursins
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Litla kraftaverkadeildin
Guðrún Pétursdóttir skrifar

Hvaða snillingur fann þetta upp?
Jón Daníelsson skrifar