Málsvörn banntrúarmanns Egill Óskarsson skrifar 8. desember 2011 06:00 Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á. Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar. Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess. Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“ Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum. „Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna. Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði pistil í Fréttablaðið 5. desember sem bar heiti Banntrúarmenn. Þar fjallaði hann um félagið Vantrú, sem hann hefur ekki miklar mætur á. Guðmundur Andri segir að Vantrú hafi með kæru sinni til siðanefndar HÍ vegið að akademísku frelsi fræðimanna við háskólann og leitast við að stjórna umfjöllun um sig. Það er hins vegar staðreynd að HÍ hefur sett sér siðareglur. Þær setja þau höft á akademískt frelsi fræðimanna að þeir haldi sig við siðleg og akademísk vinnubrögð. Frelsi án hafta er ekki eftirsóknarvert, hvorki innan fræðasamfélagsins né utan. Í siðareglunum kemur fram að aðilar innan og utan Háskólans geti sent erindi til siðanefndar. Ef það að senda slíkt erindi þegar fólki finnst á sér brotið er sjálfkrafa, óháð efnisatriðum, árás á akademískt frelsi og tilraun til að stjórna umfjöllun þá þjóna siðareglurnar ekki tilgangi sínum og „frelsið“ er óbeislað. Guðmundur Andri skrifar: „Þeir sáu þá gullið tækifæri til að gera guðfræðideild HÍ og þessum kennara alveg sérstaklega lífið leitt, sem svo sannarlega hefur tekist“ Þetta er alrangt. Vantrú taldi hluta kennslunnar brot á siðareglum HÍ. Vissulega finnast fáir aðdáendur guðfræðideildar í félaginu en það er hugarburður að Bjarni Randver sé erkióvinur þess. Aftur vitna ég í Guðmund Andra: „... samkvæmt grein Barkar virðast [félagar í Vantrú] hafa skipulagt látlausar árásir á Bjarna til að hrekja hann úr starfi fyrir þær sakir að hafa ekki farið þeim orðum um félagsskapinn sem félagsmenn töldu tilhlýðilegt.“ Þessar skipulögðu árásir finnast hvergi í gjörðum félagsins. Þær hafa menn fundið í stolnum gögnum af læstu innra spjalli. Þar ráða félagsmenn ráðum sínum en Vantrú er óhefðbundið félag að því leyti að tilvera þess er nær eingöngu bundin við netið. Það voru notuð stór orð um Bjarna Randver í trúnaðarspjalli. Margt af því sem birt hefur verið var sagt í háði, t.d. þar sem talað er um „heilagt stríð“ og „einelti“. Þar voru menn að vitna í stórkarlalegri kerskni í orðræðu frá ákveðnum trúfélögum. „Herferðin“ var fyrst og fremst í kjaftinum á mönnum í umræðum sem fóru fram í trúnaði. Heiftin í félagsmönnum var ekki meiri en svo að þrisvar var Vantrú tilbúin að ljúka málinu með sátt. Því var ávallt hafnað af Bjarna Randveri. Hvort sem vinnubrögð siðanefndar hafa verið fullnægjandi eða ekki er ljóst að ekki stóð upp á Vantrú að ljúka málinu án úrskurðar siðanefndar. Tilgangur félagsins var aldrei sá að koma höggi á Bjarna. Þetta mál hefur tekið mikið á Bjarna Randver. Það er miður. Vantrú óraði aldrei fyrir þeim látum sem hafa orðið í kringum það sem átti að vera einföld kvörtun. Hvort þær tafir og kostnaður sem orðið hefur á málinu er vegna starfshátta siðanefndar eða heiftúðugra viðbragða Bjarna er ekki félagsmanna í Vantrú að dæma um. Vanlíðan og erfiðleikar Bjarna Randvers eru ekki fagnaðarefni fyrir meðlimi Vantrúar. Þvert á móti.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun