Lærð ritgerð um dýrbíta Guðmundur S. Brynjólfsson skrifar 9. desember 2011 06:00 Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það fylgja því alltaf ónot þegar maður les um eða verður vitni að því að hundur leggist á fé. Og þótt að það sé kannski frekar á tilfinningalegum nótum sagt þá er það yfirleitt óhugnanlegra þegar rakkinn kemst í lambfé. Þá verður ungviðið frekar fyrir barðinu á hundinum en fullorðna féð sleppur. Sumir hundar hafa þann sið – ef hægt er að tala um að hundar hafi sið – að tæta fé. Þeir fara þá með gelti og hlaupum um safnið og urra og glefsa en bíta kannski ekki og ef þeir þá bíta þá er það tilviljanakennt og nánast hending ein sem ræður hvort kindinni blæðir eða ekki. Slíkir hundar eru til óþurftar og ættu ekki að fá að þrífast en því miður eru þeim á stundum gefin grið en sjaldnast tekst að temja þá til betri umgengni við fénaðinn. Þó eru þess dæmi. Dýrbíturinn verður ekki taminn, hann er vargur og lætur aldrei af vana sínum að fara í fé og bíta eða hvekkja með öðrum hætti. Dýrbíturinn er hættulegur enda er það regla að þegar upp um kemst þá er sá lúmski skratti sleginn af. Lesið hef ég vandaðar skýrslur frá búnaðarfélögum sem segja frá því að sumir hundar sýni strax sem hvolpar að hverju stefni og er þá undantekningarlaust mælt með því að gripið sé inn í og skepnunni lógað. En það er því miður of oft látið undir höfuð leggjast. Þekkt er að hvolpar setji sig í stellingar dýrbítsins strax nokkurra vikna og ættu menn þá þegar að vera á varðbergi. Þeir bíta sjaldnast svo ungir en eðlið leynir sér ekki. Þessir illskeyttu snatar skjóta upp herðakambinum og sýna tennurnar, urra og kasta sér að fénu – gera í raun allt nema bíta. Þetta þykir hláleg sjón en er mikilvæg viðvörun og hana ætti að taka alvarlega. Of oft er talað um þessa hegðun þessara smáhvutta sem broslega tilburði en það eru þeir að sönnu ekki. Sjaldgæfust er sú tegund dýrbíta sem velur sér bara gemlinga að leggjast á. En hún er þekkt. Og man ég glöggt eftir vitnisburði bónda úr Biskupstungum sem talaði um þessa hegðun hunds sem ónáttúru. Ekki er vitað hvað veldur þessari sérvisku – ef hægt er að tala um sérvisku í hundi – sem þannig hagar sér en engu að síður er þetta sorgleg staðreynd. Það er hörmung að sjá veturgamalt fé illa leikið eftir óðan hund; sjá þar kannski á eftir vel ættaðri kind og vita að hún verður aldrei til brúks – ef hún þá lifir. Hvað er til ráða? Einhverjir hafa talað um fræðslu en það er erfitt að kenna fleiri hundum en bara þeim gömlu að sitja, fyrir nú utan það að hundar eru daprir á bókina. Helst hefur mér skilist af ráðunautum að besta ráðið sé að skilja hundkvikindi þessi strax sem hvolpa – leyfa þeim ekki vera saman og stöðva strax alla tilburði í þeim til að hópa sig en það er oftar en ekki í hópum sem þetta náttúruleysi byrjar. Einn og einn skrattakollur þjálfar þetta þó upp með sér – ef hægt er að taka svo til orða að hundur þjálfi sig – og er þá ekkert til ráða annað en að aflífa dýrið. Einn og einn bóndi sem ég hef rætt við hefur nefnt að gelding gæti dugað á svona hund en því trúi ég illa og engar rannsóknir hef ég lesið sem benda til þess að það að leggjast bítandi á fé tengist náttúru hundsins. Því er ekki annað en biðja bændur að vera á varðbergi; gljáfægður hundsfeldur og góð bygging og hlaupageta segja ekki nema hálfa söguna; glansandi skrokkur og vinalegt augnaráð geta blekkt. Bítandi hundur er gangandi tímasprengja – ef hægt er að kalla hund tímasprengju? Svari nú hver fyrir sig.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun