Viðsjárverð virkjun Orri Vigfússon skrifar 8. desember 2011 06:00 Í nýlegri blaðagrein hefur forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, greint frá því að hugmynd þeirra Landsvirkjunarmanna sé að kaupa upp netalagnir og hlunnindi nokkurra bænda við Þjórsá og telur hann sig síðan getað ráðskast með og gjörbreytt öllu vistkerfi Þjórsár. Þetta fullyrði ég að stríði gegn gildandi lögum, reglum og almennu siðferði. Um veiðirétt á Íslandi gilda margvísleg lög sem verið væri að brjóta ef þessar hugmyndir gengju eftir og ber fyrst að nefna lög um lax- og silungsveiði. Veiðirétturinn er eins og önnur hlunnindi, lögvarin eignarréttindi sem stjórnarskrá landsins stendur vörð um. Veiðiréttinn og önnur hlunnindi er ekki hægt að selja frá jörðum og hefur svo lengi verið. Markmið laganna er að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna þar og verndun þeirra. Stjórn og nýting veiðiréttinda á hverju vatnasvæði er í höndum lögskipaðs veiðifélags sem kýs sér stjórn sem starfar í umboði félagsmanna, einnig þeirra sem eiga netaveiðiréttindi. Ekki er hægt að skerða þennan rétt. Utanaðkomandi aðili getur ekki keypt einstakar jarðir og breytt lífríki fljótsins, skaðað hagsmuni annarra og breytt arðskrá veiðifélags upp á sitt eindæmi með alvarlegum afleiðingum fyrir núverandi eigendur og komandi kynslóðir. Aðild að veiðiréttindum í Þjórsá eiga um 160 lögbýli, u.þ.b. 500 aðilar. Forsjá þeirra er í höndum Veiðifélags Þjórsár sem er skylt að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Rétt er að hafa í huga að engin formleg beiðni hefur enn borist til Veiðifélags Þjórsár frá Landsvirkjun er varðar breytingar á vatnsrennsli í Þjórsá eða virkjunaráform á vatnasvæðinu. Telur Landsvirkjun sig geta keypt upp öll lögbýlin við ána? Veiðifélagið hefur skyldum að gegna lögum samkvæmt. Skyldur veiðifélagsins eru margþættar, m.a. að tryggja jafnræði milli landeigenda, að standa vörð um heildarhagsmuni allra og verndun lífríkisins alls. Þessar skyldur koma skýrt fram í lögum um lax- og silungsveiði. Ef hægt væri að kaupa upp einstakar jarðir, breyta ánni og hefja þar orkuframleiðslu sem hefði áhrif á vistkerfið væru allar veiðiár á Íslandi meira og minna í uppnámi, t.d. Grímsá, Norðurá, Langá og Laxá í Kjós. Þarna gætu bændur við fossana í ánum hafið framleiðslu á raforku og nýtt orku eða vatn á annan hátt. Um meðferð og nýtingu vatnsfalla gilda ströng lög, sbr. veiðilöggjöfina, vatnalög, lög um stjórn vatnamála og náttúruverndarlög. Þá hafa ýmsir alþjóðasamningar þýðingu, svo sem samningurinn um líffræðilega fjölbreytni og Bernarsamningurinn. Það hafa lengi verið ákvæði í lögum sem banna röskun á vistkerfi vatna, tryggja eðlilega gönguför fiska og áframhaldandi veiði til að jafna arðinum af henni á hendur þeirra sem hlut eiga í veiðivatni. Elstu ákvæði í þessu efni er að finna í Grágás og fjalla um samveiði. Þá eru einnig í Járnsíðu og Jónsbók hliðstæð ákvæði um friðun á fiski í ám og vötnum. Í meginreglu 7. gr. vatnalaga frá 1923 er mælt fyrir um að ekki megi breyta vatnsbotni, straumstefnu eða vatnsmagni vatnakerfis nema sérstök heimild eða lagaleyfi sé til þess. Árið 1990 var gert samkomulag um að gera fiskveg framhjá Búðafossi við Árnesey – með fjármagni frá Landsvirkjun og Fiskræktarsjóði. Framkvæmdin átti að vera endurgjald Landsvirkjunar fyrir þá röskun sem virkjunarframkvæmdir á afrétti ollu. Landsvirkjun stóð einnig að umbótum við Hestafoss í Árneskvíslinni til að auðvelda fiski för um svæðið. Við þetta opnaðist göngufiski 25 km leið upp í efri hluta árinnar, allt að Þjófafossi við Búrfell og í fiskgengar ár í Þjórsárdal. Óvíst er hvaða afleiðingar nýjar hugmyndir hafa á samkomulag frá þessum tíma og væntanlega þyrfti að taka upp alla þá samninga. Gott dæmi um afar róttæka breytingu á vatnsfalli, sem orðið hefur frá því byggð hófst hér á landi, er í Þjórsá við Árnes. Í tímans rás hefur straumvatnið grafið sig meir og meir niður í vestari kvíslinni sem var trúlega sáralítil fyrst í stað. Vatnsmagnið hefur nú aukist á kostnað eystri kvíslarinnar, sem er reyndar enn töluvert vatnsfall. Í grein sem Einar Hannesson skrifaði um veiðimál í Tímann hinn 28. desember 1993, hafði hann eftir Sigurjóni Rist „að Búðafoss muni með öllu hverfa með tímanum, því Þjórsá haldi áfram að brjóta sig niður í farveginn ofan við fossinn. Smám saman jafnast þannig út hæðarmunur á löngum kafla og þegar jafnvægi næst verða vafalaust aðeins flúðir eftir, eins og sjá má nokkru ofar í ánni.“ Eftir stendur að það væri óeðlilegt að hægt væri að breyta vistkerfi Þjórsár þannig að örfáir nytu góðs af en aðrir fengju ekkert. Enginn er hafinn yfir lög og almennt viðskiptasiðferði. Áætlun Landsvirkjunar er viðsjárverð og líkleg til að rústa mikilvægum fiskistofnum á öllu vatnasvæði Þjórsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í nýlegri blaðagrein hefur forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, greint frá því að hugmynd þeirra Landsvirkjunarmanna sé að kaupa upp netalagnir og hlunnindi nokkurra bænda við Þjórsá og telur hann sig síðan getað ráðskast með og gjörbreytt öllu vistkerfi Þjórsár. Þetta fullyrði ég að stríði gegn gildandi lögum, reglum og almennu siðferði. Um veiðirétt á Íslandi gilda margvísleg lög sem verið væri að brjóta ef þessar hugmyndir gengju eftir og ber fyrst að nefna lög um lax- og silungsveiði. Veiðirétturinn er eins og önnur hlunnindi, lögvarin eignarréttindi sem stjórnarskrá landsins stendur vörð um. Veiðiréttinn og önnur hlunnindi er ekki hægt að selja frá jörðum og hefur svo lengi verið. Markmið laganna er að kveða á um veiðirétt í ferskvatni og skynsamlega, hagkvæma og sjálfbæra nýtingu fiskistofna þar og verndun þeirra. Stjórn og nýting veiðiréttinda á hverju vatnasvæði er í höndum lögskipaðs veiðifélags sem kýs sér stjórn sem starfar í umboði félagsmanna, einnig þeirra sem eiga netaveiðiréttindi. Ekki er hægt að skerða þennan rétt. Utanaðkomandi aðili getur ekki keypt einstakar jarðir og breytt lífríki fljótsins, skaðað hagsmuni annarra og breytt arðskrá veiðifélags upp á sitt eindæmi með alvarlegum afleiðingum fyrir núverandi eigendur og komandi kynslóðir. Aðild að veiðiréttindum í Þjórsá eiga um 160 lögbýli, u.þ.b. 500 aðilar. Forsjá þeirra er í höndum Veiðifélags Þjórsár sem er skylt að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Rétt er að hafa í huga að engin formleg beiðni hefur enn borist til Veiðifélags Þjórsár frá Landsvirkjun er varðar breytingar á vatnsrennsli í Þjórsá eða virkjunaráform á vatnasvæðinu. Telur Landsvirkjun sig geta keypt upp öll lögbýlin við ána? Veiðifélagið hefur skyldum að gegna lögum samkvæmt. Skyldur veiðifélagsins eru margþættar, m.a. að tryggja jafnræði milli landeigenda, að standa vörð um heildarhagsmuni allra og verndun lífríkisins alls. Þessar skyldur koma skýrt fram í lögum um lax- og silungsveiði. Ef hægt væri að kaupa upp einstakar jarðir, breyta ánni og hefja þar orkuframleiðslu sem hefði áhrif á vistkerfið væru allar veiðiár á Íslandi meira og minna í uppnámi, t.d. Grímsá, Norðurá, Langá og Laxá í Kjós. Þarna gætu bændur við fossana í ánum hafið framleiðslu á raforku og nýtt orku eða vatn á annan hátt. Um meðferð og nýtingu vatnsfalla gilda ströng lög, sbr. veiðilöggjöfina, vatnalög, lög um stjórn vatnamála og náttúruverndarlög. Þá hafa ýmsir alþjóðasamningar þýðingu, svo sem samningurinn um líffræðilega fjölbreytni og Bernarsamningurinn. Það hafa lengi verið ákvæði í lögum sem banna röskun á vistkerfi vatna, tryggja eðlilega gönguför fiska og áframhaldandi veiði til að jafna arðinum af henni á hendur þeirra sem hlut eiga í veiðivatni. Elstu ákvæði í þessu efni er að finna í Grágás og fjalla um samveiði. Þá eru einnig í Járnsíðu og Jónsbók hliðstæð ákvæði um friðun á fiski í ám og vötnum. Í meginreglu 7. gr. vatnalaga frá 1923 er mælt fyrir um að ekki megi breyta vatnsbotni, straumstefnu eða vatnsmagni vatnakerfis nema sérstök heimild eða lagaleyfi sé til þess. Árið 1990 var gert samkomulag um að gera fiskveg framhjá Búðafossi við Árnesey – með fjármagni frá Landsvirkjun og Fiskræktarsjóði. Framkvæmdin átti að vera endurgjald Landsvirkjunar fyrir þá röskun sem virkjunarframkvæmdir á afrétti ollu. Landsvirkjun stóð einnig að umbótum við Hestafoss í Árneskvíslinni til að auðvelda fiski för um svæðið. Við þetta opnaðist göngufiski 25 km leið upp í efri hluta árinnar, allt að Þjófafossi við Búrfell og í fiskgengar ár í Þjórsárdal. Óvíst er hvaða afleiðingar nýjar hugmyndir hafa á samkomulag frá þessum tíma og væntanlega þyrfti að taka upp alla þá samninga. Gott dæmi um afar róttæka breytingu á vatnsfalli, sem orðið hefur frá því byggð hófst hér á landi, er í Þjórsá við Árnes. Í tímans rás hefur straumvatnið grafið sig meir og meir niður í vestari kvíslinni sem var trúlega sáralítil fyrst í stað. Vatnsmagnið hefur nú aukist á kostnað eystri kvíslarinnar, sem er reyndar enn töluvert vatnsfall. Í grein sem Einar Hannesson skrifaði um veiðimál í Tímann hinn 28. desember 1993, hafði hann eftir Sigurjóni Rist „að Búðafoss muni með öllu hverfa með tímanum, því Þjórsá haldi áfram að brjóta sig niður í farveginn ofan við fossinn. Smám saman jafnast þannig út hæðarmunur á löngum kafla og þegar jafnvægi næst verða vafalaust aðeins flúðir eftir, eins og sjá má nokkru ofar í ánni.“ Eftir stendur að það væri óeðlilegt að hægt væri að breyta vistkerfi Þjórsár þannig að örfáir nytu góðs af en aðrir fengju ekkert. Enginn er hafinn yfir lög og almennt viðskiptasiðferði. Áætlun Landsvirkjunar er viðsjárverð og líkleg til að rústa mikilvægum fiskistofnum á öllu vatnasvæði Þjórsár.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun