Aukin gæði í kennslu og rannsóknum háskóla Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. desember 2011 06:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust á sama tíma og haldið var upp á 100 ára afmæli Háskóla Íslands að hann væri á nýjum lista Times yfir 300 bestu háskóla í heimi. Skammt er þess að minnast að HÍ setti sér það markmið að vera meðal 100 bestu háskóla heims og þessi árangur sýnir að takmarkið er raunhæft. Stofnun Aldarafmælissjóðs HÍ er liður í því verkefni enda takmark hans að efla rannsóknir og nýsköpun, sem nýtast muni til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar. Framlög í afmælissjóðinn verða árangurstengd og höfð hliðsjón af því hvernig miðar í sókn HÍ að markmiðum í samræmi við árangursmælikvarða. Sumarið 2010 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnu um opinbera háskóla. Með henni er ætlunin að standa vörð um starfsemi þeirra með því að stofna samstarfsnet, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmiðið er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Miðað er við að aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir geti tekið þátt í starfi netsins, óháð rekstrarformi. Rektorar opinberu háskólanna undirrituðu nú í vikunni samstarfssamning um greiðan aðgang nemenda að námskeiðum á milli skólanna og byggir hann á vönduðum undirbúningi sem staðið hefur yfir undanfarið ár. Til að auka gæði allra skóla á háskólastigi hér á landi þarf að setja gæðaviðmið og fylgjast með hvort þeim sé náð. Sérstakir vinnu- og rýnihópar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru settir á stofn árið 2009, til að móta leiðir fyrir íslenska háskólakerfið. Ein af tillögum þessara vinnuhópa var að efla eftirlit með gæðum þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja íslenskra háskóla. Niðurstaðan varð að stofna hér á landi gæðaráð skipað erlendum sérfræðingum. Við þessa ákvörðun var tekið mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs, Byggt á styrkum stoðum, en þar er kveðið á um að efla beri formlegt eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna við háskóla. Gæðaráð háskólanna var svo formlega stofnað árið 2010 eftir undirbúning á vegum ráðuneytisins í samstarfi við Rannís, háskólana og Norman Sharp, fyrrverandi yfirmann þeirrar stofnunar sem fer með gæðaeftirlit við skoska háskóla. Formaður gæðaráðsins hér á landi er fyrrgreindur Norman Sharp. Honum til halds og trausts eru Barbara Brittingham, framkvæmdastjóri hjá New England Association of Schools and Colleges, sem meðal annars annast ytra gæðaeftirlit með háskólum eins og MIT, Brandeis og Harvard, Tove Bull, fyrrum rektor háskólans í Tromsö, Rita McAllister; skoskur sérfræðingur í listmenntun og fyrrum prófessor, Jean-Marie Hombert, prófessor við Háskólann í Lyon í Frakklandi, og hinn enski Frank Quinault, prófessor við Háskólann í St. Andrews. Eftir sem áður munu færustu fagsérfræðingar sem völ er á annast einstakar úttektir og munu meðlimir gæðaráðsins einvörðungu taka þátt í úttektum þar sem sérfræðiþekking þeirra nýtist. Til að tryggja aðkomu hagsmunaaðila háskóla og efla gagnsæi og upplýsingaflæði á milli ráðsins og háskólasamfélagins hefur enn fremur verið sett á stofn ráðgjafanefnd gæðaráðs. Í henni eiga sæti fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, háskóla, Vísinda- og tækniráðs og stúdenta. Markmið gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig. Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit. Stefnan er sett fram í gæðahandbók sem var kynnt á ráðstefnu um gæðamál háskólanna 18. október sl. Í henni eru sett fram mælanleg markmið sem háskólar verða að uppfylla og munu úrskurðir gæðaráðsins verða birtir opinberlega. Sett hafa verið skýr markmið og tímarammi um hvenær og hversu oft viðkomandi háskólar skulu gangast undir opinbert ytra gæðaeftirlit. Ljóst má vera að það eru miklar hræringar í íslensku háskólaumhverfi. Leiðarljósin eru skýr: Efla kennslu og rannsóknir um land allt með auknu samstarfi og öflugu gæðaeftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust á sama tíma og haldið var upp á 100 ára afmæli Háskóla Íslands að hann væri á nýjum lista Times yfir 300 bestu háskóla í heimi. Skammt er þess að minnast að HÍ setti sér það markmið að vera meðal 100 bestu háskóla heims og þessi árangur sýnir að takmarkið er raunhæft. Stofnun Aldarafmælissjóðs HÍ er liður í því verkefni enda takmark hans að efla rannsóknir og nýsköpun, sem nýtast muni til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar. Framlög í afmælissjóðinn verða árangurstengd og höfð hliðsjón af því hvernig miðar í sókn HÍ að markmiðum í samræmi við árangursmælikvarða. Sumarið 2010 gaf mennta- og menningarmálaráðuneytið út stefnu um opinbera háskóla. Með henni er ætlunin að standa vörð um starfsemi þeirra með því að stofna samstarfsnet, með hugsanlega sameiningu í huga. Markmiðið er þríþætt: Í fyrsta lagi að efla háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun til styrktar framtíðaruppbyggingu íslensks samfélags. Í öðru lagi að hagræða í rekstri háskólanna þannig að fjármunir nýtist sem allra best. Í þriðja lagi að halda uppi öflugri og fjölbreyttri háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Miðað er við að aðrar háskóla- og rannsóknastofnanir geti tekið þátt í starfi netsins, óháð rekstrarformi. Rektorar opinberu háskólanna undirrituðu nú í vikunni samstarfssamning um greiðan aðgang nemenda að námskeiðum á milli skólanna og byggir hann á vönduðum undirbúningi sem staðið hefur yfir undanfarið ár. Til að auka gæði allra skóla á háskólastigi hér á landi þarf að setja gæðaviðmið og fylgjast með hvort þeim sé náð. Sérstakir vinnu- og rýnihópar á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins voru settir á stofn árið 2009, til að móta leiðir fyrir íslenska háskólakerfið. Ein af tillögum þessara vinnuhópa var að efla eftirlit með gæðum þeirrar starfsemi sem fram fer innan veggja íslenskra háskóla. Niðurstaðan varð að stofna hér á landi gæðaráð skipað erlendum sérfræðingum. Við þessa ákvörðun var tekið mið af stefnu Vísinda- og tækniráðs, Byggt á styrkum stoðum, en þar er kveðið á um að efla beri formlegt eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna við háskóla. Gæðaráð háskólanna var svo formlega stofnað árið 2010 eftir undirbúning á vegum ráðuneytisins í samstarfi við Rannís, háskólana og Norman Sharp, fyrrverandi yfirmann þeirrar stofnunar sem fer með gæðaeftirlit við skoska háskóla. Formaður gæðaráðsins hér á landi er fyrrgreindur Norman Sharp. Honum til halds og trausts eru Barbara Brittingham, framkvæmdastjóri hjá New England Association of Schools and Colleges, sem meðal annars annast ytra gæðaeftirlit með háskólum eins og MIT, Brandeis og Harvard, Tove Bull, fyrrum rektor háskólans í Tromsö, Rita McAllister; skoskur sérfræðingur í listmenntun og fyrrum prófessor, Jean-Marie Hombert, prófessor við Háskólann í Lyon í Frakklandi, og hinn enski Frank Quinault, prófessor við Háskólann í St. Andrews. Eftir sem áður munu færustu fagsérfræðingar sem völ er á annast einstakar úttektir og munu meðlimir gæðaráðsins einvörðungu taka þátt í úttektum þar sem sérfræðiþekking þeirra nýtist. Til að tryggja aðkomu hagsmunaaðila háskóla og efla gagnsæi og upplýsingaflæði á milli ráðsins og háskólasamfélagins hefur enn fremur verið sett á stofn ráðgjafanefnd gæðaráðs. Í henni eiga sæti fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, háskóla, Vísinda- og tækniráðs og stúdenta. Markmið gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig. Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit. Stefnan er sett fram í gæðahandbók sem var kynnt á ráðstefnu um gæðamál háskólanna 18. október sl. Í henni eru sett fram mælanleg markmið sem háskólar verða að uppfylla og munu úrskurðir gæðaráðsins verða birtir opinberlega. Sett hafa verið skýr markmið og tímarammi um hvenær og hversu oft viðkomandi háskólar skulu gangast undir opinbert ytra gæðaeftirlit. Ljóst má vera að það eru miklar hræringar í íslensku háskólaumhverfi. Leiðarljósin eru skýr: Efla kennslu og rannsóknir um land allt með auknu samstarfi og öflugu gæðaeftirliti.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun