Fleiri fréttir

Herra Hnetusmjör gaf út Flottur strákur 2 á afmælisdaginn

Herra Hnetusmjör gaf út plötu í dag á 25 ára afmælisdaginn sinn sem ber heitið; Flottur Strákur 2. Platan er sjálfstætt framhald fyrir aðdáendur Flottur strákur, sem var fyrsta plata Herra Hnetusmjörs og kom út fyrir fimm árum síðan.

Hróðmar Sigurðsson gefur út sína fyrstu plötu

Í dag gaf gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson út sína fyrstu plötu og kemur hún út á vegum Reykjavik Record Shop. Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur í Flóa, Hörpu klukkan átta.

Donda er loksins komin út

Tíunda hljómplata rapparans Kanye West er komin út. Platan ber nafnið Donda en hún er nefnd eftir móður Kanyes, Dondu West, sem lést árið 2007.

„Partíplata með sam­visku­biti“

„Oggulítið dóp, eitthvað af kæruleysi, mikið af kynlífi, enn þá meira djamm og heil eilífð af straumum sársauka og hamingju að renna í eitt og sama fljót.“

Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana

Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi.

Föstudagsplaylisti Skratta

Skrattar hófu upprunalega störf árið 2015 sem tvíeyki og vöktu fljótt athygli fyrir hömlulausa sviðsframkomu og almennan usla. Skrattstjórar voru Guðlaugur Halldór Einarsson og Karl Torsten Ställborn en smám saman bættist við vaktina.

„Nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu“

„Platan er okkar tilraun til að búa til partí rokk. Það er nóg af hljómsveitum þar sem allir eru illa nettir með skeifu, þetta er ekki þannig. Þetta er bara „high energy“ keyrsla sem að fólk hefur vonandi gaman af,“ segir Hallur Sigurðsson í samtali við Vísi.

Charlie Watts missir af tónleikaferðalagi Rolling Stones

Charlie Watts, trommuleikari Rolling Stones mun ekki ferðast með sveitinni til Bandaríkjanna þar sem hún hefur tónleikaferðalag í september. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann undirgekkst á dögunum.

Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni

Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram.

Upp­strílaðir skratta­kollar gefa sig á vald glund­roðanum

Ólátaþrjótarnir í Skröttum komu út úr síðustu bylgju Covid af alefli með stappfullum tónleikum á nýopnuðu Húrra fyrir tveimur vikum síðan. Fylgdu því svo eftir með reifi á Flateyri liðna helgi, síðasta kvöldið áður en að takmarkanir skullu aftur á.

Elskar að djamma en fær ekki að djamma

Álfgrímur Aðalsteinsson hefur gert gott mót á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið. Þar er hann með um 11 þúsund fylgjendur og hafa vinsældir hans farið sívaxandi undanfarið. Hann hefur nú gefið út lag, sérstaklega tileinkað djamminu, sem hann fær þó ekki að stunda af eins miklum móði og hann hefði sjálfur viljað.

Shakira mögulega á leið fyrir dómara fyrir skattsvik

Shakira, tónlistarkonan heimsfræga frá Kólumbíu, er í basli á Spáni, þar sem hún býr. Dómari í Barcelona komst að þeirri niðurstöðu eftir þriggja ára rannsókn að nægar vísbendingar séu fyrir því rétta yfir Shakiru fyrir að hafa komið 14,5 milljónum evra undan skatti.

Bassaleikari ZZ Top er dáinn

Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum.

Drekka brjósta­mjólk á Sumri hinna heitu mæðra

Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM.

Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn

Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Tón­listar­mynd­bandið sé stutt teikni­mynd

Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað.

Bassi Mara­j gefur út lag Hin­segin daga 2021

Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu.

Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann

Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum.

Bríet blæs til útgáfutónleika í Eldborg

Söngkonan Bríet Ísis Elfar blæs til útgáfutónleika í haust vegna plötu sinnar Kveðja, Bríet. Öllu verður tjaldað til á tónleikunum sem fara fram í Eldborgarsal Hörpu þann 11. september.

Draum­farir gefa út plötuna Sögur af okkur

Hljómsveitin Draumfarir gaf út fimm laga EP plötuna Sögur af okkur, síðasta föstudag. Hljómsveitina skipa þeir Ragnar Már Jónsson og Birgir Steinn Stefánsson.

„Ég sé enga leið út úr þessu“

Magnús Kjartansson er risi í íslenskri tónlistarsögu; rokkstjarna og bakhjarl ýmissa merkra tónlistarverkefna í senn. Magnús fagnaði sjötugsafmæli sínu í mánuðinum og hver hefði nú trúað því? Hann er enn að. Á fullu.

Færa ís­lenska laga­lista í bíla­leigu­bíla

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) hefur ráðist í viðamikið verkefni í samstarfi við tónlistarmanninn Svavar Knút og íslenskar bílaleigur til að kynna erlenda ferðamenn hér á landi fyrir íslenskri tónlist.

„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“

Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu.

„Ef þú ert með vandaðan tón­listar­smekk verður kynja­hlut­fallið jafnt“

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Innipúkans, sem haldin er í Reykjavík árlega, eru furðu lostnir yfir því að útihátíðum á Íslandi takist ekki að halda kynjajafnvægi þegar tónlistarmenn eru valdir til að spila á hátíðunum. Þeir segja að hafi menn góðan tónlistarsmekk og gott menningarlæsi ætti tónleikadagskráin alltaf að verða jöfn þegar litið er til kynja.

Þeramín­spil í Máli og menningu

Dúettinn Huldumaður og víbrasjón hefur verið á tónleikaferðalagi um norður- og vesturhluta landsins undanfarinn mánuð en sveitin hefur þá sérstöðu að nota hljóðfærið þeramín í tónlistinni.

Sér hvað lista­menn sem hún vinnur með eru ást­ríðu­fullir

Esther Þorvaldsdóttir hefur í gegn um tíðina starfað á flestum sviðum tónlistarbransans en ferill hennar hófst sem aðstoðarmaður hjá menningarstjórnunarfyrirtækinu Aura. Á þeim áratugi sem liðinn er hefur hún keypt fyrirtækið og fært út kvíarnar.

Sjá næstu 50 fréttir