Kemur ekki fram á tónlistarhátíð vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 21:32 DaBaby á tónleikunum sem hann viðhafði hatursorðræðu á. Jason Koerner/Getty Rapparinn DaBaby kemur ekki fram á lokakvöldi tónlistarhátíðarinnar Lollapalooza sem fram fer í Chicago í kvöld. Ástæðan er hatursorðræða sem hann viðhafði á tónleikum í síðustu viku. Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram. Bandaríkin Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Til stóð að DaBaby, einn vinsælasti rappari síðasta árs, myndi sjá um lokaatriðið á tónlistarhátíðinni Lollapalooza. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynntu í dag að ekkert yrði af tónleikum hans og að rapparinn Young Thug kæmi fram í hans stað. „Lollapalooza var stofnuð á fjölbreytni, inngildingu, virðingu og ást. Með þetta í huga mun DaBaby ekki koma fram í Grant Park í kvöld,“ sagði í Twitterfærslu skipuleggjenda hátíðarinnar. Lollapalooza was founded on diversity, inclusivity, respect, and love. With that in mind, DaBaby will no longer be performing at Grant Park tonight. Young Thug will now perform at 9:00pm on the Bud Light Seltzer Stage, and G Herbo will perform at 4:00pm on the T-Mobile Stage. pic.twitter.com/Mx4UiAi4FW— Lollapalooza (@lollapalooza) August 1, 2021 Á tónleikum í Miami í síðustu viku gerði DaBaby lítið úr þeim sem þjást af HIV og samkynhneigðum. Hann bað áhorfendur að kveikja á ljósum í símum sínum og setja þá á loft. Alla áhorfendur nema samkynhneigða menn og þá sem eru með sjúkdóminn HIV. Þá sagði hann einnig að sjúkdómurinn „dræpi þig á tveimur til þremur vikum,“ en það er auðvitað ekki satt. Rapparinn hefur þegar verið gert að sæta afleiðingum orða sinna en fyrr í vikunni var honum sparkað frá tónleikum á vegum stjórnmálaflokksins Working Families Party. Þá hefur fataframleiðandinn Boohoo sagt upp samstarfssamninginn við DaBaby. Fjölmargir tónlistarmenn hafa fordæmt ummæli DaBabys, þar á meðal Elton John. „Við verðum að brjóta niður fordóma gegn HIV en ekki dreifa þeim. Sem tónlistarfólk er það okkar hlutverk að sameina fólk,“ sagði Elton á Instagram.
Bandaríkin Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira