Fleiri fréttir

Málar hrúta í gríð og erg

Hrútar eru í miklu uppáhaldi hjá listamanni í Eyjafirði enda hefur hann málað þá marga um ævina og selt ferðamönnum.

„Það er svo auðvelt að vera aumingi í dag“

Að hætta í nikótínpúðum, borða meira, fara í nokkra göngutúra - og ekki vera aumingi; þetta er á meðal þess sem Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari, betur þekktur sem Gummi Emil, leggur til að fólk tileinki sér á nýju líkamsræktarári. Hann hefur áhyggjur af heilsu fólks sem hangir á samfélagsmiðlum daginn inn og út.

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

Lisa Marie Presley á sjúkrahúsi eftir hjartastopp

Söngkonan Lisa Marie Presley, dóttir tónlistarmannsins heitna Elvis Presley, var flutt á sjúkrahús í kvöld. Hún er sögð hafa farið í hjartastopp á heimili hennar í Calabasas í Kaliforníu.

Þakka ís­lenskum al­menningi fyrir það að 100 milljónir hafi safnast

Félagasamtökin UN Women á Íslandi hafa náð þeim stóra áfanga að safna yfir 100 milljónum með árlegri herferð sinni Fokk ofbeldi. Síðustu átta ár hafa félagasamtökin staðið fyrir framleiðslu og sölu á hinum ýmsa varningi til styrktar verkefna samtakanna sem miða að því að útrýma kynbundnu ofbeldi.

Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn

Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. 

Harry búinn að brenna allar brýr að baki sér

Bókin sem öll heimsbyggðin er að tala um, "Varaskeifa" eftir Harry Bretaprins, kom í bókabúðir á Íslandi í dag. Áhugakona um bresku konungsfjölskylduna segir að Harry sé með bókinni búinn að brenna allar brýr að baki sér hvað fjölskylduna varðar.

Idol keppandi á von á barni

Idol keppandinn Saga Matthildur Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Sigurði Reyni Rúnarssyni. Þessu greindi Saga frá á Instagram á nýársdag.

Stjörnurnar skinu skært á Golden Globes

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Beverly Hills í nótt. Var þetta í átttugasta skipti sem hátíðin var haldin og skinu stjörnurnar sínu allra skærasta.

Harry talar um bókina: Sam­hengis­leysi, ilm­vatn mömmu og kal í klofi

Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 

„Auðveldasta já í heimi“

Fanney Ingvarsdóttir og Teitur Páll Reynisson eru trúlofuð. Fanney greinir frá gleðitíðindunum á Instagram.

Tónlistin í Babylon þótti best

Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon.

Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry

Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry.

Buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu: „Pabbkviss, PabbPong og Pabbvision“

Hljómsveitin Bandmenn hélt svokallað pabbakvöld síðastliðinn föstudag þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu með öllu tilheyrandi. Strákarnir hafa fengið mikil viðbrögð við þessum viðburði en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu einstaka kvöldi.

Leikaraparið á von á sínu öðru barni

Bandarísku leikararnir Nikki Reed og Ian Somerhalder, sem kynntust við tökur á The Vampire Diaries, eiga von á sínu öðru barni, fimm árum eftir að þau eignuðust sitt fyrsta.

Von­­svikinn en biður tryllta stuðnings­­menn að hætta öllu skít­kasti

Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau.

Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla

Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni.

Rapparinn Yung Nigo Drippin' með endur­komu

Á miðnætti kom út platan Stjörnulífið með rapparanum Yung Nigo Drippin'. Platan markar endurkomu rapparans en hann hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár. Hann hefur legið undir feldi og unnið að plötunni frá árinu 2019.

Arnar Grant snúinn aftur

Arnar Grant hefur hafið störf sem einkaþjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron. Verktakasamningi hans hjá World Class var sagt upp á seinasta ári eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu Lazarevu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau hafa bæði hafnað ásökununum.

Hefur ekki borðað í fjóra daga og líður bara vel

„Ég er ótrúlega góður,“ segir Sigurður Örn Ragnarsson sem fastað hefur síðan í kvöldmatnum á mánudag. Borðar hann ekkert og drekkur eingöngu vatn. Hann ræddi uppátækið við Ósk Gunnars á FM957 fyrr í dag. 

Sér­­stakar kröfur stjarnanna: Hvolpar, bóluplast og gervi­­limur

Þegar heimsfrægar stjörnur koma fram gera þær oftar en ekki kröfu um að ákveðnir hlutir séu til staðar í búningsherbergi þeirra. Þetta getur til dæmis verið ákveðinn matur, nóg af vatni eða einhver sérstakur aðbúnaður sem óskað er eftir. Sumar kröfur eru þó athyglisverðari en aðrar. Þeir Rikki G og Egill Ploder fóru yfir málið í Brennslunni.

Sjá næstu 50 fréttir