Fleiri fréttir

Langar að verða stórmeistari í skák

Hann lærði mannganginn í skák fimm ára og fór í sína fyrstu kappskák sex ára. Óskar Víkingur Davíðsson 10 ára er nú orðinn Norðurlandameistari í skólaskák í sínum aldursflokki.

Nýtt og spennandi starf

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir lektor hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sem staðsett er á Akueyri. Hún segir mörg úrlaunsarefni blasa við.

Matur beint frá býli í Hörpu

Matarmarkaður Búrsins fer fram í Hörpu um helgina. Um fimmtíu framleiðendur selja vörur sínar milliliðalaust. Aðstandendur vilja hvetja fólk til að mæta með börn á markaðinn og leyfa þeim að kynnast uppruna vörunnar.

Villidýrið sleppur út í kvöld

Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.

Ókeypis um helgina

Það verður nóg um að vera um helgina fyrir stóra sem smáa og hvort sem ætlunin er að rækta líkama eða sál. Matur spilar stórt hlutverk.

Það er sáluhjálp í allri sköpun

Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í næstu viku og þar eru þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Helgi Björnsson í tveimur af aðalhlutverkunum. Þau gáfu sér tíma til þess að spjalla um ABBA, lífið í leikhúsinu og mikilvægi þess að þora að reyna eitthvað nýtt og spennandi.

Snapchat filterarnir sem allir elska

Evan Spiegel, Bobby Murphy og Reggie Brown, höfundar appsins sívinsæla Snapchat, hafa þróað forritið jafnt og þétt undafarið, en nýjasta uppfærsla þess býður notendum að nota fjölbreytta filtera til að lífga upp á myndskeiðin sín en Snap­chat virkar þannig að notendur senda sín á milli myndir og allt að 10 sekúndna myndskeið.

Með nikkuna frá sjö ára aldri

Margrét Arnardóttir harmóníkuleikari kemur fram á tónleikum í Stúdentakjallaranum og Salnum í dag. Margrét var aðeins sjö ára þegar hún byrjaði að spila en hún hefur alla tíð heillast af nikkunni.

Margir karlmenn ofmeðhöndlaðir

Laufey Tryggvadóttir prófessor hefur ásamt öðrum rannsakað hvernig má með betri hætti greina krabbamein í blöðruhálskirtli. Of oft eru gerðar óþarfar aðgerðir.

Alltaf með rauða varalitinn

Ragna Fossberg sýnir okkur nokkra af sínum eftirlætishlutum. Meðal þeirra er rauði varaliturinn frá Revlon sem hún hefur notað í tuttugu ár og hálsmen sem hún bar á Eddunni.

Kostar aldrei neitt að spyrja

Hásetinn Níels Alvin Níelsson reri á dögunum á ný mið og skipuleggur nú sína fyrstu tónleika. Salur í Háskólabíói hefur verið pantaður en tónleikarnir eru með uppáhaldshljómsveitinni hans, Fairport Convention.

Með Stúdenta­kjall­aranum kom mikil tónlistar­flóra

Allir háskólar Íslands standa í sameiningu fyrir Háskóladeginum sem verður haldinn laugardaginn 5. mars frá kl. 12 til 16. Markmið skólanna er að bjóða upp á metnaðarfulla kynningu á öllum mögulegum námsleiðum á Íslandi, sem eru yfir 500 talsins.

Bítast um hver sé hin eina og sanna Kylie

Ástralska söngkonan Kylie Minogue og hin bandaríska Kylie Jenner há nú baráttu fyrir dómstólum um það hvor þeirra eigi rétt á vörumerkinu „Kylie“ í Bandaríkjunum.

Við erum alltaf á vakt sama hvar við erum staddir

Haukur Heiðar Hauksson, heimilislæknir og söngvari í hljómsveitinni Diktu, stendur á tímamótum. Hann lauk sinni seinustu vakt í vikunni sem sérnámslæknir í heimilislækningum. Framundan eru nýir tímar á heilsugæslunni ásamt ferðalögum með hljómsveit sinni.

Sjá næstu 50 fréttir