Villidýrið sleppur út í kvöld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2016 10:00 "Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka,“ segir Valmar. mynd/Daníel Starrason Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég kom hingað árið 1994 frá Tallinn í Eistlandi til að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Það var framlengt um ár í viðbót og aftur þegar ég fékk ég starf sem organisti. Svo eignaðist ég íslenskt Visa-kort og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Valmar Väljaots sposkur, en hann starfar sem organisti í Glerárkirkju á Akureyri og spilar í þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum þess á milli. Það má kalla Valmar þúsundþjalasmið þegar kemur að tónlist og tónlistarstefnum og hann leikur á mörg hljóðfæri. Hann segir lítið mál að sameina sálmaundirleik og pönk, hann hafi alltaf vasast í ólíkri tónlist. „Mér fannst Hvanndalsbræður vera fyrirbæri sem ég hefði ekki prófað áður en ég hef verið í bandinu frá 2007. Hvanndalsbræður þróuðust úr dægurlagapönksveitinni Húfu sem pönkaði íslensk lög. Mér fannst ég verða að prófa þetta. Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka og með þeim kemur villidýrið fram,“ segir Valmar hlæjandi.Tónlistarleg tugþraut „Ég hef gegnum árin alltaf blandað alls konar tónlist saman, ég lærði klassíska tónlist og er fiðluleikari en spila á píanó, harmóníku, hljómborð og strengjahljóðfæri eins og gítar og mandólín. Ég hef spilað keltneska tónlist, dixieland, fusion og ýmiss konar stefnur. Ég er í eins konar tónlistarlegri tugþraut. Þegar ég var í sovéska hernum spilaði ég meira að segja á básúnu,“ segir Valmar en hann ólst upp í Tallinn á þeim tíma þegar Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna. „Það var herskylda í Eistlandi og ég þurfti að gegna herskyldu í tvö ár. Í hernum var lúðrasveit og mér tókst að sannfæra þá um að ég gæti leikið á básúnu. Ég hafði aldrei verið í lúðrasveit, og básúnuleikur ekki mín köllun.“Valmar Väljaots með nikkuna ásamt félögum sínum í Hvanndalsbræðrum. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.mynd/Daníel StarrasonÍsland orðið „heim“ Eftir tuttugu og tvö ár á Íslandi segist Valmar kalla Ísland „heim“. Fjölskyldan fer reglulega í heimsókn til gamla landsins en vill helst eyða sumrunum á Íslandi. „Ég fer út til að knúsa tengdamömmu. Sjálfur á ég ekki margt að sækja til Eistlands en foreldrar mínir eru báðir dánir. Nú í ár mun ég reyndar fara tvisvar í kórferðir til þangað. Á sumrin vil ég helst vera heima á Íslandi. Þó ég breytist kannski aldrei alveg í Íslending, út af móðurmálinu, þá á ég heima hér, þetta er orðinn svo langur tími og allir mínir bestu vinir mínir eru hér á Íslandi.“ Valmar mun stíga á svið með Hvanndalsbræðrum í kvöld í Tjarnarbíói og segir hljómsveitina hafa æft stíft undanfarið. „Við æfum alltaf einu sinni í viku, eins og alvöru bílskúrsbandi sæmir. Ég hef reyndar skrópað nokkrum sinnum, æfingarnar hafa stangast á við bridsmót. En hinir hafa æft vel, ég er bara rjóminn ofan á kökuna. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði flott,“ segir Valmar.Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Milli þess sem Valmar Väljaots organisti í Glerárkirkju þenur kirkjuorgelið spilar hann með þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum. Þar segist hann frá útrás fyrir villidýrið í sér en reynir að haga sér í messu. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld. „Ég kom hingað árið 1994 frá Tallinn í Eistlandi til að kenna á fiðlu í tónlistarskólanum á Húsavík í eitt ár. Það var framlengt um ár í viðbót og aftur þegar ég fékk ég starf sem organisti. Svo eignaðist ég íslenskt Visa-kort og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Valmar Väljaots sposkur, en hann starfar sem organisti í Glerárkirkju á Akureyri og spilar í þjóðlagapopppönksveitinni Hvanndalsbræðrum þess á milli. Það má kalla Valmar þúsundþjalasmið þegar kemur að tónlist og tónlistarstefnum og hann leikur á mörg hljóðfæri. Hann segir lítið mál að sameina sálmaundirleik og pönk, hann hafi alltaf vasast í ólíkri tónlist. „Mér fannst Hvanndalsbræður vera fyrirbæri sem ég hefði ekki prófað áður en ég hef verið í bandinu frá 2007. Hvanndalsbræður þróuðust úr dægurlagapönksveitinni Húfu sem pönkaði íslensk lög. Mér fannst ég verða að prófa þetta. Sem tónlistarkennari og organisti í kirkju gefast ekki mörg tækifæri til að pönka og með þeim kemur villidýrið fram,“ segir Valmar hlæjandi.Tónlistarleg tugþraut „Ég hef gegnum árin alltaf blandað alls konar tónlist saman, ég lærði klassíska tónlist og er fiðluleikari en spila á píanó, harmóníku, hljómborð og strengjahljóðfæri eins og gítar og mandólín. Ég hef spilað keltneska tónlist, dixieland, fusion og ýmiss konar stefnur. Ég er í eins konar tónlistarlegri tugþraut. Þegar ég var í sovéska hernum spilaði ég meira að segja á básúnu,“ segir Valmar en hann ólst upp í Tallinn á þeim tíma þegar Eistland var undir stjórn Sovétríkjanna. „Það var herskylda í Eistlandi og ég þurfti að gegna herskyldu í tvö ár. Í hernum var lúðrasveit og mér tókst að sannfæra þá um að ég gæti leikið á básúnu. Ég hafði aldrei verið í lúðrasveit, og básúnuleikur ekki mín köllun.“Valmar Väljaots með nikkuna ásamt félögum sínum í Hvanndalsbræðrum. Hljómsveitin spilar í Tjarnarbíói í kvöld.mynd/Daníel StarrasonÍsland orðið „heim“ Eftir tuttugu og tvö ár á Íslandi segist Valmar kalla Ísland „heim“. Fjölskyldan fer reglulega í heimsókn til gamla landsins en vill helst eyða sumrunum á Íslandi. „Ég fer út til að knúsa tengdamömmu. Sjálfur á ég ekki margt að sækja til Eistlands en foreldrar mínir eru báðir dánir. Nú í ár mun ég reyndar fara tvisvar í kórferðir til þangað. Á sumrin vil ég helst vera heima á Íslandi. Þó ég breytist kannski aldrei alveg í Íslending, út af móðurmálinu, þá á ég heima hér, þetta er orðinn svo langur tími og allir mínir bestu vinir mínir eru hér á Íslandi.“ Valmar mun stíga á svið með Hvanndalsbræðrum í kvöld í Tjarnarbíói og segir hljómsveitina hafa æft stíft undanfarið. „Við æfum alltaf einu sinni í viku, eins og alvöru bílskúrsbandi sæmir. Ég hef reyndar skrópað nokkrum sinnum, æfingarnar hafa stangast á við bridsmót. En hinir hafa æft vel, ég er bara rjóminn ofan á kökuna. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði flott,“ segir Valmar.Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld.
Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið