Fagnar fimmtugsafmæli í Berlín Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 09:45 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, er fimmtugur í dag. „Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
„Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira