Fagnar fimmtugsafmæli í Berlín Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 09:45 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, er fimmtugur í dag. „Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði. Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði.
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira