Fagnar fimmtugsafmæli í Berlín Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. mars 2016 09:45 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, er fimmtugur í dag. „Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
„Ég er í töluvert betra formi núna heldur en ég var þegar ég var fertugur svo mér líst bara vel á þetta. Maður hefur miklu meira úthald heldur en maður hafði þegar maður var yngri, en auðvitað fylgja þessu líka blendnar tilfinningar, það er eitthvað við það að tala um öld sem er skrítið. Mér líður alltaf eins og ég sé 25 ára, svo er ég ekki bara tvisvar sinnum 25 ára? Held það sé best svoleiðis,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, en hann fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur Bjarni kemur til með að fagna tímamótunum í Berlín með eiginkonu sinni, Þórunni Geirsdóttur, þar sem þau ætla að njóta menningarinnar sem borgin hefur upp á að bjóða. „Ég verð í flugvél á leið til Berlínar þegar þetta skellur á, ég ætla að halda upp á afmælið með konunni minni, og við ætlum að upplifa menninguna sem Berlín hefur upp á að bjóða, kíkja í heimsókn í óperuna og menningarhúsin. Það er alltaf gaman að skoða menningarhús í öðrum löndum. Til að útiloka ekki restina af fjölskyldunni þá ætla ég að gleðjast með fjölskyldu og nánum vinum á Jómfrúnni þegar við komum heim, en það er uppáhaldsstaðurinn minn,“ segir Þorvaldur Bjarni aðspurður hvernig hann komi til með að eyða afmælisdeginum sínum. Þorvaldur segir að sér þyki gaman að eiga afmæli: „Það er sérstaklega gaman þegar það er kveikjan að því að fara gera eitthvað skemmtilegt. Þar sem ég vinn mjög mikið, gefur þetta manni afsökun til að stinga af,“ segir Þorvaldur. Margt hefur drifið á daga Þorvaldar Bjarna en hann var ráðinn tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar í maí 2014. Þorvald Bjarna þekkja líklega flestir úr hljómsveitinni Todmobile en nóg er um að vera hjá kappanum á næstunni. „Framundan eru tónleikar í Eldborg 16. apríl þar sem við munum koma með Völuspá sem Valgerður Guðnadóttir syngur ásamt kórum og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. 13. mars verður einn fjölhæfasti gítarleikari Evrópu, Guðmundur Pétursson, með tvöfaldan gítarkonsert með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Svo verður Todmobile á Græna hattinum 22. og 23. apríl,“segir Þorvaldur Bjarni bjartsýnn á komandi viðburði.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira