Vil gera meira í eigin nafni, stofna bönd og semja 5. mars 2016 10:30 Anna Gréta hefur nóg að gera í spilamennskunni í Svíþjóð. Mynd/ Kenth Wångklev Ég er frekar mikið að spila úti um allt með mismunandi fólki og á mismundandi stöðum svo dagarnir snúast um æfingar og gigg, ég er í skóla líka svo það er dálítið púsl að láta allt ganga upp. En þetta mallar einhvern veginn,“ segir Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanisti, sem var valin bjartasta vonin í djass- og blúsflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og stundar nú nám við Kungliga musikhögskolan í Stokkhólmi. Nýlega fékk hún að upplifa landsbyggð Svíþjóðar í vetrargallanum því hún ferðaðist í tvær vikur um Norrbotten-svæðið með Norrbotten Big Band, einni bestu stórsveit þar í landi. „Það var æðislegt – en það var kalt. Fór í 17 gráður í mínus,“ segir hún. „Við fluttum tónlist sem var skrifuð af ungu fólki á svæðinu og útsett af big-bandinu. Leið bandsins til að ná til yngra fólks.“ Hún kveðst hafa komist í ferðina gegnum Håkan Broström, einn af fremstu saxófónleikurum Svíþjóðar. „Ég var að spila með Håkan í hljómsveitinni hans og í kvartettum og hann spilar líka með Norrbotten Big Band ásamt fleiri frábærum sólóistum.“ Anna Gréta flutti til Stokkhólms undir haust 2014 og er ánægð. Spurð hvort hún hafi kunnað sænsku þegar hún kom út svarar hún: „Nei, ég fékk að læra hana hér. Það voru svona tveir mánuðir í myrkrinu og svo opnaðist allt skyndilega og ég fór að skilja. Mér finnst Stokkhólmur æðisleg borg og það eru flottir djasstónlistarmenn hérna. Fólk er líka mjög meðvitað um jafnrétti í bransanum hér, án þess að ég ætli að fara að gagnrýna Ísland.“ Hún á eitt og hálft ár eftir í skólanum en hyggst búa áfram í Stokkhólmi og halda áfram að spila. „Svo vil ég gera meira í eigin nafni, setja saman eigin bönd og semja.“ Spurð hvort fleiri ferðalög séu á döfinni svarar hún: „Ekki langir túrar en ég og söngkonan Stina Agustsdottir, sem býr hérna, erum með verkefni sem heitir Björkologi, það er tónlist Bjarkar í okkar eigin djassútsetningum, og við ætlum að túra um Svíþjóð í mars og apríl. Svo ætlar pabbi, Sigurður Flosason, að koma í júní og þá tökum við einhver sumargigg saman.“ gun@frettabladid.is Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Sjá meira
Ég er frekar mikið að spila úti um allt með mismunandi fólki og á mismundandi stöðum svo dagarnir snúast um æfingar og gigg, ég er í skóla líka svo það er dálítið púsl að láta allt ganga upp. En þetta mallar einhvern veginn,“ segir Anna Gréta Sigurðardóttir djasspíanisti, sem var valin bjartasta vonin í djass- og blúsflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2015 og stundar nú nám við Kungliga musikhögskolan í Stokkhólmi. Nýlega fékk hún að upplifa landsbyggð Svíþjóðar í vetrargallanum því hún ferðaðist í tvær vikur um Norrbotten-svæðið með Norrbotten Big Band, einni bestu stórsveit þar í landi. „Það var æðislegt – en það var kalt. Fór í 17 gráður í mínus,“ segir hún. „Við fluttum tónlist sem var skrifuð af ungu fólki á svæðinu og útsett af big-bandinu. Leið bandsins til að ná til yngra fólks.“ Hún kveðst hafa komist í ferðina gegnum Håkan Broström, einn af fremstu saxófónleikurum Svíþjóðar. „Ég var að spila með Håkan í hljómsveitinni hans og í kvartettum og hann spilar líka með Norrbotten Big Band ásamt fleiri frábærum sólóistum.“ Anna Gréta flutti til Stokkhólms undir haust 2014 og er ánægð. Spurð hvort hún hafi kunnað sænsku þegar hún kom út svarar hún: „Nei, ég fékk að læra hana hér. Það voru svona tveir mánuðir í myrkrinu og svo opnaðist allt skyndilega og ég fór að skilja. Mér finnst Stokkhólmur æðisleg borg og það eru flottir djasstónlistarmenn hérna. Fólk er líka mjög meðvitað um jafnrétti í bransanum hér, án þess að ég ætli að fara að gagnrýna Ísland.“ Hún á eitt og hálft ár eftir í skólanum en hyggst búa áfram í Stokkhólmi og halda áfram að spila. „Svo vil ég gera meira í eigin nafni, setja saman eigin bönd og semja.“ Spurð hvort fleiri ferðalög séu á döfinni svarar hún: „Ekki langir túrar en ég og söngkonan Stina Agustsdottir, sem býr hérna, erum með verkefni sem heitir Björkologi, það er tónlist Bjarkar í okkar eigin djassútsetningum, og við ætlum að túra um Svíþjóð í mars og apríl. Svo ætlar pabbi, Sigurður Flosason, að koma í júní og þá tökum við einhver sumargigg saman.“ gun@frettabladid.is
Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Sjá meira