Fleiri fréttir

Leoncie svarar Tobbu Marínós

Leoncie hefur sent Tobbu Marínósdóttir tóninn fyrir pistil sem hún skrifaði á bloggsíðu sína um tónleika söngkonunnar á Gauki á Stöng í lok janúar. Tobba skemmti sér vel á tónleikunum en kvartaði undan því hversu seint Leoncie steig á sviðið, eða tveimur tímum seinna en áætlað var.

M.I.A. gaf Bandaríkjamönnum fingurinn - NBC biðst afsökunar

Forsvarsmenn NBC hafa beðist afsökunar á því að hafa ekki verið nógu snöggir að hylja miðfingur söngkonunnar M.I.A. sem rappaði í lagi Madonnu, Give Me All Your Luvin, í auglýsingahléinu á Ofurskálinni síðastliðna nótt.

Stuð við opnun tískuskóla

Tískuskólinn Fashion Academy Reykjavík, sem Elite á Íslandi stendur á bak við, var formlega opnaður fyrir skömmu. Fjöldi góðra gesta mætti á opnunina þar sem haldin var tískusýning og boðið upp á gómsætan mat. Skólinn verður miðstöð náms í greinum tengdum tísku, heilsu og fegurð. Skólinn mun bjóða upp á góða aðstöðu og fyrsta flokks nám undir leiðsögn færustu sérfræðinga í sínu fagi. Rík áhersla verður lögð á samvinnu á milli deilda og að nemendur vinni að raunverulegum og lifandi verkefnum.

Engin smá villa maður

Fyrrum tennisstjarnan Anna Kournikova seldi sjö herbergja villuna sína í Miami fyrir helgi. Hún fékk 7,4 milljónir bandaríkjadali fyrir herlegheitin. Húsið er hið glæsilegasta með sundlaug og einkahöfn eins og sjá má í myndasafni. Þá má sjá Önnu ásamt unnusta sínum söngvaranum Enrique Iglesias.

Umdeild sem ungfrú Svínka

„Það var rosalega gaman að gera þetta,“ segir Kastljósskonan Margrét Erla Maack. Hún klæddi sig upp sem ungfrú Svínka þegar hún sá Prúðuleikarana í bíó fyrir skömmu. Með henni í för var vinur hennar sem var í gervi bjarnarins Fossa. Fleiri vinir þeirra ætluðu að koma með í búningum en heltust úr lestinni.

Demi skráir sig í meðferð

Leikkonan Demi Moore, 49 ára, skráði sig á meðferðarheimilið Cirque Lodge í Sundance í Utah í gærdag...

Undraefni sem þykkir hárið

"Efnið er úr náttúrulegum bómullar trefjum sem maður ber eða eiginlega saltar hárið með og þær hlaða sér utan á hárið og þykkja það allt að 80% og eru án allra óæskilegra gervi- og aukaefna," segir Baldur Rafn Gylfason...

Gefa ferð á danshátíð

Í kvöld verður gefin ferð á eina stærstu danstónlistarhátíð heims á skemmtikvöldinu Music Matters í Sjallanum á Akureyri. Hátíðin heitir Tomorrowland og er haldin í Belgíu ár hvert. Á henni koma fram allir helstu plötusnúðar heims, þar á meðal David Guetta, Tiesto og Swedish House Mafia. Um 180 þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og í ár ætlar hópur Íslendinga að sækja hátíðina. Music Matters er útvarpsþáttur á Flass 104,5 með Óla Geir Jónssyni og verður hann einmitt einn af plötusnúðunum í Sjallanum.

Forrit sem les hugsanir

Vísindamenn hafa þróað forrit sem getur lesið hluta af hugsunum fólks, byggt á því hvaða orð fólkið heyrir. Þetta þýðir að líf þeirra sem hafa fengið heilablóðfall eða glíma við annars konar veikindi sem hamla talfærni þeirra getur breyst til muna.

Kim Kardashian sötrar kaffi

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian var mynduð á LAX flugvellinum á leið sinni til Miami í gærdag... Hönnun er mest spennandi verkefni sem ég hef tekist á við. Mig dreymir um að láta fötin líta út eins og hugur minn. Það er æðislegt að sjá sniðin verða að veruleika eftir að hafa teiknað þau á blað, lét Kim hafa eftir sér.

Jógvan með fallega frumburðinn

"Já auðvitað var ég viðstaddur fæðinguna. Eftir að hafa upplifað það verð ég að segja að við menn erum bara aumingjar,“ segir Jógvan Hansen, færeyski söngvarinn sem bræddi þjóðina þegar hann sigraði íslensku X-Factor söngvakeppnina árið 2007...

Cowell vill Beyoncé í dómarasæti í X-Factor

Orðrómur er uppi um að Beyoncé Knowles hafi verið boðnir um sextíu milljarðar króna fyrir að vera dómari í bandarísku sjónvarpsþáttunum X-Factor næstu fimm árin.

Lætur hjartað stjórna ferðinni

"Mín líkamsrækt felst aðallega í því að anda niður fyrir rifbein og vera með hugann á sama stað og líkamann. Ég fer út að ganga, læt eftir mér að tárast yfir fallegri vetrarbirtu og elda með hjartanu,“ segir Margrét Blöndal fjölmiðlakona spurð hvernig hún eflir sjálfa sig og eigin vellíðan...

Harry Potter var fullur í kvikmyndatökum

Daniel Radcliffe, sem þekktastur er fyrir að leika galdrastrákinn Harry Potter, hefur viðurkennt fyrir slúðurblaðinu Heat að hann hafi nokkrum sinnum verið drukkinn á meðan kvikmyndatökur stóðu yfir. "Ég fór drukkinn í vinnuna, segir hann. Ég get bent þér á nokkur atriði þar sem ég er blindfullur,“ segir hann og bætir við að hann eigi auðvelt með að lenda í fíkn. "Radcliffe segist vera hættur að drekka. Þú þarft annað hvort að hætta þessu eða bara gefast upp fyrir þessu,“ segir hann um áfengisfíknina.

Jóhannes keppir á móti Lars Von Trier

Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða.

Kraftaverkastúlkan Þuríður

"Staðan á minni stjörnu er ofsalega góð í dag. Hún fór í rannsóknir í byrjun janúar og kraftaverkin hjá henni halda áfram að gerast og æxlið fer minnkandi,“ segir Áslaug Ósk Hinriksdóttir, móðir Þuríðar Örnu Óskarsdóttur, níu ára, sem greindist með illvíga flogaveiki og góðkynja æxli í heila 25. október árið 2004, þá tveggja og hálfs árs gömul.

Ólétt í Eurovision

Rósa Birgitta Ísfeld, sem syngur lagið Stund með þér sem komst áfram í úrslitakeppni Eurovision, er gengin fjóra mánuði með sitt annað barn.

Skilur núna allt þetta ömmu- og afatal

Unnur Steinsson, vörustjóri Lyfju og ein farsælasta sýningarstúlka landsins, situr aldrei auðum höndum en ásamt starfi sínu, áhugamálum og uppeldinu stefnir hún á að opna heimasíðu í ferðaþjónustunni innan skamms.

Stjörnur í Vesalingunum

Það er óhætt að segja að kvikmynd Toms Hooper, sem byggð er á Les Miserables, verði stjörnum prýdd. Búið er að ráða leikara í helstu hlutverk myndarinnar og má þar sjá nöfn á borð við Anne Hathaway, Amanda Seyfried, Hugh Jackman, Russell Crowe, Helena Bonham Carter og Sacha Baron Cohen. Myndin fer í tökur á næstu dögum.

Þúsund súkkulaðibrosum verður dreift á Austurvelli á morgun

Þúsund súkkulaðibrosum verður dreift á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið á morgun laugardag klukkan 14:00. Þetta er eitt af mörgum atriðum til að lyfta upp andanum á hvatningarhátíð Bergljótar Arnalds sem ber heitið Kærleikar en súkkulaðibrosin er hugmyndasmíð Geggu myndlistarkonu....

Samningur í verðlaun

Eskimo-umboðsskrifstofan leitar nú að stúlkum til að taka þátt í nýrri fyrirsætukeppni er nefnist Eskimo-stúlkan 2012. Keppnin verður með öðru sniði en áður því sigurvegarinn fer ekki út í áframhaldandi keppni heldur kemst á samning hjá hinni virtu Next umboðsskrifstofu.

Krúnurökuð Willow Smith

Dóttir Will Smith og Jödu Pinkett Smith, poppstjarnan Willow Smith, 11 ára, setti mynd af sér á síðuna sína þar sem hún er búin að krúnuraka sig. Eins og sjá má á myndunum fer nýja hárgreiðslan stelpunni afburða vel.

Bronsaður Beckham

Fótboltakappinn David Beckham, 36 ára, var myndaður þegar undirfatalínan hans var formlega opnuð í H&M í London 1. febrúar síðastliðinn. Eins og sjá má á myndunum er stytta af kappanum á nærbuxunum einum fata fyrir utan verslunina. Þá má einnig sjá David yfirgefa veitingahús þar sem haldið var upp á nýju undirfatalínuna.

Fer ferilskráin þín í ruslið?

Gréta Matthíasdóttir, náms- og starfsráðgjafi, er ein þeirra sem fluttu fyrirlestur á framadögum í Háskólanum í Reykjavík á dögunum.

Syngur ekki sjálf

Fiðluleikarinn og söngkonan Gréta Salóme Stefánsdóttir spilar stórt hlutverk í úrslitum Eurovision í ár. Gréta semur lag og texta við lögin Mundu eftir mér og Aldrei sleppir mér ásamt því að syngja þau sjálf.

Tvíburar Tinnu fæddir með sitthvorn afmælisdaginn

Guðrún Tinna Ólafsdóttir dóttir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og eiginmaður hennar Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Umami seafood í Bandaríkjunum, eignuðust tvíbura, stúlku og strák í nótt. Það sérstaka átti sér stað að börnin fæddist öðru hvoru megin við miðnætti og eiga því sitthvorn afmælisdaginn. Lífið óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!

Best klæddu konur Íslands

Ljósmyndarinn Saga Sig, Hugrún Dögg Árnadóttir verslunareigandi og hönnuður og Dorrit Moussaieff forsetafrú tróna á toppnum í vali á best klæddu konum Íslands í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins í dag þar sem fjöldi kvenna eru tilnefndar..

Hvað með myndavélina Kim?

Eins og sjá má á myndunum myndaði Kim verslunarpláss með demantskreyttri myndavél. Kim var í fylgd Jonathan Cheban og Lörsu Pippen sem hjálpuðu henni að leita að verslunarhúsnæði fyrir nýja búð Kardashian klansins. Demantaskreytt myndavélin skyggði nánast á Kim sem var umkringd ljósmyndurum eins og sjá má ef myndasafnið er skoðað.

Höskuldur fann ástina

Höskuldur Ólafsson, doktorsnemi í heimspeki og fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi, og þjóðfræðingurinn og rithöfundurinn Bryndís Björgvinsdóttir, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2011 fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið, eru nýtt par.

Kveikti í hótelherberginu

Söngkonan Florence Welch úr hljómsveitinni Florence and the Machine sagði frá því í viðtali við tímaritið Q að hún hefði kveikt í í hótelherberginu sínu eftir mikið fyllerí með rapparanum Kanye West og sænsku söngkonunni Lykke Li.

Klum þakkar stuðninginn

Þýska fyrirsætan Heidi Klum hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir skilnaðinn sársaukafulla við Seal. Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn eftir óvæntan og sársaukafullan skilnað hennar við enska tónlistarmanninn Seal. Stutt er síðan hin 38 ára Klum og Seal tilkynntu um skilnaðinn eftir sjö ára hjónaband, sem flestir héldu að stæði traustum fótum. Raunin var aftur á móti allt önnur.

Ítalir með gott hjarta

Til að halda hjartanu heilbrigðu er meðal annars mælt með að fólk borði eins og Ítali eða fylgi ströngu "vegan“ mataræði. Fréttamiðillinn Msn.com tók saman tíu bestu matarkúrana fyrir hjartað og miðað við þann lista virðast allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Friðrik Dór frumflytur nýtt lag í FM95BLÖ í dag

"Þetta er stórt og mikið popplag, og rökrétt framhald af því sem ég var með í gangi á síðustu plötu," segir poppsöngvarinn Friðrik Dór, sem frumflytur nýtt lag í þættinum FM95BLÖ á FM957 í dag. Lagið heitir "Kveikjum nýjan eld“.

Hausaveiðari og ofurhetjur

Gamanmyndin One for the Money með Katherine Heigl, Jason O‘Mara og John Leguizamo í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld. Leikstjóri myndarinnar er Julie Anne Robinson, en hún leikstýrði einnig The Last Song með Miley Cyrus í aðalhlutverki.

Austur hættir að vera steikhús

"Þegar við fórum að skoða tölurnar komust við að því að það myndi frekar borga sig að einbeita sér að því að reka skemmtistað," segir Ásgeir Kolbeinsson, einn af eigendum skemmtistaðarins Austur.

Obama æfir stíft

Forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama prýðir forsíðu tímaritsins Prevention eins og sjá má í myndasafni. Ég vinn sex til sjö daga vikunnar en stunda jóga samhliða því tvisvar í viku af því að ég finn að aldurinn er að færast yfir mig og sveigjanleikinn ekki nógu góður hjá mér, segir hún spurð út í vinnudaginn hennar og hvernig hún ræktar sjálfa sig. Yfirleitt vakna ég til að vera viss um að stelpurnar fara í skólann og þegar þær eru farnar fer ég alltaf í líkamsræktina. Þannig að ég er hálfnuð í ræktinni þegar Barack fer á fætur og byrjar daginn sinn, segir Michelle í fyrrnefndu tímariti.

Pabbi Jude Law

Leikarinn Jude Law, 39 ára, og börnin hans, Íris og Rudy röltu um Soho hverfið í London. Eins og sjá má á myndunum snæddu þau saman...

Þetta er pottþétt hárkolla

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 46 ára, var mynduð við tökur á kvikmyndinni Lovelace þar sem hún tók að sér hlutverk feministans Gloriu Steinem í stað leikkonunnar Demi Moore sem veiktist óvænt á dögunum. Þá má sjá leikkonuna á rauða dreglinum og með dætrum sínum tveimur Marion og Tabithu.

Ó já, það rignir líka í Hollywood

Á meðfylgjandi myndum má sjá Hollywoodstjörnur og kóngafólk með regnhlífar sem eru ekki síður fylgihlutir en skart og skór. Jennifer Aniston, Penelope Cruz, Miranda Kerr og Cameron Diaz eru á meðal þeirra sem sjá má hér.

Hyggst lækna sig með hráfæði

Gítarleikarinn Arnar Pétursson hefur snúið sér að hráfæði til að vinna bug á meltingarsjúkdómnum Crohn"s. Hann viðurkennir að umskiptin á mataræðinu séu ekki auðveld og að hann sjái einna helst eftir Bæjarins bestu.

Fréttakona á von á barni

Fréttakonan Hödd Vilhjálmsdóttir er gengin rúma 3 mánuði með sitt annað barn. Hödd hóf störf á fréttastofu Stöðvar 2 á síðasta ári en hún kom þangað yfir frá Mbl Sjónvarpi. Hödd á 8 ára stúlku fyrir. Lífið á Visi óskar Hödd og unnusta hennar, Ragnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra auglýsingastofunnar Brandenburg, hjartanlega til hamingju.

Keith Urban fór heim með tvo gullgítara

Sjarmatröllið Keith Urban fór eflaust sæll og glaður heim af Sveitatónlistarverðlaunahátíðinni í Ástralíu síðastliðið laugardagskvöld með tvo verðlaunagripi í höndunum.

Sjá næstu 50 fréttir