Lífið

Demi skráir sig í meðferð

myndir/cover media
Leikkonan Demi Moore, 49 ára, skráði sig á meðferðarheimilið Cirque Lodge í Sundance í Utah í gærdag.

Eftir að upp komst um framhjáhald leikarans Ashton Kutcher sem Demi síðan skildi við var hún lögð inn á spítala nærri dauða en lífi eftir að hún tók inn eiturlyf í teiti sem hún hélt á heimili sínu.

Demi hefur einangrað sig algjörlega og ræðir eingöngu við örfáar manneskjur sem hún treystir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.