Lífið

Klum þakkar stuðninginn

Heidi Klum og Seal fyrir nokkrum árum þegar allt lék í lyndi.
Heidi Klum og Seal fyrir nokkrum árum þegar allt lék í lyndi.
Þýska fyrirsætan Heidi Klum hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir skilnaðinn sársaukafulla við Seal. Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum hefur þakkað aðdáendum sínum fyrir stuðninginn eftir óvæntan og sársaukafullan skilnað hennar við enska tónlistarmanninn Seal. Stutt er síðan hin 38 ára Klum og Seal tilkynntu um skilnaðinn eftir sjö ára hjónaband, sem flestir héldu að stæði traustum fótum. Raunin var aftur á móti allt önnur.

„Hæ, allir saman. Mig langar að þakka ykkur fyrir stuðninginn og falleg orð í minn garð. Það skiptir mig miklu máli. Takk aftur, þið eruð bestu aðdáendur í heimi," skrifaði Klum á Twitter-síðuna sína.

Í tilkynningu Klum og Seal í síðasta mánuði sögðust þau hafa þroskast hvort í sína áttina en lögðu áherslu á að skilnaðurinn hafi verið í góðu. Þau gengu í hjónaband á strönd í Mexíkó árið 2005 og eiga saman þrjú börn, auk þess sem Klum á eina dóttur frá fyrra sambandi. Síðan þau ákváðu að skilja hafa þau reyndar bæði gengið með giftingarhringana sína, sem kemur nokkuð á óvart.

Seal, sem er 48 ára, hefur látið hafa eftir sér að möguleiki sé á að þau taki aftur saman. „Það er möguleiki en ég get ekki talað fyrir hennar hönd. Er hægt að laga sambandið? Maður á aldrei að segja aldrei. Það sem ég elska við okkur tvö er að við erum gott teymi og það mun ekki breytast, hvort sem við byrjum aftur saman eða ekki," sagði hann í viðtali við Piers Morgan. „Ég elska hana enn þá af öllu hjarta. Hvernig er ekki hægt að elska einhvern sem maður hefur eytt átta árum með?"

Seal er Grammy-verðlaunaður söngvari sem heitir réttu nafni Henry Olusegun Adeola Samuel. Hann fékk stóra tækifærið þegar hann söng lagið Killer. Klum hefur grætt á tá á fingri sem fyrirsæta fyrir Victoria"s Secret, auk þess sem hún hefur stýrt raunveruleikaþættinum Project Runway við miklar vinsældir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.