Lífið

Leoncie svarar Tobbu Marínós

Leoncie hefur sent Tobbu Marínósdóttir tóninn fyrir pistil sem hún skrifaði á bloggsíðu sína um tónleika söngkonunnar á Gauki á Stöng í lok janúar. Tobba skemmti sér vel á tónleikunum en kvartaði undan því hversu seint Leoncie steig á sviðið, eða tveimur tímum seinna en áætlað var.

Í orðsendingu sinni blæs söngkonan á ummæli Tobbu og segist hafa komið á sviðið nákvæmlega á þeim tíma sem henni var ráðlagt af eiganda hússins. Leoncie fussar einnig og sveiar yfir vinnubrögðum Tobbu, sem vildi víst taka viðtal við hana úti í Bretlandi fyrir nokkrum árum en ekkert varð af því. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.