Lífið

Stjörnur í Vesalingunum

Anne Hathaway er ein af leikurunum sem núna búa sig undir tökur á kvikmyndinni Les Miserables.
Anne Hathaway er ein af leikurunum sem núna búa sig undir tökur á kvikmyndinni Les Miserables. Nordicphotos/Getty
Það er óhætt að segja að kvikmynd Toms Hooper, sem byggð er á Les Miserables, verði stjörnum prýdd. Búið er að ráða leikara í helstu hlutverk myndarinnar og má þar sjá nöfn á borð við Anne Hathaway, Amanda Seyfried, Hugh Jackman, Russell Crowe, Helena Bonham Carter og Sacha Baron Cohen. Myndin fer í tökur á næstu dögum.

Hooper er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina King"s Speech sem skilaði honum Óskarsverðlaunum í fyrra. Samkvæmt kvikmyndavefnum IMDB er áætluð frumsýning í byrjun desember á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.