Lífið

Gefa ferð á danshátíð

Óli Geir verður plötusnúður í Sjallanum og gefur einnig miða á Tomorrowland.
Óli Geir verður plötusnúður í Sjallanum og gefur einnig miða á Tomorrowland.
Í kvöld verður gefin ferð á eina stærstu danstónlistarhátíð heims á skemmtikvöldinu Music Matters í Sjallanum á Akureyri. Hátíðin heitir Tomorrowland og er haldin í Belgíu ár hvert. Á henni koma fram allir helstu plötusnúðar heims, þar á meðal David Guetta, Tiesto og Swedish House Mafia. Um 180 þúsund manns sóttu hátíðina í fyrra og í ár ætlar hópur Íslendinga að sækja hátíðina. Music Matters er útvarpsþáttur á Flass 104,5 með Óla Geir Jónssyni og verður hann einmitt einn af plötusnúðunum í Sjallanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.