Lífið

Cowell vill Beyoncé í dómarasæti í X-Factor

Beyoncé Knowles er sögð hafa fengið himinhátt tilboð um að dæma í X-Factor.
Beyoncé Knowles er sögð hafa fengið himinhátt tilboð um að dæma í X-Factor.
Orðrómur er uppi um að Beyoncé Knowles hafi verið boðnir um sextíu milljarðar króna fyrir að vera dómari í bandarísku sjónvarpsþáttunum X-Factor næstu fimm árin.

Simon Cowell, maðurinn á bak við þættina, er sagður mjög spenntur fyrir því að fá söngkonuna um borð í von um að auka áhorfið á þættina. Þeir hófu göngu sína á síðasta ári og um tíu milljón áhorfendur fylgdust að meðaltali með hverjum þætti, sem var tvöfalt minna áhorf en Cowell vonaðist eftir. Dómararnir Paula Abdul og Nicole Scherzinger eru báðir hættir í X-Factor, auk kynnisins Steves Jones og hefur Cowell þakkað þeim öllum fyrir vel unnin störf.

„Cowell vill fá stóra kvenkyns stjörnu í dómnefndina,“ sagði heimildarmaður. „Mariah Carey er góð en hún er ekki mjög vinsæl um þessar mundir. Hann vill fá Beyoncé vegna þess að þá fengi hann áhorfið sem vantar upp á til að sigra American Idol.“

Óvíst er hvort Knowles þekkist boðið enda eignaðist hún nýlega dótturina Blue Ivy með manni sínum Jay-Z.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.