Lífið

Keith Urban fór heim með tvo gullgítara

Sjarmatröllið Keith Urban fór eflaust sæll og glaður heim af Sveitatónlistarverðlaunahátíðinni í Ástralíu síðastliðið laugardagskvöld með tvo verðlaunagripi í höndunum.

Urban var valinn besti söngvari ársins auk þess sem plata hans, You Gonna Fly, hlaut verðlaun sem best selda platan hjá Sanity fyrirtækinu. Lítið hefur farið fyrir söngvaranum á undanförnum vikum, en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á hálsi sem hann gekkst undir í nóvember síðastliðinn. Hann er þó væntanlegur aftur á svið fljótlega.

Sveitasöngkonan Beccy Cole hlaut einnig tvö verðlaun á hátíðinni, en hún var valin besta söngkona ársins auk þess sem þær Kasey Chambers fengu verðlaun fyrir besta samspil radda á árinu með dúett sínum Millionaires.

Eftirsóttustu verðlaun kvöldsins, plata ársins, féllu í skaut Adam Harvey fyrir plötu hans Falling Into Place.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.