Lífið

Forrit sem les hugsanir

Svo gæti farið að örflögu verði komið fyrir í heila sjúklinga.
Svo gæti farið að örflögu verði komið fyrir í heila sjúklinga.
Vísindamenn hafa þróað forrit sem getur lesið hluta af hugsunum fólks, byggt á því hvaða orð fólkið heyrir. Þetta þýðir að líf þeirra sem hafa fengið heilablóðfall eða glíma við annars konar veikindi sem hamla talfærni þeirra getur breyst til muna.

Samkvæmt The Guardian gæti framtíðin litið þannig út að örflögu verði komið fyrir í heila fólks. Hún myndi túlka hugsanir þess með því að senda frá sér orð eða setningar sem fólkið ímyndar sér. Fimmtán sjúklingar tóku þátt í rannsókninni og voru niðurstöðurnar birtar í tímaritinu Plos Biology.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.