Stefnir aftur á heimsmeistarann 3. febrúar 2012 16:00 Mynd/Stefán Karlsson Hraustasta kona heims, Annie Mist Þórisdóttir, segir galdurinn á bak við velgengni sína byggjast hvað mest á ástríðunni sem hún hefur fyrir íþróttinni. Eins og alþjóð veit vann hún glæstan sigur á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles á síðasta ári og ætlar hún sér svo sannarlega að verja titilinn á þessu ári. LÍFIÐ kynnti sér daglegt líf heimsmeistarans.Nafn: Annie Mist ÞórisdottirAldur: 22 áraStarf: Kennari í CrossFit í CrossFit ReykjavíkHjúskaparstaða: Í sambandi með Frederik Ægidius Hefur stóri draumurinn ræst? Ég veit það nú ekki alveg, en það er búið að vera mjög skemmtilegt eftir leikana. Ég hef ferðast mikið með Reebok og upplifað ýmislegt en alltaf er best að koma heim aftur.Hvernig tilfinning er það að vera heimsmeistari og hvernig fórstu að því að ná svona langt? Það er fyrst og fremst agi, ákveðni, miklar æfingar og ánægjan af því að æfa. Það er einfaldlega það skemmtilegasta sem ég geri.Er markið sett á að verja heimsmeistaratitilinn? Já, það er markmiðið verða fyrst til þess að vinna titilinn tvisvar sinnum!Hvernig lítur æfingaprógramm vikunnar út hjá heimsmeistara? Það er allur gangur á því en að meðaltali æfi ég í tvær til fjórar klukkustundir á dag, stundum tek ég tvær æfingar. Fyrri part dagsins tek ég létta tækniæfingu í ólympískum lyftingum, fimleikatækni og stutt wod, sem er æfing dagsins í crossfitinu. Seinnipartinn tek ég svo einhverjar styrktaræfingar og lengra wod.Stundarðu íhugun eða annað slíkt til að vega upp á móti öllum líkamlegu átökunum? Inn á milli já. Þetta hljómar kannski furðulega en þegar styttist í mót þá nota ég stundum eins konar skynmyndir og sé fyrir mér hlutina eins og ég vil gera þá. Einnig fer ég yfir það í huganum og plana hvernig ég vil að æfingarnar gangi fyrir sig.Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Ég passa mig fyrst og fremst á því að teygja vel eftir æfingar. Þegar ég á hvíldardaga þá fer ég stundum á stutta æfingu þar sem ég hita bara upp og teygi, inn á milli fer ég svo í klakaböð sérstaklega ef ég hef verið á löngum og erfiðum æfingum. Einnig fer ég til Einars Axelssonar í nudd, helst tvisvar til þrisvar í mánuði. Svo slaka ég bara á fyrir framan sjónvarpið inn á milli!Hvernig er matseðillinn á venjulegum degi? Morgunmatur; Fjögur egg, skinka, tómatar = eggjahræra. Milli mála: EAS-próteindrykkur eftir æfingu. Hádegismatur; Yfirleitt fæ ég mér Nings í hádeginu og þá eggjanúðlurnar með miklu af sambal. Milli mála; Prótíndrykkur eftir æfingu plús hleðslur. Kvöldmatur; Yfirleitt verður fyrir valinu kjúklingur eða annað kjöt. Kvöldsnarl; Ég narta svolítið á kvöldin en reyni nú samt að halda því í lágmarki og fá mér ávexti og grænmeti.Hvað færðu þér þegar þig langar í eitthvað gott? Dökkt súkkulaði allt of oft! Annars á ekta svindldögum finnst mér unaðslegt að fá mér ís og súkkulaðiköku.Uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkóskur, þá sérstaklega quesadillas! Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Hraustasta kona heims, Annie Mist Þórisdóttir, segir galdurinn á bak við velgengni sína byggjast hvað mest á ástríðunni sem hún hefur fyrir íþróttinni. Eins og alþjóð veit vann hún glæstan sigur á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles á síðasta ári og ætlar hún sér svo sannarlega að verja titilinn á þessu ári. LÍFIÐ kynnti sér daglegt líf heimsmeistarans.Nafn: Annie Mist ÞórisdottirAldur: 22 áraStarf: Kennari í CrossFit í CrossFit ReykjavíkHjúskaparstaða: Í sambandi með Frederik Ægidius Hefur stóri draumurinn ræst? Ég veit það nú ekki alveg, en það er búið að vera mjög skemmtilegt eftir leikana. Ég hef ferðast mikið með Reebok og upplifað ýmislegt en alltaf er best að koma heim aftur.Hvernig tilfinning er það að vera heimsmeistari og hvernig fórstu að því að ná svona langt? Það er fyrst og fremst agi, ákveðni, miklar æfingar og ánægjan af því að æfa. Það er einfaldlega það skemmtilegasta sem ég geri.Er markið sett á að verja heimsmeistaratitilinn? Já, það er markmiðið verða fyrst til þess að vinna titilinn tvisvar sinnum!Hvernig lítur æfingaprógramm vikunnar út hjá heimsmeistara? Það er allur gangur á því en að meðaltali æfi ég í tvær til fjórar klukkustundir á dag, stundum tek ég tvær æfingar. Fyrri part dagsins tek ég létta tækniæfingu í ólympískum lyftingum, fimleikatækni og stutt wod, sem er æfing dagsins í crossfitinu. Seinnipartinn tek ég svo einhverjar styrktaræfingar og lengra wod.Stundarðu íhugun eða annað slíkt til að vega upp á móti öllum líkamlegu átökunum? Inn á milli já. Þetta hljómar kannski furðulega en þegar styttist í mót þá nota ég stundum eins konar skynmyndir og sé fyrir mér hlutina eins og ég vil gera þá. Einnig fer ég yfir það í huganum og plana hvernig ég vil að æfingarnar gangi fyrir sig.Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Ég passa mig fyrst og fremst á því að teygja vel eftir æfingar. Þegar ég á hvíldardaga þá fer ég stundum á stutta æfingu þar sem ég hita bara upp og teygi, inn á milli fer ég svo í klakaböð sérstaklega ef ég hef verið á löngum og erfiðum æfingum. Einnig fer ég til Einars Axelssonar í nudd, helst tvisvar til þrisvar í mánuði. Svo slaka ég bara á fyrir framan sjónvarpið inn á milli!Hvernig er matseðillinn á venjulegum degi? Morgunmatur; Fjögur egg, skinka, tómatar = eggjahræra. Milli mála: EAS-próteindrykkur eftir æfingu. Hádegismatur; Yfirleitt fæ ég mér Nings í hádeginu og þá eggjanúðlurnar með miklu af sambal. Milli mála; Prótíndrykkur eftir æfingu plús hleðslur. Kvöldmatur; Yfirleitt verður fyrir valinu kjúklingur eða annað kjöt. Kvöldsnarl; Ég narta svolítið á kvöldin en reyni nú samt að halda því í lágmarki og fá mér ávexti og grænmeti.Hvað færðu þér þegar þig langar í eitthvað gott? Dökkt súkkulaði allt of oft! Annars á ekta svindldögum finnst mér unaðslegt að fá mér ís og súkkulaðiköku.Uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkóskur, þá sérstaklega quesadillas!
Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira