Stefnir aftur á heimsmeistarann 3. febrúar 2012 16:00 Mynd/Stefán Karlsson Hraustasta kona heims, Annie Mist Þórisdóttir, segir galdurinn á bak við velgengni sína byggjast hvað mest á ástríðunni sem hún hefur fyrir íþróttinni. Eins og alþjóð veit vann hún glæstan sigur á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles á síðasta ári og ætlar hún sér svo sannarlega að verja titilinn á þessu ári. LÍFIÐ kynnti sér daglegt líf heimsmeistarans.Nafn: Annie Mist ÞórisdottirAldur: 22 áraStarf: Kennari í CrossFit í CrossFit ReykjavíkHjúskaparstaða: Í sambandi með Frederik Ægidius Hefur stóri draumurinn ræst? Ég veit það nú ekki alveg, en það er búið að vera mjög skemmtilegt eftir leikana. Ég hef ferðast mikið með Reebok og upplifað ýmislegt en alltaf er best að koma heim aftur.Hvernig tilfinning er það að vera heimsmeistari og hvernig fórstu að því að ná svona langt? Það er fyrst og fremst agi, ákveðni, miklar æfingar og ánægjan af því að æfa. Það er einfaldlega það skemmtilegasta sem ég geri.Er markið sett á að verja heimsmeistaratitilinn? Já, það er markmiðið verða fyrst til þess að vinna titilinn tvisvar sinnum!Hvernig lítur æfingaprógramm vikunnar út hjá heimsmeistara? Það er allur gangur á því en að meðaltali æfi ég í tvær til fjórar klukkustundir á dag, stundum tek ég tvær æfingar. Fyrri part dagsins tek ég létta tækniæfingu í ólympískum lyftingum, fimleikatækni og stutt wod, sem er æfing dagsins í crossfitinu. Seinnipartinn tek ég svo einhverjar styrktaræfingar og lengra wod.Stundarðu íhugun eða annað slíkt til að vega upp á móti öllum líkamlegu átökunum? Inn á milli já. Þetta hljómar kannski furðulega en þegar styttist í mót þá nota ég stundum eins konar skynmyndir og sé fyrir mér hlutina eins og ég vil gera þá. Einnig fer ég yfir það í huganum og plana hvernig ég vil að æfingarnar gangi fyrir sig.Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Ég passa mig fyrst og fremst á því að teygja vel eftir æfingar. Þegar ég á hvíldardaga þá fer ég stundum á stutta æfingu þar sem ég hita bara upp og teygi, inn á milli fer ég svo í klakaböð sérstaklega ef ég hef verið á löngum og erfiðum æfingum. Einnig fer ég til Einars Axelssonar í nudd, helst tvisvar til þrisvar í mánuði. Svo slaka ég bara á fyrir framan sjónvarpið inn á milli!Hvernig er matseðillinn á venjulegum degi? Morgunmatur; Fjögur egg, skinka, tómatar = eggjahræra. Milli mála: EAS-próteindrykkur eftir æfingu. Hádegismatur; Yfirleitt fæ ég mér Nings í hádeginu og þá eggjanúðlurnar með miklu af sambal. Milli mála; Prótíndrykkur eftir æfingu plús hleðslur. Kvöldmatur; Yfirleitt verður fyrir valinu kjúklingur eða annað kjöt. Kvöldsnarl; Ég narta svolítið á kvöldin en reyni nú samt að halda því í lágmarki og fá mér ávexti og grænmeti.Hvað færðu þér þegar þig langar í eitthvað gott? Dökkt súkkulaði allt of oft! Annars á ekta svindldögum finnst mér unaðslegt að fá mér ís og súkkulaðiköku.Uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkóskur, þá sérstaklega quesadillas! Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Hraustasta kona heims, Annie Mist Þórisdóttir, segir galdurinn á bak við velgengni sína byggjast hvað mest á ástríðunni sem hún hefur fyrir íþróttinni. Eins og alþjóð veit vann hún glæstan sigur á heimsleikunum í crossfit í Los Angeles á síðasta ári og ætlar hún sér svo sannarlega að verja titilinn á þessu ári. LÍFIÐ kynnti sér daglegt líf heimsmeistarans.Nafn: Annie Mist ÞórisdottirAldur: 22 áraStarf: Kennari í CrossFit í CrossFit ReykjavíkHjúskaparstaða: Í sambandi með Frederik Ægidius Hefur stóri draumurinn ræst? Ég veit það nú ekki alveg, en það er búið að vera mjög skemmtilegt eftir leikana. Ég hef ferðast mikið með Reebok og upplifað ýmislegt en alltaf er best að koma heim aftur.Hvernig tilfinning er það að vera heimsmeistari og hvernig fórstu að því að ná svona langt? Það er fyrst og fremst agi, ákveðni, miklar æfingar og ánægjan af því að æfa. Það er einfaldlega það skemmtilegasta sem ég geri.Er markið sett á að verja heimsmeistaratitilinn? Já, það er markmiðið verða fyrst til þess að vinna titilinn tvisvar sinnum!Hvernig lítur æfingaprógramm vikunnar út hjá heimsmeistara? Það er allur gangur á því en að meðaltali æfi ég í tvær til fjórar klukkustundir á dag, stundum tek ég tvær æfingar. Fyrri part dagsins tek ég létta tækniæfingu í ólympískum lyftingum, fimleikatækni og stutt wod, sem er æfing dagsins í crossfitinu. Seinnipartinn tek ég svo einhverjar styrktaræfingar og lengra wod.Stundarðu íhugun eða annað slíkt til að vega upp á móti öllum líkamlegu átökunum? Inn á milli já. Þetta hljómar kannski furðulega en þegar styttist í mót þá nota ég stundum eins konar skynmyndir og sé fyrir mér hlutina eins og ég vil gera þá. Einnig fer ég yfir það í huganum og plana hvernig ég vil að æfingarnar gangi fyrir sig.Hvað gerirðu til að dekra við kroppinn? Ég passa mig fyrst og fremst á því að teygja vel eftir æfingar. Þegar ég á hvíldardaga þá fer ég stundum á stutta æfingu þar sem ég hita bara upp og teygi, inn á milli fer ég svo í klakaböð sérstaklega ef ég hef verið á löngum og erfiðum æfingum. Einnig fer ég til Einars Axelssonar í nudd, helst tvisvar til þrisvar í mánuði. Svo slaka ég bara á fyrir framan sjónvarpið inn á milli!Hvernig er matseðillinn á venjulegum degi? Morgunmatur; Fjögur egg, skinka, tómatar = eggjahræra. Milli mála: EAS-próteindrykkur eftir æfingu. Hádegismatur; Yfirleitt fæ ég mér Nings í hádeginu og þá eggjanúðlurnar með miklu af sambal. Milli mála; Prótíndrykkur eftir æfingu plús hleðslur. Kvöldmatur; Yfirleitt verður fyrir valinu kjúklingur eða annað kjöt. Kvöldsnarl; Ég narta svolítið á kvöldin en reyni nú samt að halda því í lágmarki og fá mér ávexti og grænmeti.Hvað færðu þér þegar þig langar í eitthvað gott? Dökkt súkkulaði allt of oft! Annars á ekta svindldögum finnst mér unaðslegt að fá mér ís og súkkulaðiköku.Uppáhaldsmaturinn þinn? Mexíkóskur, þá sérstaklega quesadillas!
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist