Jóhannes keppir á móti Lars Von Trier 3. febrúar 2012 21:00 Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira
Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Fleiri fréttir Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Sjá meira