Jóhannes keppir á móti Lars Von Trier 3. febrúar 2012 21:00 Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm
Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira