Jóhannes keppir á móti Lars Von Trier 3. febrúar 2012 21:00 Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Jóhannes Sverrisson brellugerðarmaður er tilnefndur til dönsku kvikmyndaverðlaunanna ásamt Dananum Søren Hvam fyrir brellugerð fyrir myndina ID:A. Verðlaunahátíðin fer fram á sunnudaginn næsta og er um eins konar Óskarsverðlaun danska kvikmyndaiðnaðarins að ræða. Jóhannes hefur unnið við brellugerð í tólf ár og segir tilviljun hafa ráðið því að hann datt í þetta tiltekna starf. Hann rekur fyrirtækin Lightning ehf. á Íslandi og Nordica6 í Danmörku ásamt Hauki Karlssyni og hafa þeir unnið að brellugerð fyrir kvikmyndir á borð við The Last Airbender, Brim, Svartur á leik og við stórmyndina Prometheus. "Ég vann við gerð A Little Trip to Heaven þar sem ég sá um bílana og þaðan leiddist ég inn í brellugerð. Ég er sjálflærður í faginu, enda er enginn skóli sem vill kenna fólki að leika sér með sprengiefni og blóðslettur," útskýrir Jóhannes. Hann segir starfið þó ekki hættulegt sé öryggið ávallt í fyrirrúmi. "Þetta er alls ekki hættuleg vinna ef maður notar skynsemina og er stórskemmtileg að auki. Ég hef í það minnsta aldrei litið til baka." ID:A er spennumynd í leikstjórn Christians Christiansen og fjallar um konu sem vaknar upp einn dag minnislaus, blaut og hrakin og reynir að púsla saman lífi sínu. Jóhannes og samstarfsmaður hans fengu tvær vikur til að undirbúa sig fyrir verkefnið og æfa skot og sprengingar. "Undirbúningurinn skiptir miklu máli því þetta er mikil nákvæmnisvinna og það er fjöldi fólks sem stólar á að allt gangi eftir áætlun. Við æfðum okkur vel og einn daginn skaut ég sama manninn átján sinnum fyrir eina töku. Það var blóðugur dagur í vinnunni." Tilnefningin til dönsku kvikmyndaverðlaunanna er sú fyrsta sem Jóhannes hlýtur fyrir vinnu sína, en þess má geta að sambærilegur flokkur er ekki til á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum. Jóhannes segir það vissulega mikinn heiður að vera tilnefndur til verðlaunanna og efast ekki um að þetta muni opna honum dyr í framtíðinni. "Það er gott að hafa tilnefninguna á ferilskránni upp á það að komast að í fleiri verkefnum í Danmörku og víðar. Vonandi leiðir þetta bara til stærri hluta." Jóhannes verður viðstaddur afhendinguna á sunnudag og er að vonum spenntur. Hann stoppar þó stutt því hans bíða mörg spennandi verkefni hér á Íslandi í vor og sumar.- sm
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira