Fleiri fréttir

Ætlar að eyða meiri tíma með nýfæddum syni

„Það er ekki búið að ganga frá neinu og ég er ennþá starfsmaður Kastljóssins,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdóttir en fréttir bárust af því í gær að hún væri hætt sem einn af umsjónarmönnum þáttarins.

Popparar sameinast í baráttu Bubba

Nú er komið í ljós hverjir munu koma fram á baráttutónleikunum í Austurbæ 20 febrúar. Á annað hundrað hljómsveita og listamanna hafa hringt inn á umboðsskrifstofu Bubba, prime, og lýst yfir áhuga á að styðja við þetta mjög svo þarfa verkefni sem Bubbi ýtti úr vör á sunnudaginn var.

Brangelina undirbýr brúðkaup

Angelina Jolie og Brad Pitt hafa ekki tjáð sig mikið um meinta óléttu Angelinu, en að sögn National Enquirer eiga þau sér fleiri leyndarmál. Angelina mun hafa játast Brad eftir ítrekuð bónorð hans.

Iceland Express færði AD/HD samtökunum rausnarlegan styrk

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, afhenti í dag Ingibjörgu Karlsdóttur, formanni ADHD samtakanna, andvirði 2.350.000 króna sem söfnuðust meðal farþega í vélum félagsins frá ágúst 2006 fram til ársloka 2007.

Ingibjörg Sólrún á Bridgehátíð

Vísir sagði frá því í að gær að vinirnir Jón Steinar Gunnlaugsson og Davíð Oddsson muni taka þátt í Bridgemóti tengdu Bridgehátið 2008. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun setja Bridgehátíðina en Gunnar I Birgisson bæjarstjóri og Birkir Jón Jónsson þingmaður munu einnig taka þátt.

Nicholas Cage kannast ekki við að hafa stolið hundi

Nicholas Cage hefur kært Kathleen Turner í Bretlandi fyrir meiðyrði. Turner, sem lék með Cage í Peggy Sue Got Married, skrifar í nýrri ævisögu sinni að leikarinn hafi keyrt fullur og stolið chihuahua hundi.

Enn einn Hiltoninn tekinn fyrir ölvunarakstur

Vandræðagangurinn virðist ættgengur hjá Hilton klaninu. Barron Hilton, 18 ára litli bróðir Parisar, var handtekinn í nótt fyrir ölvunarakstur. Rétt eins og stóra systir nokkrum sinnum áður.

Endir bundinn á verkfall í Hollywood

Handritshöfundar í Hollywood ákváðu í gær að binda enda á verkfall sitt sem staðið hefur í hundrað daga. Þetta þýðir að aðdáendur vinsælla sjónvarpsþátta geta tekið gleði sína á ný.

Bruni í sínu fyrsta viðtali eftir brúðkaupið

Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, neitaði því að hafa gifst Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í of miklum flýti og varði eiginmann sinn, sem hefur fallið í vinsældum, í sínu fyrsta viðtali eftir hið umtalaða brúðkaup.

Ekki betri en reyndari bridgespilari en Davíð Oddsson

„Á þessu móti eru fengnir einhverjir svona skussar úr mannheimum til þess að spila við mjög þekkta og góða spilara utan úr heimi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari um mót á vegum bridgesambandsins sem haldið er á fimmtudaginn.

Keira Knightley á klakann

Keira Knightley er væntanleg til landsins í vikunni. Kærastinn hennar, Rupert Friend, bauð henni í rómantíska ferð til Íslands á Valentínusardaginn, sem er á fimmtudag.

Yoko Ono ósátt við Lennon

Íslandsvinurinn Yoko Ono er ekki hress þessa dagana. Ástæða gremjunnar er bandarísk þungarossveit sem gengur undir nafninu Lennon.

Amy Winehouse öll að koma til

Vandræðagemsinn fyrrverandi, Amy Winehouse, tekur stórstígum framförum í meðferð, að sögn móður hennar. Söngkonan vakti athygli á Grammy verðlaunahátíðinni fyrir frammistöðu sem átti lítið skylt við samhengislaust muldur sem hún hefur boðið upp á á tónleikum undanfarið ár.

Fór í mál við lögguna og vann

Tónlistarmaðurinn Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast gerði sér lítið fyrir í dag og vann dómsmál sem hann höfðaði gegn lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Málið höfðaði Árni til að fá ákvörðun lögreglustjórans um að setja hann í akstursbann hnekkt.

Glæpagengi sitja um Britney Spears

Paparössunum sem elta Britney Spears fækkar ört þessa dagana. Ástæðan mun vera sú að það sé orðið stórhættulegt að elta hana.

Kominn með nóg af útlendingahatri

„Nú er komið nóg,“ segir Bubbi Morthens og á þar við útlendingahatrið sem hann segir hafa verið að aukast jafnt og þétt undanfarið. Bubbi er orðinn pirraður og ætlar að láta til sín taka.

Ánægður með nýja bílinn

„Mér líkar mjög vel við bílinn en Ráðuneytið keypti hann núna í haust eftir reynsluakstur ýmissa bíla,“ segir Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra um nýlegan Volvo sem hann keyrir um götur landsins.v

Ólafur F. komst ekki á Gaukshreiðrið

„Ólafi var að sjálfsögðu boðið, en kom ekki," segir Guðjón Sigvaldason, leikstjóri Gaukshreiðursins sem Leikfélag fatlaðra frumsýndi á laugardaginn. Borgarstjórinn mun að sögn Guðjóns hafa boðað forföll, en ætla má að hann hafi öðrum hnöppum að hneppa á fyrstu dögum sínum í embætti.

Heather Mills hélt framhjá Paul

Heather Mills, fyrrverandi eiginkona Pauls McCartney hélt framhjá honum í hálft ár með kvikmyndagerðarmanninum Tim Steel. Paul virðist ekki hafa haft hugmynd um framhjáhaldið. Steel segir í viðtali við News Of The World að þau hafi meðal annars lesið skilaboð frá bítlinum ástfangna meðal þau lágu saman í rúminu

Clapton á klakann

Eric Clapton ætlar að halda tónleika í Egilshöll áttunda ágúst í sumar. Clapton hefur nokkrum sinnum komið hingað til lands, en þá aðeins til laxveiða. Tónleikarnir hér verða liður í Evróputónleikaferð Claptons í kjölfar útgáfu safnskífunnar Complete Clapton.

Amy kom ekki, en hún sá og sigraði

Breska Söngkonan Amy Winehouse stal senunni á Grammy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hún krækti sér í fimm verðlaun, þar á meðal fyrir besta lagið auk þess sem hún var valinn besti nýliði ársins. Winehouse hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið fyrir villta hegðun sína og fór hún fyrir stuttu síðan í meðferð til þess að vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni.

Þursaflokkurinn gefur út áður óþekkt efni

Margboðaðir tónleikar Þursaflokksins verða haldnir í Laugardalshöllinni þann 23. febrúar. Í tilefni tónleikanna verður gefið úr 5 diska sett með allri tónlist hljómsveitarinnar þar á meðal fimm lög sem ekki hafa heyrst opinberlega áður.

Leikfélag fatlaðra frumsýndi Gaukshreiðrið

Leikfélag fatlaðra frumsýndi leikritið Gaukshreiðrið í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda. Guðjón Sigvaldason leikstjóri verksins segir að uppsetningin á verkinu hafi heppnast vonum framar.

Erlu er skítkalt í Kína en slapp við versta veðrið

Listakonan Erla Þórarinsdóttir er nú stödd í Kína og hefur búið þar undanfarna tvo mánuði. Hún segir að sér hafi verið skítkalt undanfarnar vikur en hinsvegar sé hún búsett það sunnarlega í landinu að hún hafi sloppið við versta veðrið sem herjað hefur á Kínverja í vetur.

Sigruðu í söngkeppni í New York

Þær Hörn Hrafnsdóttir, mezzósópran og Rannveig Káradóttir, sópran, sigruðu nýlega í alþjóðlegri söngkeppni, sem heitir því virðulega nafni The Barry Alexander International Vocal Competition.

Pete Doherty er blankur eftir árið

Allar þær meðferðir sem Pete Doherty fór í á síðasta ári virðast hafa komið illa við buddu söngvarans. Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum þénaði hann aðeins tæp 30.000 pund á síðasta ári eða tæpar 4 milljónir kr.

Þorgrímur og Nína Dögg sigruðu í stigahlaupinu í Smáratorgi

World Class efndi til hlaupakeppni í nýja turninum á Smáratorgi síðdegis í dag þar sem hlaupið var upp 15 hæðir til styrktar Fjölsmiðjunni. Tilefnið var opnun nýrrar 700 fm heilsuræktarstöðvar á 15. hæð í turninum en stöðin mun hefja starfsemi sína á mánudaginn.

Tom Cruise og Cher voru par

Tom Cruise hefur átt vingott við margar fallegustu konur í Hollywood, en sú uppljóstrun að Cher væri ein þeirra vöktu mikla athygli vestanhafs í dag.

Kirsten Dunst farin í meðferð

Leikkonan Kirsten Dunst er farin í meðferð, og dvelur nú á Cirque Lodge meðferðarheimilinu í Utah. Hún verður ekki ein í heiminum þar, en leikkonan Eva Mendes er einnig í meðferð á sama stað. Þá var Lindsay Lohan í meðferð þar í fyrra, og tvíburinn Mary-Kate Olsen dvaldi þar fyrir þremur árum.

Árni Tryggvason snýr aftur á svið

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Árni Tryggvason snýr aftur á leiksvið í kvöld þegar gamanleikurinn Fló á skinni verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar. Árni og Þráinn Karlsson skipta á milli sín hlutverkinu sem Árni kallar „lítið innskotshlutverk" í verkinu. Hann segir hlutverkið hafa komið til þegar Þráinn veiktist og hann hafi hlaupið í skarðið.

Heather Mills lögsækir skilnaðarlögfræðing

Heather Mills fyrrverandi eiginkona bítilsins Paul McCartney íhugar nú að fara í mál við lögmann sinn Mishcon de Reya. Mills rak lögmanninn eftir að honum mistókst að komast að samkomulagi við lögmenn bítilsins um eignaskipti.

Winehouse neitað um vísa fyrir Grammy

Amy Winehouse mun ekki koma fram á Grammy verðlaununum af því að beiðni hennar um vegabréfsáritun hefur verið neitað af sendiráði Bandaríkjanna í London. Söngkonan var sektuð fyrir að vera með kannabisefni í fórum sínum í Noregi á síðasta ári.

Ellý Ármanns keppir við Gumma Hrafnkels

World Class efnir til hlaupakeppni í nýja turninum á Smáratorgi í dag á milli klukkan 17.45-18.45. Hlaupið verður upp 15 hæðir til styrktar Fjölsmiðjunni sem er vinnustaður fyrir ungt fólk.

Kærasta Spiderman sveiflaði sér í meðferð

Enn fjölgar Hollywood-stjörnum á snúrunni. Nú er það kærasta Spiderman, Kirsten Dunst sem komin er í meðferð. Hún gafst upp á gjálífinu eftir erfiða viku á Sundance kvikmyndahátíðiðnni og skellti sér í prógram hjá Cirque Lodge meðferðarstofnuninni í Utah.

Vantar nýjustu Die Hard myndina í safnið

„Nei, ég á þessa mynd ekki á DVD og þess vegna ekki allt safnið,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra aðspurður hvort hann sé búinn að fá sér nýjustu Die Hard myndina á DVD.

Woody óttast um Scarlett

Woody Allen óttast að Scarlett Johanson muni eyðileggja starfsframa sinn með því að fara of mikið út á lífið. Leikstjórinn sem vann með hinni 23 ára Hollywoodstjörnu í myndinni Match Point segir að hún sé bæði falleg og hæfileikarík. „Johanson er svo falleg og kynþokkafull og svo hæfileikarík ... hún getur gert allt,“ sagði hann í viðtali við spjallsíðu the New York Post.

Jeremy Clarkson kemur ekki – veðurtepptur í London

Jeremy Clarkson einn umsjónarmanna þáttarins Top Gear, ætlaði að koma til landsins í dag til þess að vera viðstaddur sérstaka forsýningu í Laugarásbíó í kvöld. Hann er hinsvegar veðurtepptur í London og kemur ekki til landsins.

Óskarinn að renna út á tíma

Skipuleggjendur Óskarsverðlaunahátíðarinna segjast vera að renna út á tíma með að komast að samkomulagi til að forðast að hátíðin verði fyrir barðinu á verkfalli handritshöfunda. Hætta er á að verðlaunin verði sniðgengin af Hollywoodstjörnum og umfang hennar því orðið minna ef handritshöfundar samþykkja ekki að hætta við verkfallsvörð við hátíðina 24. febrúar næstkomandi.

Sjá næstu 50 fréttir