Lífið

Iceland Express færði AD/HD samtökunum rausnarlegan styrk

Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna, tekur við framlagi farþega Iceland Express úr hendi Matthíasar Imsland, forstjóra Iceland Express.
Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna, tekur við framlagi farþega Iceland Express úr hendi Matthíasar Imsland, forstjóra Iceland Express.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, afhenti í dag Ingibjörgu Karlsdóttur, formanni ADHD samtakanna, andvirði 2.350.000 króna sem söfnuðust meðal farþega í vélum félagsins frá ágúst 2006 fram til ársloka 2007. Samtökunum voru afhentar 1650 þúsund krónur í peningum og 700 þúsund króna flugmiðaúttekt frá Iceland Express sem samtökin geta nýtt við starfsemi sína.

Við upphaf samstarfsins fengu ADHD samtökin ferðastyrk frá Iceland Express að andvirði 500.000 króna, þannig að í heildina hefur framlag Iceland Express og farþega félagsins til samtakanna numið 2.850.000 krónum.

Afhendingin nú er afrakstur samnings sem gerður var í júlí 2006 um samstarf Iceland Express og ADHD samtakanna, sem eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest og ofvirkni og fjölskyldum þeirra. Samningurinn var þríþættur og fólst í skipulegri klinksöfnun meðal farþega um borð í vélum félagsins, sölu á lita- og þrautabókum fyrir börn um borð og ferðastyrkjum.

Klinksöfnun Iceland Express meðal farþega hófst í ágúst 2006. Stuðningur farþeganna verður nýttur til að útbúa greinargott fræðsluefni fyrir kennara um nám barna sem glíma við ADHD en samkvæmt könnunum eru ofvirk börn mesti streituvaldurinn í starfi grunnskólakennara. Einnig skipuleggja samtökin sérstök námskeið fyrir kennara um þetta efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.