Lífið

Keira Knightley á klakann

Vonum að hún verði betur klædd en þetta.
Vonum að hún verði betur klædd en þetta. MYND/Getty
Keira Knightley er væntanleg til landsins í vikunni. Kærastinn hennar, Rupert Friend, bauð henni í rómantíska ferð til Íslands á Valentínusardaginn, sem er á fimmtudag.

Haft er eftir vini leikkonunnar að Rupert hafi skipulagt ferðina til að koma Keiru á óvart. Hún sé afar spennt fyrir ferðalaginu, sem mun víst hafa kostað skildinginn. Keira og vinur eiga þó líklega enn fyrir salti í grautinn, en hún hefur undanfarin ár leikið í hverjum slagaranum á fætur öðrum.

Parið hefur verið duglegt að ferðast saman og hefur meðal annars sést til þeirra á Bahamas og á eyjum í Kyrrahafinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.