Fleiri fréttir

Paris Hilton dæmd í 45 daga fangelsi

Paris Hilton var dæmd til 45 daga fangelsisvistar í Los Angeles í dag fyrir að hunsa refsingarskilmála í kjölfar handtöku í Hollywood fyrir ölvunarakstur í september í fyrra. Þá mældist alkóhólmagn í blóði hennar yfir leyfilegum mörkum. Henni var þá gert skylt að sækja áfengisnámskeið, sem hún mætti svo ekki á.

Hasselhoff segist vera alkahólisti

Baywatch leikarinn góðkunni David Hasselhoff viðurkenndi á fimmtudaginn að hann ætti í vandræðum með áfengi. Myndband sem dætur hans tóku af honum undir áhrifum komst í dreifingu á netinu.

Bókavörður bakar Loga vandræði

„Ohhh, já, ekki bjóst ég við því að þetta kæmi í bakið á okkur. Ekki þetta,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður. Á fimmtudag lagði Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður varaformann Vinstri grænna, hina fjölfróðu Katrínu Jakobsdóttur, í æsispennandi viðureign í spurningaþætti Stöðvar 2, Meistaranum, sem Logi Bergmann hefur umsjá með.

Til varnar Katie

Jada Pinkett Smith, eiginkona Will Smith, hefur komið vinkonu sinni Katie Holmes til varnar. Í viðtali við tímaritið People vísar hún á bug sögusögnum um að Katie sé kúguð á bug og segir hana frekar ráðskast með Tom Cruise.

Lýsir eftir áfallahjálp

Rebekka Rán Samper er fertug í dag. Á milli þess að sinna stöðu markaðsstjóra Bifrastar, vinna að doktorsritgerð sinni og myndlistinni hefur henni tekist að finna tíma til veisluhalda.

Hasselhoff fullur

Strandvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff er fullur í nýju myndbandi sem hefur verið sýnt víða í fjölmiðlum vestanhafs. Myndbandið var tekið upp af dætrum hans fyrir þremur mánuðum. Í því sést Hasselhoff liggja á gólfi í herbergi heima hjá sér borðandi hamborgara á meðan dóttir hans skammar hans vegna drykkjunnar.

Gefa tólf þúsund myndasögur í dag

„Við ætlum að gefa rúmlega tólf þúsund myndasögur í dag,” segir Þórhallur Björgvinsson, umsjónarmaður myndasagna í Nexus. Búðin er að taka þátt í „Free Comic Book Day“, eða ókeypis myndasögudeginum, ásamt tvö þúsund verslunum um allan heim.

Send í sveitina

Tvær nýjar ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Í Myndasalnum má sjá sýninguna Auga gestsins með ljósmyndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit.

Hefur ekki efni á íbúð

Strandvörðurinn fyrrverandi David Hasselhoff er fullur í nýju myndbandi sem hefur verið sýnt víða í fjölmiðlum vestanhafs. Myndbandið var tekið upp af dætrum hans fyrir þremur mánuðum. Í því sést Hasselhoff liggja á gólfi í herbergi heima hjá sér borðandi hamborgara á meðan dóttir hans skammar hans vegna drykkjunnar.

Bjartmarsklúbburinn telur bara toppmenn

„Sko, það er með allt þetta Idol og ógeð. Í öllu þessu hverfa textarnir einhvern veginn. Verða að sósu og skipta engu máli. svo fyrir tilviljun, heyrir maður gamla Bjartmarsstöffið...” segir Erpur Eyvindarson rappari með meiru.

Klúbbakvöld með Dubfire

Plötusnúðurinn Dubfire úr dúettnum Deep Dish þeytir skífum á klúbbakvöldi á Nasa 16. maí. Einnig koma fram Ghozt og Brunhein úr útvarpsþættinum Flex á X-inu 977 og Danna Bigroom.

Í fótspor Mercury

Talið er að Sacha Baron Cohen, sem sló nýverið í gegn sem Borat, ætli að leika Freddy Mercury, fyrrum söngvara Queen, í nýrri kvikmynd um ævi hans.

Íslenskir frömuðir festir á filmu

Stílistinn og ljósmyndarinn Charlie Strand vinnur að gerð ljósmyndabókar um íslenskt tónlistar- og menningarlíf og helstu frömuðina á því sviði. Hann yfirgaf farsælan stílistaferil í London fyrir einu og hálfu ári til að helga sig verkefninu.

Góð ferð Ármanns til Færeyja

„Ástæða ferðarinnar er sú að Færeyingar eru næstu nágrannar okkar Íslendinga, frændur og vinir ásamt Grænlendingum. Þá eru mál okkar systurtungur sem ber að rækta og efla í leiðinni. Ég vil einfaldlega opna augu heimsins fyrir þessum áhugaverðu vest-norrænu þjóðum og sérstæða menningararfi þeirra,“ segir Ármann Reynisson

Í samstarf með Cohen

John Malkovich er í samningaviðræðum um að taka að sér hlutverk í nýjustu kvikmynd Cohen-bræðra, gamanmyndinni Burn After Reading. Þegar hafa George Clooney, Brad Pitt og Frances McDormand samþykkt að leika í myndinni.

Með flottasta magann

Matthew McConaughey þykir hafa flottasta magann í skemmtanabransanum um þessar mundir. Leikarinn knái hefur oft og iðulega sést í slúðurblöðunum sprangandi um ber að ofan á ströndinni og það skilar honum titlinum

Arna í aðstoðarritstjóralimbói

„Aldrei hefur staðið annað til en borga blaðamönnum Krónikunnar uppsagnarfrest þann sem þeir eiga inni. Þetta er því alger misskilningur hjá þeim Mannlífsmönnum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, aðstoðarritstjóri DV og fyrrum ritstjóri tímaritsins Krónikunnar.

Ekki dropi í tíu mánuði

Leikarinn Robin Williams hefur að eigin sögn ekki drukkið áfengi í tíu mánuði, eða síðan hann skráði sig í áfengismeðferð. Í ágúst síðastliðnum sagði talsmaður Williams að hann hefði byrjað að drekka í fyrsta sinn í tuttugu ár og þess vegna ákveðið að fara í meðferð.

Eiríkur kynnir sig á Myspace

„Þetta er auðvitað bara „the way to do it“ í dag,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson Eurovision-sérfræðingur um þá nýjung Eiríks Hauksonar að nota vefsíðuna Myspace til að kynna íslenska keppnislagið. „Auðvitað á maður að hafa allar klær úti og reyna að kynna lagið eftir bestu getu. Það væri bara óskandi að þetta nái til Íslendinga erlendis svo þeir geti kosið hann.“

„Landið á part í mér“

Það stefnir í sýningarlok í Hafnarborg á ljósmyndasýningu franska tískuljósmyndarans Gilles Bensimon en henni lýkur á sunnudag.

Leikari Tarzans látinn

Gordon Scott, sem þekktastur er fyrir túlkun sína apamanninum Tarzan, er látinn 80 ára að aldri. Að sögn lækna var dánarorsökin hjartakvilli.

Einstakt myndband með Mugison

Notendur Vísis geta nú séð hér einstakt myndband með Mugison þar sem hann tekur lag sitt Murr, Murr niður í fjöru. Mugison er næsti viðmælandi Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki n.k sunnudag.

Láttu Gere í friði

Indverskur dómari sem gaf út handtökuskipun á hendur Richard Gere fyrir að kyssa indverska leikkonu, hefur verið fluttur til í starfi. Dinesh Gupta vildi líka láta handtaka leikkonuna Shilpu Shetty. Kossarnir smullu á samkomu í Indlandi, þar sem var vakin athygli á alnæmis-vandanum. Gere hefur verið duglegur við að leggja þeim málstað lið.

Hefur séð söngleikinn Abbababb tólf sinnum

„Ég var veik síðast og komst ekki. Þannig að ég er bara búin að sjá tólf sýningar," segir söngkonan og pólitíkusinn Heiða sem gjarnan er kennd við Unun. Þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún stödd með félögum sínum í Vinstri grænum á Hornafirði en fyrir dyrum stóð kosningafundur þar þá um kvöldið.

Handtekinn í New York

Bandaríski rapparinn Busta Rhymes hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í New York. Rhymes, sem heitir réttu nafni Trevor Smith, var handtekinn á bíl sínum skömmu eftir miðnætti.

Tyson-kjóllinn falur fyrir rétt verð

Vinkonurnar Manuela Ósk Harðardóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland, og Karen Lind Tómasdóttir, Ungfrú Suðurnes 2007, standa fyrir uppboði til styrktar Forma, samtökum átröskunarsjúklinga, á bloggsíðu sinni.

Viskíið bjargaði Páli Ásgeiri

Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður lagði Katrínu Jakobsdóttur, frambjóðanda og varaformann Vinstri grænna, í æsispennandi viðureign í Meistaranum í gærkvöldi. Er Páll þar með kominn í undanúrslit ásamt Jóni Pálma Óskarssyni, Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og Helga Árnasyni.

Þorir ekki að breyta Eiríki neitt

Svavar Örn Svavarsson, hárgreiðslumeistarinn knái, er genginn til liðs við Eurovision-hópinn. Hann er hokinn af reynslu í þessum fræðum enda í sjötta skipti sem hann heldur út í Eurovision. „Þetta er alltaf jafnmikið stuð og þessi hópur, að öðrum ólöstuðum, er einn sá skemmtilegasti sem ég hef farið með,“ segir Svavar.

DiCaprio og Cohen áhrifamiklir

Leikararnir Leonardo DiCaprio, Rosie O"Donnell og Sacha Baron Cohen eru á meðal þeirra sem eru á lista tímaritsins Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims.

Selur eigur Kurts Cobain á uppboði

Courtney Love, fyrrum eiginkona Kurt Cobain heitins, áformar að halda uppboð á eigum hans. Hún kveðst enn sofa í náttfötum af honum, en segist óttast að hún finni ástina aldrei aftur nema með því að skilja við það gamla. Umrædd náttföt verða á meðal þess sem verður boðið upp, en Love segir heimili sitt líkjast grafhýsi.

Veðrið er viðmót umhverfisins

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, er sérlegur verndari Baráttuhóps um betra veður. „Ég er nú voðalega lélegur skjólveggur, en ef menn vilja standa í mínu skjóli er það guðvelkomið,“ sagði Páll. Formlegur stofnfundur hópsins fer fram í Hæðargarði í Reykjavík í dag.

Páll Ásgeir og Katrín mætast í lokaviðureign 8 manna úrslita

Lokaviðureign 8 manna úrslita í Meistaranum fer fram á Stöð 2 í kvöld. Þá mætast Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna og frambjóðandi til Alþingiskosninganna og Páll Ásgeir Ásgeirsson fjölmiðlamaður og rithöfundur með meiru.

Leðrið sérhannað og saumað á Eika

„Hann verður í nýju sniði og sérsaumuðum buxum,“ segir Grétar Baldursson, hinn landskunni leðurhönnuður í Kós-leðurvörum, en hann hefur skilað af sér leðurfatnaðinum sem Eiríkur Hauksson á að klæðast á sviðinu í Helsinki. Væntanlega hefur Grétar gert ráð fyrir tveimur af hvorri sort enda ólíklegt að Eiríkur klæðist sama fatnaði bæði kvöldin.

Auddi níundi á Íslandsmóti í skvassi

Skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal keppti á Íslandsmótinu í skvassi í Veggsporti um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í mótinu og endaði hann í níunda sæti í A-flokki, sem er næstefsti flokkurinn.

Britney snýr aftur

Poppprinsessan fyrrverandi Britney Spears steig á svið í fyrsta sinn í tæp þrjú ár á klúbbnum House of Blues í Los Angeles á dögunum. Söng hún fimm lög, þar á meðal Baby One More Time.

Tónlist og tíska í blóðinu

Hvort börn fræga og fallega fólksins fæðast með tískuvitund í blóðinu skal látið ósagt. Hitt er víst að merkilega margar stúlkur sem skiptast á að prýða síður tísku- og slúðurblaðanna eru dætur heimsfrægra tónlistarmanna. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir tískuvitund og sérstakan stíl.

Ásakanir ganga á víxl í leigubílstjórastríði í Hafnarfirði

Ný leigubílastöð hefur tekið til starfa í Hafnarfirði. Forstjóri BSH, þar sem bílstjórarnir störfuðu áður, ætlar að kæra starfsemina. „Þetta þarf að vera löglegt," segir Einar Ágústsson, forstjóri BSH, sem nú hyggst kæra nýja leigubílastöð sem tekið hefur til starfa í Hafnarfirði - Aðalstöðin BSH.

Clooney vill ekki eignast börn

Hjartaknúsarinn George Clooney segist ekki hafa neinn áhuga á því að eignast börn. Vill hann því ekki feta í fótspor félaga sinna Matt Damon og Brad Pitt, sem eru báðir orðnir feður.

Elísabet valin vínþjónn ársins

Elísabet Alba Valdimarsdóttir varð Vínþjónn ársins um síðustu helgi. Hún útskýrir hér hvernig slíkar keppnir fara iðulega fram. „Það þarf alltaf að taka bóklegt próf, sem gildir allt að sextíu prósent af heildareinkunn,“ sagði Elísabet, sem er oftast kölluð Alba. „Svo er annað hvort umhelling á víni í karöflu, að opna kampavínsflösku eða bæði,“ útskýrði hún.

Gisele hætt hjá Victoria‘s Secret

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen er hætt störfum fyrir undirfatarisann Victoria"s Secret. „Við óskum henni alls hins besta og viljum þakka henni fyrir frábært starf. Hún mun halda áfram að vera áberandi hluti af kynþokkafyllsta vörumerki heims það sem eftir er ársins,“ sagði Edward Razek hjá Victoria"s Secret.

Jón Sæmundur selur Liborius

Jón Sæmundur Auðarson hefur selt tískuverslunina Liborius. Kaupendur eru þeir Svanur Kristbergsson, Jóhann Meunier og Þorsteinn Stephensen. Jóhann verður verslunarstjóri Liborius og hann boðar breyttar áherslur.

Línudansmanía í Reykjavík

150 íslenskir línudansarar stíga sporin við undirleik Baggalúts í Laugardalshöll á laugardagskvöld á línudanshátíð. Jóhann Örn Ólafsson segir að 5-600 manns stundi línudans að staðaldri á Íslandi. „Þetta hefur verið í lægð út á við en alls ekki inn á við. Ákveðinn kjarni stundar línudans af kappi,“ segir Jóhann Örn Ólafsson, dansari og danskennari.

Sjónlistatilnefningar kynntar

Tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna árið 2007 í gær en markmið þeirra verðlauna er að vekja athygli á framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis.

OK! vann Hello!

Breska tímaritið OK! vann dómsmál sem það höfðaði gegn helsta keppinauti sínum Hello! vegna ljósmynda sem Hello! birti úr brúðkaupi leikarahjónanna Michael Douglas og Catherina Zeta-Jones árið 2000. OK! hafði samið við Douglas og Zeta-Jones um einkarétt á myndunum en þrátt fyrir það birti Hello! „paparazzi“-myndir frá athöfninni.

Dansveisla á Nasa

Þeir sitja í sjötta sæti heimslistans yfir bestu plötusnúða veraldar í dag og hafa meðal annars unnið til Grammy verðlauna. Deep Dish skipa þeir Sharam og Dubfire, en sá síðarnefndi hefur nýlokið við útgáfu af nýjustu afurð í hinni ótrúlegu Global Underground seríu, Global Underground Taipei.

Sjá næstu 50 fréttir