Lífið

Páll Ásgeir og Katrín mætast í lokaviðureign 8 manna úrslita

Lokaviðureign 8 manna úrslita í Meistaranum fer fram á Stöð 2 í kvöld. Þá mætast Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna og frambjóðandi til Alþingiskosninganna og Páll Ásgeir Ásgeirsson fjölmiðlamaður og rithöfundur með meiru.

Katrín lagði Karl Pétur Jónsson í 16 manna úrslitum en Páll Ásgeir lagði Svanborgu Sigmarsdóttur. Það sem sigrar í viðureign kvöldsins tryggir sér síðasta sætið í undanúrslitum, ásamt þeim Helga Árnasyni, sem lagði Ólöfu Ýrr Atladóttur í síðasta þætti, Pálmi Óskarsson sem lagði Illuga Jökulsson og Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem lagði Björn Guðbrand Jónsson. Undanúrslitin hefjast svo að viku liðinni en úrslitaviðureignin verður á dagskrá á Stöð 2 24. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.