Lífið

Veðrið er viðmót umhverfisins

Páll Bergþórsson er sérlegur verndari Baráttuhóps um veðurfar. Hann bendir á að fatnaður bæti veður.
Páll Bergþórsson er sérlegur verndari Baráttuhóps um veðurfar. Hann bendir á að fatnaður bæti veður. MYND/Hari

Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, er sérlegur verndari Baráttuhóps um betra veður. „Ég er nú voðalega lélegur skjólveggur, en ef menn vilja standa í mínu skjóli er það guðvelkomið,“ sagði Páll. Formlegur stofnfundur hópsins fer fram í Hæðargarði í Reykjavík í dag.

Nú þegar hafa 21 skráð sig í baráttuhópinn, en hugmyndin að samkundunni kviknaði út frá fyrirlestri Páls í Hæðargarði fyrir um mánuði síðan. „Ég var að tala um mitt áhugamál, sjóinn hérna norður frá og hvað hann hefur að segja fyrir heimsbyggðina,“ útskýrði hann. Hann segir marga eldri borgara deila áhuga hans á veðri. „Það er svo mikill áhugi hjá eldra fólki á öllu í náttúrunni, eða lífinu í sveitinni. Það byggist svo mikið á veðrinu. Grasið er undirstaða að öllu saman, það þarf að spretta og til þess þarf hita og rigningu. Svo vill fólk ekki hafa mikinn snjó á veturna,“ sagði Páll.

Hópurinn mun beita sér fyrir bættu veðri, eins og nafnið gefur til kynna. „Það má til dæmis rækta skóg í kringum sig, til að fá skjól. Og svo er að klæða sig, þá verður veðrið betra líka. Svo þetta er ekkert hlægilegt,“ sagði Páll. „Veðrið er það sem við búum við. Það er viðmót umhverfisins,“ bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.