Lífið

Viskíið bjargaði Páli Ásgeiri

Páll Ásgeir lagði varaformanninn í æsispennandi viðureign.
Páll Ásgeir lagði varaformanninn í æsispennandi viðureign.

Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður lagði Katrínu Jakobsdóttur, frambjóðanda og varaformann Vinstri grænna, í æsispennandi viðureign í Meistaranum í gærkvöldi. Er Páll þar með kominn í undanúrslit ásamt Jóni Pálma Óskarssyni, Magnúsi Þorláki Lúðvíkssyni og Helga Árnasyni.

Viðureign gærkvöldsins einkenndist af miklum slag í bjölluspurningum en Páll Ásgeir fór þar fram úr sér, þurfti að grípa til ágiskana sem ekki reyndust réttar. Katrín náði þá yfirhöndinni og hélt forystunni allt þar til í lokaspurningunni. Þegar ein spurning var eftir var varaformaðurinn yfir, 18-16. En Páll á spurninguna og leggur fimm stig undir.

 

Frækileg frammistaða dugði ekki gegn hinum skotglaða Páli.

Lokaspurningin var um viskítegundir og vafðist ekki fyrir blaðamanninum að svara henni. Lokatölur voru því 21-18 Páli í vil og Katrín getur því óskipt einbeitt sér að kosningabaráttunni. Páll hins vegar sér glitta í verðlaunaféð sem ekki er skorið við nögl: Fimm milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.