Lífið

Þorir ekki að breyta Eiríki neitt

Svavar Örn segist ekki ætla að breyta Eiríki Haukssyni, hann sé bestur eins og hann er.
Svavar Örn segist ekki ætla að breyta Eiríki Haukssyni, hann sé bestur eins og hann er.

Svavar Örn Svavarsson, hárgreiðslumeistarinn knái, er genginn til liðs við Eurovision-hópinn. Hann er hokinn af reynslu í þessum fræðum enda í sjötta skipti sem hann heldur út í Eurovision. „Þetta er alltaf jafnmikið stuð og þessi hópur, að öðrum ólöstuðum, er einn sá skemmtilegasti sem ég hef farið með,“ segir Svavar.

Hárgreiðslumeistaranum hefur verið úthlutað verðugt verkefni, að sjá um að rauði makkinn verði á sínum stað sem þjóðin hefur bundið ástfóstri við og vill að verði á sínum stað. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af öðru, Eiríkur Hauksson er ekki flottur greiddur,“ segir hann.

Svavar Örn segir að ekki komi til greina að breyta stíl Eiríks, Eiríkur Hauksson sé bara Eiríkur Hauksson og það komi ekki til greina að breyta honum. „Hann er mikil áskorun fyrir hárgreiðslumeistara því hann er með mjög sérstakan stíl,“ segir Svavar sem tekur skýrt fram að það hafi ekki verið hann sem setti brúnan lit í hárið á rokkaranum fyrir gerð myndbandsins. En þá saup þjóðin hveljur. „Ég hef aldrei upplifað önnur eins viðbrögð. Það kemur ekki til greina að setja lit í hárið á honum, Eiríkur er bara með fallegan hárlit sem hægt er að skerpa á með næringu,“ segir Svavar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.