Lífið

Auddi níundi á Íslandsmóti í skvassi

Skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal keppti á Íslandsmótinu í skvassi um síðustu helgi.
fréttablaðið/hörður
Skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal keppti á Íslandsmótinu í skvassi um síðustu helgi. fréttablaðið/hörður MYND/Hörður

Skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal keppti á Íslandsmótinu í skvassi í Veggsporti um síðustu helgi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í mótinu og endaði hann í níunda sæti í A-flokki, sem er næstefsti flokkurinn.

„Þetta gekk ágætlega. Ég tapaði þremur leikjum og vann tvo. Ég hef orðið mér til skammar á öðrum stöðum þannig að mér fannst bara allt í lagi að kíkja á þetta mót,“ segir Auðunn, sem hefur stundað skvass í fjóra mánuði. „Það er samt eitt sem böggar mig. Ég er búinn að vera að leika mér í fótbolta og körfubolta í gegnum árin og er 26 ára, á fínum aldri. Svo koma 45 til 50 ára menn með bumbu og salta mann. Það er eitthvað rangt við það og ég var mjög reiður út af því. Ég veit ekki hvort ég keppi á svona Íslandsmóti aftur í bráð.“

Auðunn fer um næstu helgi til New York þar sem dagskrárliðurinn Fríkað úti verður tekinn upp fyrir þáttinn Leitin að strákunum. Þangað til ætlar hann að halda sér í formi í skvassinu, enda hin fínasta brennsla að eigin sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.