Lífið

Í samstarf með Cohen

Leikur hugsanlega í næstu mynd Cohen-bræðra, Burn After Reading.
Leikur hugsanlega í næstu mynd Cohen-bræðra, Burn After Reading.

John Malkovich er í samningaviðræðum um að taka að sér hlutverk í nýjustu kvikmynd Cohen-bræðra, gamanmyndinni Burn After Reading. Þegar hafa George Clooney, Brad Pitt og Frances McDormand samþykkt að leika í myndinni.



Malkovich myndi leika Ozzie Cox, fyrrverandi liðsmann bandarísku leyniþjónustunnar, sem tapar tölvudisk með endurminningum sínum. McDormand leikur eiginkonu Cox og Clooney leikur leigumorðingja. Ekki er vitað hvern Pitt mun leika. Tökur á myndinni hefjast í ágúst. Taki Malkovich við hlutverkinu verður það í fyrsta sinn sem hann vinnur með Cohen-bræðrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.