Lífið

Handtekinn í New York

Rapparinn Busta Rhymes er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Rapparinn Busta Rhymes er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Bandaríski rapparinn Busta Rhymes hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis í New York. Rhymes, sem heitir réttu nafni Trevor Smith, var handtekinn á bíl sínum skömmu eftir miðnætti.

Rapparinn virðist eiga erfitt með að halda sig réttum megin laganna því hann þarf að mæta fyrir rétti í næstu viku vegna tveggja annarra ákæra. Annars vegar fyrir að ráðast á ökumann sinn og hins vegar fyrir að ráðast á aðdáanda sinn sem á að hafa hrækt á bíl hans á síðasta ári. Í febrúar síðastliðnum var hann síðan handtekinn fyrir að hafa ekið um með útrunnið ökuskírteini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.