Lífið

Elísabet valin vínþjónn ársins

Alba segir reynslu af starfi vínþjónsins skipta gífurlegu máli í vínþjónakeppnum, en eins þarf að læra heima fyrir keppnirnar.
Alba segir reynslu af starfi vínþjónsins skipta gífurlegu máli í vínþjónakeppnum, en eins þarf að læra heima fyrir keppnirnar. MYND/Hrönn

Elísabet Alba Valdimarsdóttir varð Vínþjónn ársins um síðustu helgi. Hún útskýrir hér hvernig slíkar keppnir fara iðulega fram.

„Það þarf alltaf að taka bóklegt próf, sem gildir allt að sextíu prósent af heildareinkunn,“ sagði Elísabet, sem er oftast kölluð Alba. „Svo er annað hvort umhelling á víni í karöflu, að opna kampavínsflösku eða bæði,“ útskýrði hún.

Skriflegt blindsmakk er þar að auki fastur liður. „Þá lýsir maður víninu í sjón, ilmi og bragði. Svo þarf að para það saman við mat og rökstyðja af hverju þetta færi vel saman,“ sagði hún. Þá þarf að greina frá upprunalandi vínsins, þrúgutegund, framleiðanda, áfengismagni, árgangi og líftíma. „Þegar þetta er komið niður í framleiðanda er þetta orðið svolítið flókið,“ sagði Alba. Blindsmakk getur einnig verið munnlegt.

Þar á eftir er staðfesting á sterku víni, þar sem keppendur þurfa að bera kennsl á sterk vín. „Það getur verið erfitt, því eftir að hafa þefað af tveimur glösum er lyktarskynið farið,“ útskýrði Alba. „Það eru til dæmis margir sem flaska á vodka, rommi og gini.“

 

Um miðjan maí heldur Alba til Ródos þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. „Keppnin sem var núna um helgina var bara um Frakkland. Þetta er allur heimurinn,“ útskýrði Alba, sem liggur því yfir bókum og flöskum þessa dagana. „Maður þarf að hafa reynslu af gólfinu, en þetta er samt líka heimanám frá A til Ö,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.